Persónuafslátturinn hefur ekki borið sitt barr síðan 1995.

Á því "uppsveifluári" 2007 fóru fram Alþingiskosningar og í umræðuþætti í Sjónvarpinu kom fram að mikið skorti á að persónuafsláttur skattgreiðenda hefði fengið að halda stöðu sinni síðustu tólf ár. 

Þáverandi forsætisráðherra upplýsti að ekki væri mögulegt að hækka persónuafsláttinn í það horf sem hann hafði verið 1995, um væri að ræða óviðráðanlegan kostnað upp á um 30-40 milljarða króna, en það samsvarar um 70-90 milljörðum króna á verðlagi ársins 2017. 

Ríkissjóðir gæti alls ekki ráðið við þetta. 

Forsætisráðherra var þá spurður, að úr því að ríkissjóður hefði haft efni á þessu 1995, þegar hagur þjóðarbúsins var mun lakari, hvers vegna það væri ekki hægt 2007 þegar gumað væri af mestu efnahagsuppsveiflu í sögu þjóðarinnar, fengust engin svör við því. 

Og enn fást engin svör við því hvers vegna mönnum sé enn "refsað í bótakerfinu" 22 árum eftir 1995. 

 


mbl.is „Mönnum er refsað í bótakerfinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofurtrúin á hinn veldishlaðna hagvöxt.

Helstu auðlindir jarðar eru takmörkaðar að magni. Það eyðist sem af er tekið. Ofurtrúin á hinn veldishlaðna hagvöxt eru sennilega hættulegustu trúarbrögð heims. 

Það er eitthvað mikið að í þjóðfélagi sem býr yfir nægum fjármunum en getur samt ekki þrifist án veldishlaðins hagvaxtar. 

Sé hagvöstur 5% aukast umsvifin svona á 10 árum: 100-105-110-116-122-128-134-141-148-156-164.

Með sama áframhaldi verður talan eftir 20 ár 269 og eftir 40 ár 724. 

Sem sagt, þótt hagvöxturinn sé "aðeins" 5% á ári verður hagkerfið orðið meira en sjöfalt stærra á 40 árum. 

Sé hagvöxturinn 7% líta tölurnar svona út:

Á tíu árum:   100-107-115-123-132-141-151-162-173-185-198.  Hagkerfið hefur tvöfaldast. 

Á 20 árum hefur hagkerfið fjórfaldast. 

Á 30 árum hefur kagkerfið áttfaldast. 

Á 40 árum hefur hagkerfið 16 faldast. 


mbl.is Drifkraftar gefa eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orsakir matareitrunar eru oft lúmskar.

Matareitrun getur verið lúmsk. Dæmi: Herranótt M.R. var gefið tækifæri til að forðast það að verða lögð niður 1958. Tap hafði verið á henni og þótti það ekki viðunandi. 

En með mikilli fórnfýsi og val á "kassastykkinu" Vængstýfðir englar tókst að græða á henni 1958 vegna góðrar aðsóknar og margra sýninga, meðal annars úti á landi. 

Leikhópnum var boðið í kvöldmat þegar sýnt var í Hveragerði. Ég hafði stundað það fráleita sport um nokkurra ára skeið að stunda kappát einstaka sinnum og var ákveðið að nú skyldi staðið við stór orð um þetta með því að efna til kappáts við borðið, sem snerist upp í einvígi mitt við Lúðvík B. Albertsson sem var heljarmenni og hafði sumarið áður meira að segja gegnt stöðu lögregluþjóns á Siglufirði. 

Leikar fóru svo eftir hrikalegt át okkar beggja að hann varð að játa sig gersigraðan. 

En leiknum lauk ekki þarna. 

Seinna um kvöldið urðu síðan matargestirnr að mér einum undanskildum fárveikir af matareitrun, varð að fara með suma undir læknishendur og ferð frestað til Reykjavíkur.

Frétt af þessu rataði meira segja í eitt af dagblöðunum, Tímann að mig minnir. 

Lúðvík varð einna veikastur og þótti það bæði afar ósanngjarnt og ótrúlegt að ég skyldi sleppa aleinn frá þessu snarpa eitrunaráhlaupi. 

En einmitt það atriði, að ég slapp einn, leysti gátuna um uppruna eitrunarinnar. 

Það kom í ljós að ég var sá eini við borðið sem ekki hafði borðað grænu baunirnar, sem voru á boðstólum, en Lúðvík hafði hámað þær í sig. 


Bloggfærslur 29. ágúst 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband