Mayweather á að geta unnið á stigum. 50-0.

Talan 49-0 varðandi bardaga Floyds Mayweathers er mikilvæg fyrir hann, því að ef hann getur búið til töluna 50-0 hefur hann bætt árangur Rocky Marcianos fyrir rúmum 60 árum. 

Þegar sagt er að Mayweather hafi síðast rotað mann 2011 er tíminn enn lengri síðan andstæðingur hans kláraði ekki allar tilsettar lotur, - því að Mayweather þótti á ódrengilegan hátt hafa nýtt sér það að Ortiz var að beina máli sínu að dómaranum og hafði hendurnrar niðri. þegar Mayweather nýtt sér það og sló hann varnarlausan með tveimur höggum í gólfið.

Út af fyrir sig var þetta ekki ólöglegt, því að meginskylda hvers hnefaleikara er "að verja sig öllum stundum."

Og á þeim hæfileika hefur Mayweather einkum byggt óslitinn sigurferil sinn.

En það er liðinn um áratugur síðan bardagi hafi verið stöðvaður hjá honum, en það var á móti Ricky Hatton árið 2007, "TKO", "tæknilegt rothögg."

Sem er raunar ónákvæm þýðing, ætti frekar að vera "tæknilega sleginn út."  

Og á fyrri hluta ferils síns sáu yfirburða hraði og nákvæmni hans á besta aldri til þess að hann vann marga bardaga á rothöggi.

Vafasamt er að nokkurn tíma hafi verið uppi hnefaleikari með betri vörn en Mayweather og líkurnar fyrir því að það atriði ráði enn einu sinni úrslitum teljast vera talsverðar.

Stór spurning er að hve miklu leyti hár aldur hefur hægt á honum, en peningarnir fyrir bardagann eru tryggðir svo að verkefnið virðist einfaldlega vera það að verjast undrahröðum gagnhöggum McGregors, oftast með vinstri hendi.

Ef vörnin á að nægja er hætta á að bardaginn verði jafnvel sá leiðinlegasti á ferli Mayweathers.

Lengst af á ferli hans hafa gríðarleg tækni og mikill hraði skapað einstæðan sigurferil.

Og á pappirnum virðist það verða auðvelt fyrir hann að koma í veg fyrir að McGregor nái inn höggi á hann.

Til samanburðar má geta þess að í seinni viðureign Joe Louis og Max Scmelings 1938 þurfti Louis aðeins að gæta þess að halda vinstri hönd sinni nógu vel uppi öllum stundum, að Schmeling kæmi ekki inn sínu skæða hægri handar höggi.

McGregor er örvhentur, þannig að það að halda uppi vörnum gegn beinni vinstri, er svipað verkefni fyrir Mayweather.

En síðan eru dæmi um að þrátt fyrir fyrirfram vitað atriði í sókn andstæðings mistakist meistara að halda uppi vörnum.

Nefna má bardaga Ali og Earnie Shavers sem dæmi. Þar þurfti Ali að verjast hægri handar höggum Shavers sem voru talin þyngstu högg í sögu hnefaleikanna.

Ali gætti þess ekki að Shavers var með 15 sentimetrum lengri faðmlengd en hæð hans sagði til um og það var einungis fyrir einstætt höggþol Alis, að hann þoldi þá barsmíð.  


mbl.is Frumraun McGregor í boxi nálgast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Segja of margir: "Ég kem ekki aftur"?

Eitt af því, sem mörgum sést yfir þegar lagt er mat á möguleika lands til að laða að sér ferðamenn, er það hvort ferðafólkið sé líklegt til að koma aftur til landsins.

Ég minnist þess þegar ég kom í fyrsta skipti til Mallorca með skemmtiferðaskipinu Regina Maris þar sem ég var ráðinn sem skemmtanastjóri, að ég fór í land og notaði tímann vel, leigði mér létta skellinöðru og skoðaði mig vel um.

Þegar skipið lagði frá var ofarlega í huganum: "Hingað á ég eftir að koma aftur."

Það gekk eftir löngu síðar, en þá raunar til Torremolinos á Sólarströndinni og síðar fleiri staða í Suður-Evrópu.

Nokkrum árum síðar tók ég upp puttaferðaling með bakpoka á leið til Akureyrar og var gagnrýndur fyrir að "ganga erinda bakpokalýðsins" sem gæfi ekkert af sér.

Gagnrýnendunum gleymdist að bakpokalýðurinn svonefndi samanstóð að miklu leyti af háskólanemum, sem myndu kannski koma aftur þegar þeir væru orðnir vel stætt háskólafólk og gera Íslandi miklu betur skil í ljósi betri fjárhags.

Puttaferðalangurinn hefur í áratugi komið árlega til Íslands með nokkra tugi nemenda sinna í þýskum háskóla. 

Á ferðalögum mínum og í samskiptum við fjölmarga útlendinga fyrstu uppgangsárin í ferðaþjónustunni, mátti heyra marga þeirra segja: "Ég á eftir að koma hingað aftur og skoða landið betur."

Og það gekk eftir hjá fjölmörgum.

En á ferðalögum um landið í sumar hefur of oft kveðið við nýjan tón þegar útlendingar hafa verið spurðir að því hvort þeir kæmu aftur:  "Nei, ég hef akki efni á því, það er orðið of dýrt og mér finnst landið hafa misst svolítið ljómann við það að maður verði æ meira var við guppsprengt verð og græðgi."

Þótt Ísland sé ekki stórt land, eru möguleikarnir til upplifunar margfalt meiri en í mörgum margfalt stærri löndum.

Ef því erlenda ferðafólki fer fjölgandi sem segir samt: "Ég kem ekki aftur" er græðgisbólan í ferðaþjónustunni orðin of fyrirferðarmikil og það á eftir að hefna sín.     


mbl.is Hótelgeirinn á krossgötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hliðstæða við skuttogarabyltinguna?

Sjósókn á Íslandi hefur gengið í gegnum nokkur mjög stór framfaraskref, meðal annars vélskipa- og togarabyltinguna fyrir rúmri öld, sem olli stórfelldumm flutningi verstöðva frá útnesjum inn í firði og flóa. 

Í kringum 1970 varð skuttogarabyltingin og í framhaldinu verksmiðjutogaranir. 

Skuttogarabyltingin var eitt af þeim atriðum, sem urðu Viðreisnarstjórninni að falli, ásamt því að hún var ekki heldur nógu vakandi fyrir breyttum aðstæðum í landhelgismálum. 

Sumt, sem varð afdrifaríkt, virtist ekki stórt á yfirborðinu, en eftirminnileg sjónvarpskappræða Lúðvíks Jósepssonar alþingismanns og sjávarútvegsráðherra 1956-58 og Eggerts G. Þorsteinssonar sjávarútvegsráðherra í Viðreisnarstjórninni eftir að sjónvarpið hafði byrjað starfsemi, birti í hnotskurn mikla yfirburði Lúðvíks, stjórnmálarefs sem gjörþekkti sjávarútveg á Íslandi, svo að Eggert fór miklar hrakfarir.

Kvótakerfið og stækkaðir togarar hafa haft mikil áhrif á byggðaþróun á landsbyggðinni, en fróðlegt verður að sjá, hvort nýja sjálfvirkniskerfið í Engey á eftir að valda frekari breytingum á útgerð og fiskvinnslu.

Sem hliðstæðu í iðnaði má nefna tilkomu róbóta í bílasmíði, en hún hefur gert mögulegt að smíða samkeppnisfæra gæðabíla í miklu fleiri löndum en áður var hægt og að því leyti jafnað aðstöðumun þjóða á þessu sviði.  

 


mbl.is Vekur athygli um allan heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. ágúst 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband