Er Al Jazeera of góð sjónvarpsstöð?

Ég hef áður lýst því hér á bloggsíðunni hve mér fannst vinnubrögð sjónvarpsstatöðvarinnaf Al Jazeera voru fagmannleg og góð þegar eldgosin stóðu í Eyjafjallajökli 2010 og í Grímsvötnum. 2011. 

Ég þurfti að eiga samvinnu við á annan tug sjónvarpsstöðva þessi tvö sumur og fannst frammistaða og vinnbrögð Al Jazeera vera í fremstu röð. 

Ísraelska sjónvarpið var með öflugt lið, sem ég kynntist líka vel í samvinnu við það, og það auðveldaði mat á vinnbrögðum og efnistökum Al Jazeera.  

Að sögn íslenskra áhugamanna um sjónvarpsstöðvar víða í heiminum var stöðin afar metnaðarfull frá upphafi og hikaði ekki við að lokka til sín besta sjónvarpsfólk, sems völ var á, meðal annars á bresku stöðvunum, og lagði ekki síður áherslu á það að vera hvorki eftirbátur neinna vestrænna sjónvarpsstöðva í vönduðum fréttaflutningi né almannum efnistökum. 

Erfitt er og raunar ómögulegt að vera dómbær á gjörðir sjónvarpsstöðvar sem stundar jafn viðamikla starfsemi og Al Jazeera.

Kannski hefur stöðinni orðið á í messunni eða farið einhvers staðar út fyrir hina vandrötuðu línu meðalhófsins og óhlutdrægninnar.

En hitt hefur legið fyrir frá upphafi, að margir keppinautar hennar myndu gráta þurrum tárum þótt lagðir yrðu steinar í götu hennar. 

Og ekki er víst að burtför þessarar metnaðarfullu stöðvar yrði almennt til góðs í fréttaflutningi og upplýsingum af vettvangi þeirrar púðurtunnu sem Miðausturlönd eru. 

Er vandséð að aðrar arabískar stöðvar yrðu trúverðugri eða gagnlegri. 


mbl.is Vilja leggja niður Al Jazeera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt að þriðjungur fuglanna á kafi hverju sinni?

Hugmynd Árna Johnsens fyrir um tveimur áratugum um að gefa ferðamönnum kost á siglingum meðfram Látrabjargi á hjólabáti hlaut snautlegan og óverðskuldaðan endi. 

Þegar setið var við borðstokkinn og fylgst með fuglalífinu kom það mest á óvart hve óhemju mikill fjöldi svartfugla var syndandi í kafi undir bjarginu allt í kringum bátinn og undir honum. 

Að upplifa lífið á þennan hátt hjá tugþúsundum fugla í bjarginu, á flugi við það og syndandi í sjónum við það var ógleymanlegt og einstakt. 

Nú, þegar ferðamannafjöldinn er margfalt meiri en hann var þegar þessi tilraun til afþreyingar var gerð, mætti alveg reyna þetta að nýju og eyða meira fé og fyrirhöfn í að sem flestir fengju að njóta hinnar óvæntu og einstöku ánægju, sem svona siglingar geta gefið. 


mbl.is Flöskuskeyti fylgja eftir ferðum svartfugla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjötíu ára illskiljanleg hefð.

Skrílslæti, rusl, ölvun, slagsmál og hvers kyns vandaræði um verslunarmannahelgina eiga sér að minnsta kosti 70 ára hefð hér á landi ef marka má fréttaflutning fjölmiðla. 

Frægt að endemum varð það þegar áfengisdauðir mótsgestir á Landsmóti Ungmennafélaganna sem haldið var í Hveragerði 1949, voru settir í strigapoka og geymdir þannig þar til rann af þeim morguninn eftir. 

Einhvern tíma um svipað leyti á öldinni varð mótshald við Hreðavatn hneykslunarefni með afvelta unginga og íkveikjur í skógarkjarri. 

Eftir hrikalega lýsingu Helga Hjörvars útvarpsmanns á skrílssamkomu á Brautarholti á Skeiðum í kringum 1953 voru auglýsingar um dansleiki hljómsveita bannaðar í útvarpi. 

En með nákvæmlega engum árangri. Menn áttu erfitt með að fara í kringum þetta einstæða bann. 

Í Þjórsárdal var haldin alræmd drykkju- og skrílslátasamkoma nokkur sumur og Húsafellshátíðir voru stundum svakalegar. 

Núna eru það Flúðir þar sem streyma árlega flúðir áfengis og fíkniefna og sóðaskapurinn er yfirgengilegur. 

Ekki dugar minna en "allt tiltækt lögreglulið" til að afstýra stórvandræðum. 

Hvað er það í þjóðareðlinu sem viðheldur svona ástandi?  

Þessi spurning kom upp hér um árið þegar farnar voru íslenskar hópferðir á milljónasamkomur austan hafs  og vestan þar sem ekki sást svo mikið sem sígarettustubbur eða karalmellubréf þótt háíðirnar stæðu dögum saman. 


mbl.is Allt tiltækt lið lögreglu á Flúðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. ágúst 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband