Af hverju eru ekki allir vegir svona góðir?

Eftir aksur á góðum vegum og hraðbrautum í Evrópu kemur maður heim og byrjar að aka um íslenska vegakerfið.  

Og er fyrir áratugum búinn að sætta sig við það að jafnvel helstu malbikuðu þjóðleiðirnqr okkar séu með afar misjöfnu slitlagi, oftast öldótt og ójafnt. 

Svörin eru þekkt fyrir löngu, - veðurlag er misjafnt og undirlagið frýs og þiðnar á víxl frostlyfting og þiðnun gera veginn svona. 

Raunar var einn undirleikari minn, Tómas Grétar Ólason, sem hafði mikla reynslu af framkvæmdum með stórvirkum jarðvinnuvélum, oft með aðrar skýringar, sem hann rökstuddu býsna vel þegar um var að ræða suma kaflana þar sem rakti hvernig þetta væri fúsk, röng notkun og meðferð jarðefna og tækja. 

Ég er þessa dagana á ferð um Norðausturland og man þá daga þegar hafísinn lokaði hér höfnum árið 1979, það var ófært til flugs, og vegirnir voru svo lélegir, að menn óttuðust að taka myndi fyrir alla flutninga, á sjó, landi og í lofti, ef mikla snjóa gerði og vegakerfið yrði ónothæft af þeim sökum. 

Spjallaði stuttlega við Árna Gunnarsson, sem fyrrum var Alþingismaður kjöræmisins, þar sem hann rifjaði upp hve þingmönnum þess tíma hefði verið mikið í mun að koma í veg fyrir ófarir af þessu tagi. 

Ég gat greint honum á móti frá því að þremur áratugum síðar hefði draumur hans og fleiri loksins orðið að veruleika með lagning nýs vegar sem opnaði greiða og fljótekna leið milli Kópaskers annars vegar og Þórshafnar og Raufarhafnar. 

En sérstaklega hefði komið á óvart hve stórgóð þessi vegagerð væri, svo mögnuð að það vekti mikla undrun. 

Vegurinn er í stuttu máli snilldarlega vel gerður og verkfræðilegt og framkvæmanlegt undur á íslenskan mælikvarða og jafnvel heimsmælikvarða, breiður, rennisléttur og hvergi brattur þótt hann lægi um mishæðótt land. 

Og í framhaldi af því vaknar spurningin hvers vegna allir aðrir vegir hafi ekki verið svona. 

Eitt svarið, sem gefið er, er að þungaflutningar séu orðnir svo miklir, að þeir eyðileggi vegina. 

Það getur verið rétt út af fyrir sig, en þetta virðist ekki eiga við um allt vegakerfið og ekki um allan þann hluta vegakerfisins þar sem þessi flutningar eru mestir. 

Mig grunar að hluti af skýringunni sé svipuð skýringum vinar míns Tómasar Grétars á sinni tíð, að betur megi gera en víða hefur verið gert.

Og hvað um það, - það er ástæða til að óska Vegagerðinni til hamingju með vegi á borð við þann sem nú liggur um norðausturhornið og vonast til að gamli malarvegurinn við Bakkaflóa víki sem fyrst fyrir svona afbragðs vegi.  


mbl.is Malbikað í Borgarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir borgi sem nota. Það þarf ekki svona stóra bíla.

Til er kenningin um það að þeir borgi sem nota. Sjá má merki um hana víða um lönd. Þeir sem vilja nota dýr ný mannvirki á borð við hraðbrautir og jarðgöng borga beint fyrir þau afnot. 

Kostnaðurinn við það að eiga stóra bíla kemur meðal annars fram í því hvað þeir þurfa mikið rými, sem þarf að malbika. 

Sem dæmi má nefna að ef meðallengd bíla minnkaði um einn metra, úr 4,60 niður í 3,60 myndi rýmið sem 100 þúsund bílar á Miklubrautinni tekur á hverjum degi minnka um sem svaraði 100 kílómetrum. 

Með öðrum orðum: Á hverjum degi myndu alls 100 kílómetrar samtals verða auðir sem annars efru þaktir bílum. 

Á markaðnum er gnægð bíla, sem eru um 3,60 metrar að lengd, taka 4-5 manns, eru með 200-250 lítra farangursrými, ná 160-200 kílómetra hraða og eru frá 13 niður í 10 sekúndur úr kyrrstöðu upp í 100 km/klst. 

Hafa um 1,30 metra breidd frammi í, sem er meira en 40 sm meiri breidd en er að meðaltali í farþegaþotum. 

Eyðslan í raun getur komist niður í allt að 5 lítra á hundraðið á þjóðvegum, og er þó ekki um að ræða kostnað vegna dýrra dísilvéla, sem eyða enn minna, né það að nota forþjöppu. 

Árum saman hafa verið framleiddir í Rúmeníu bílar í verðflokki Yaris, sem taka sjö í sæti og henta vel fyrir barnafjölskyldur, og eftir áralanga tregðu Íslendinga gegn því að kaupa slíka bíla, hefur mýtunni um "ónýta Austur-Evrópbíla loks verið eytt með Dacia Duster. 

Í Japan er þeim bílum ívilnað, sem eru styttri en 3,40 og mjórri en 1,48, og þarf ekki annað en að líta á Daihatsu Cuore til þess að sjá að slíkir bílar bjóða upp á nægt rými fyrir allt venjulegt fólk. 

En án þessarar ívilnunarreglu hefðu umferðarvandamál Japana orði óleysanleg. 


mbl.is Breytt vörugjöld breyta bílasölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. ágúst 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband