Henda fyrst göllunum úr bandarísku stjórnkerfi.

Sá forsetaframbjóðandi, sem í tvísýnum kosningum tekst betur að spila á gallana í kjörmannakerfinu í bandarískum forsetakosningum, verður sigurvegari, þótt hann hafi allt að þriggja mílljón atkvæða minna fylgi en keppinauturinn. 

Þetta gerði Donald Trump, en hjá Hillary Clinton vantaði ekki viljann til þess.  

Möppudýr og burokratar í stjórnkerfinu í Washington hafa ekkert umboð frá bandarískum kjósendum til að "henda Trump út úr Hvíta húsinu", sama hversu mikið þjóðþrifaverk það væri.

Nær væri að stofna til samtaka um að lagfæra á lýðræðislegan hátt meingallað stjórnmálakerfi Bandríkjanna áður en gallar þess og spilling stjórnmálanna leiða til frekari ófara en orðið er.  

 

 


mbl.is Reyna að henda Trump út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Færist líf í gömul öfl, sem flestir töldu kveðin niður.

Við lifum á sérkennilegum tímum. Á árunum 1945-1970 á síðustu öld var gerð gangskör að því í samræmi við bitra reynslu frá uppgangsárum nasista í Þýskalandi og langvarandi starfsemi Ku-Klux-Klan og annarra öfgasamtaka í Bandaríkjunum að kveða bæði nasismann og kynþáttamisréttissamtökin í kútinn. 

Höfð voru uppi heitorð um að aldrei framar skyldu stefnur og starfsemi svona samtaka komast til áhrifa.

Feginleiki var hjá flestum þegar óöld þessara afla austan hafs og vestan væri að baki og fáa hefði órað fyrir því að þær myndu lifna við að nýju, menn heilsa með nasistakveðju í Þýskalandi eins og tengd frétt mbl.is greinir frá, og Bandaríkjaforseti bregðast þannig við átökum og hryðjuverki sem kostaði mannslíf, að kalla alla til ábyrgðar nema hina endurvöktu kynþáttamisréttismenn á borð við Ku-Klux-Klan.  

 


mbl.is Laminn vegna nasistakveðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótsögnin í því að "fjölga ekki börnum og spara þannig milljarða."

Nú er nefnt það ráð við þeim vanda að ekki er hægt að fá fólk til að vinna í leikskólum og grunnskólum, að minnka fjölgun barna. 

Krafan um slíkt kemur úr ólíkum áttum og sumir, sem setja hana fram, eru í mótsögn við sjálfa sig þegar þeir eru líka í hópi þeirra sem vilja stöðva straum innflytjenda til landsins og koma í veg fyrir að hælisleitendur setjist hér að. 

Því þetta tvennt, að spara opinber útgjöld vegna barna og útgjöld vegna hælisleitenda og innflytjenda mun einfaldlega hafa þær augljósu afleiðingar, að atvinnulíf á Íslandi hrynji saman, fólksflótti til útlanda bresti á og hér verði varanleg og alvarleg kreppa.

Eina leiðin til að fá fólk til starfa í uppsveiflunni, sem ferðaþjónustan hefur skapað, er að borga hærri laun fyrir þessi lágt launuðu störf. Það er ekki flóknara en það.

Það er almennt viðurkennt sem helsta vandamál vestrænna landa, að gamla fólkið verði æ stærri hluti þjóðanna vegna þess að dregið hefur úr fæðingum.

Þeir, sem vilja draga enn meira úr fæðingum og koma í veg fyrir að hægt verði að manna nauðsynleg störf í þjóðfélaginu, virðast haldnir firringu, sem er ótrúleg á 21. öldinni, tímabili sem kallað hefur verið upplýsingaöld.  


mbl.is „Ekki séns að fá fólk til starfa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. ágúst 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband