Úr öskunni í eldinn, frá Dynjandisheiði til Borgarfjarðar eystri.

"Þetta er Ísland í dag" myndi Jón Ársæll segja þegar hann sér myndirnar af veginum til Borgarfjarðar eystri. 

Ég hélt kannski að Dynjandisheiði, sem ég hef nýlega skrönglast, væri botninn á íslenska vegakerfinu, en nú hefur hún eignast skæðan keppinaut. 

Og verður á leið minni á fyrirhuguðu ferðalagi í næstu viku. 

Er maður að verða fyrir einelti eða hvað?

Dynjandisheiði er reyndar hluti af þjóðvegi nr. 60 sem telst til stofnbrauta milli landshluta, réttara sagt milli Borgarfjarðar syðri og Ísafjarðar og verður að því leyti til að teljast verra dæmi um arfa slæmt ástand vegar. 


mbl.is „Austurlandi til háborinnar skammar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjörnubjart brúðkaup, 41 stigs hiti, norðurljós o.fl.

Dýrlegt brúðkaup Þorfinns sonar okkar Helgu og Ástrósar Gunnarsdóttur var haldið í Lacoste í Suður-Frakklandi í fyrradag í viðurvist og vottun stórs hóps nánustu skyldmenna og vina. 

Einstaklega mikils virði og velheppnaður þessi viðburður fyrir alla, sem voru hér og komu að úr ýmsum áttum.  

Stjörnubjart á hverri nótt, hitinn fór upp í 41 stig í Avignon í gær og furðufyrirbæri á heiðum himni, sem líktist norðurljósum, lýsti upp heiðhvolfið í gærkvöldi. 

Hugsanlega eftirlegukind frá skógareldi, hver veit?


Bloggfærslur 1. ágúst 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband