Mjög mikilvægt vegna viðbragða við Kötlugosi.

Þegar drumbarnir í Drumbabót fóru að birtast um síðustu aldamót við það að Þverá færði sandinn frá þeim, varð mönnum ljóst, að mesta hættan af Kötlugosi var ekki fólgin í flóði niður á Mýrdalssand eða Sólheimasand, heldur flóð í vesturátt um farveg Markarfljóts. 

Drumbarnir sýndu, að skógur á borð við Bæjarstaðaskóg í Öræfum, hafði kubbast í sundur eins og eldspýtur í hamfaraflóði allmörgum öldum fyrir landnám. 

Þetta gat þýtt að hamfaraflóð úr vestanverðum Mýrdalsjökli vegna Kötlugoss gæti farið yfir Landeyjar allt til Hólsár og sjávar. 

Ekkert gos eftir landnám hefur farið þessa leið, og af því að menn töldu líklegt í fyrstu að "Drumbabótar-gosið hefði sennilega verið minnst 500 árum fyrir landnám voru yfirgnæfandi líkur taldar á því að næstu Kötlugos yllu hlaupum í austur- eða suðurátt. 

En nú hefur aldursgreining sýnt, að þetta hrikalega hamfarahlaup hafi orðið annað hvort árið 822 eða 823, og þar með færst óhugnanlega nær nútímanum. 

Af þessu er ljóst að þrátt fyrir miklu minni líkur á hlaupi í þessa átt verður ekki aðeins að leggja mikla áherslu á viðbrögð við slíku, heldur jafnvel meiri þegar miðað er við hvað miklu meiri mannvirki, byggð, og þar með fólk er í húfi en í hlaupum niður á Sólheimasand eða Mýrdalssand. 


mbl.is Hefur vakið athygli á heimsvísu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur blasað við úr lofti í áratugi.

Á þeim tíma árs, sem vegirnir yfir Dynjandisheiði og á Bildudalsvegi upp úr Trostansfirði hafa verið ófærir, sjá engir þessa vegi á jörðu niðri. 

Hins vegar blasa þeir við þeim sem fljúga yfir þá, og það er orðin nær hálf öld síðan mér og öðrum, sem flugu yfir þessar slóðir, varð ljóst, að hinir ófæru hlutar veganna væru tiltölulega lítill hluti af þeim, en samt mun lengri en þeir gátu verið. 

Í frétt í sjónvarpinu um síðustu aldamót var fjallað um þann möguleika að lagfæra veginn svo mikið að þessi höft hyrfu, og nota sérstakar yfirbyggingar sem smíðaðar voru þá erlendis, til að eyða örfáum og örstuttum köflum, þar sem annað dygði ekki. 

Þessir vegir voru vel lagðir og byggðir á sínum tíma, en tæki, tækniog afköst í vegagerð voru aðeins brot af því sem nú er.

Það er því kominn tími á fyrir löngu að þessum börnum síns tíma og forneskjum úr fortíð verði eytt og gerður heilsársvegur eftir nútíma kröfum.  


mbl.is Skoða heilsársveg á Vestfjörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldrei hringdi Elvis.

Björk og Sigurrós um og upp úr síðustu aldamótum, Ásgeir Trausti, Kaleos og fleiri núna, - þetta er íslenskt tónlistarævintýri. 

Aldrei hringdu Elvis og Cliff Richard í nokkra íslenska tónlistarmenn, hvað þá að aðrar erlendar tónlistarstórstjörnur liðinnar aldar lyftu tóli til að ná samabandi við íslenskan nýgræðing á tónlistarsviðinu. 

"Ævintýri enn gerast" var sungið næstum hálfri öld og það er rætast á tónlistarsviðinu hér á landi. 

Fyrir nokkrum árum vissi enginn hver Ásgeir Trausti var, og Mugison og Kaleos birtust öllum að óvörum og blómstruðu. 

Vegna þess að ekki er hægt að mæla gildi tónlistar í tonnum er lítið um það að lagt sé fjárhagslegt mat á þessa byltingu sem varpar ljóma land og þjóð og gefur af sér "good-will" sem hægt er að mæla í fjármunum, ef menn vilja endilega leggja peningalegt mat á alla hluti. 

 


mbl.is Elton John hringdi í Ásgeir Trausta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. júlí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband