Arfur nýlenduveldanna.

Arfur nýlenduveldanna, sem lögðu undir sig Afríku og mestan hluta Asíu á sínum tíma, hefur reynst þessum heimshluta og mannkyninu dýrkeyptur. 

Nýlenduveldin drógu landamæri og skiptu löndum á milli sín að geðþótta með þeim afleiðingum að enn sér ekki fyrir endann á þeim vandræðum, sem þetta hefur skapað. 

Málefni Kúrda er bara eitt af hinu mörgu misklíðarefnum, sem ógna friði og skapa óróa og átök. 

Fyrir utan þennan arf nýlenduveldanna skildu þau eftir sig slóð ofbeldisverka og drápa á milljónum manna, sem hafa skapað jarðveg fyrir öfgahópa og hryðjuverkasamtök. 


mbl.is Yfir 90% Kúrda vilja sjálfstæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnarskrá Dana frá 1849 er ágætis dæmi um tregðuna.

Í stríðslok 1945 voru Danir og Íslendingar með nokkurn vegin sömu stjórnarskrána, þar sem fyrstu 30 greinarnar fjölluðu um þjóðhöfðingja landanna, löng upptalning á því hvað þeir gerðu eða gerðu ekki, en jafnframt að þeir væru ábyrgðarlausir af stjórnarathöfnum. 

Eini munurinn var sá að í íslensku stjórnarskránni hafði forseti verið settur inn í stað konungs og að í 26. grein var ákvæði um málskotsrétt hans til þjóðarinnar. 

Báðar þjóðirnar stefndu opinberlega að því að endurskoða tæplega aldar gamla stjórnarskrá og gerðu Danir það áratug síðar. 

Alþingi valdi stjórnarskrárnefnd til þess að fást við málið, og brýndi Sveinn Björnsson, þáverandi forseti, þingið til dáða í þessum efnum. 

1953 var starf stjórnarskrárnefndar langt komið en sigldi í strand. Síðan þá hefur öllum slíkum nefndum mistekist ætlunarverkið frá 1944. 

Enda þótt stjórnlagaráð byggt á úrslitum stjórnlagaþingkosninga skilaði af sér stjórnarskrá 2011 og að hún hlaut yfirgnæfandi kosningu í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012 hefur í raun ekkert breyst síðustu fimm ár. 

Allur þessi ferill er lýsandi dæmi um tregðuna í mörgum meginmálum, sem ríkir hjá Alþingi. 

1851 var haldið íslenskt stjórnlagaþing (Þjóðfundurinn) þar sem þjóðkjörnir íslenskir fulltrúar skyldu setja þjóðinni íslenska stjórnarskrá. 

Komið var í veg fyrir það og enda þótt Jón Sigurðsson hefði átt í vændum að verða 160 ára gamall hefði honum ekki tekist að klára ætlunarverk sitt. 

 


mbl.is Föst skot á milli forystumanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maðurinn sem gagnrýndi innrásina í Írak stillir upp í nýjan Tonkinflóa.

Donald Trump sló pólitískar keilur með því að gagnrýna harðlega herskáa stefnu forvera sinna, sem fólust i´innrásinni í Írak 2003 og þátttöku Bandaríkjanna í uppreisn gegn valdhöfum í Líbíu og Sýrlandi. 

Á skammri forsetatíð sinni hefur Trump tekið upp herskáustu stefnu og orðbragð nokkurs forseta á síðari tímum. 

Harry S. Truman rak Douglas MacArthur yfirhershöfðingja þegar hann ýjaði að því að beita kjarnorkuvopnum í Kóreustríðinu. 

Með hegðun sinni stillir Trump upp í að beita "Tonkinflóabragðinu" sem beitt var í Víetnamstríðinu. 

Þá taldi Johnson forseti að árás Norður-Víetnama á bandaríska flotann á Tonkinflóa gæfi tilefni til allsherjar stríðs gegn Norður-Víetnam, þó án beitingar kjarnorkuvopna. 

Síðari tíma rannsóknir benda til þess að Tonkinflóa atvikið hafi að miklu leyti verið sviðsett af Bandaríkjamönnum sjálfum eða í það minnsta stórlega blásið upp af þeim. 

En það passaði algerlega inn í þá málsvörn skotglaðra Kana að þeir séu ævinlega í sjálfsvörn. 

 


mbl.is Kjöraðstæður fyrir hættulegan misskilning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný iðuköst í Framsóknarflokknum.

Komandi klofningur í Framsóknarflokknum hefur tvenns konar áhrif.  Ef líkja má flokknum hingað vil við hús, sem var heimili Framsóknarmanna, hreinsar klofningurinn loftið innan dyra, þar sem farið hafa fram hjaðningavíg í slæmu andrúmsloftiþ 

Nú verður loftað út og mestu slagsmálin hætta, en á móti kemur, að þeir sem ætla að flytja í annað hús, mun gera átökin að götuslagsmálum.

Og síðan eru enn aðrir sem hreinlega líst ekkert á blikuna og óvissuna sem þetta nýja ástand muni skapa og forða sér alfarið af vettvangi, að minnsta kosti í bili. 


mbl.is Guðfinna dregur framboðið til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. september 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband