Stjórnarflokkarnir ráða, - ekki ráðherrar utan flokka.

Ríkisstjórn Íslands er mynduð samkvæmt stjórnarsáttmála, sem gerður var milli tveggja flokka, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. 

Jóhanna Sigurðardóttir er forsætisráðherra. Gylfi Magnússon varð ráðherra, eftir því sem best var vitað, sem ráðherra utan flokka.

Ekki veit ég til þess að það hafi breyst. Þess vegna verður það hvorki hann né hinn ráðherrann, sem er utan flokka, Ragna Árnadóttir sem ákveða hvort ríkisstjórnin eigi að segja af sér ef Iceasave-lögin verða felld í þjóðaratkvæðagreiðslu.  

Þau geta ákveðið fyrir sjálf sig hvort þau tengja stjórnarsetu sína við þetta mál, en það hefur ekkert gildi fyrir stjórnarsamstarfið.

Það geta raunar fleiri ráðherrar gert án þess að það valdi stjórnarslitum því einn ráðherra, sem er flokksbundinn í VG, þegar sagt af sér vegna Icesave-málsins án þess að það hefði áhrif á stjórnarsamstarfið, felldi stjórnina eða meirihlutafylgi fyrir málinu á þingi. 

Gylfi getur, eins og allir aðrir, haft sína skoðun á því hvort rétt sé að ríkisstjórnin leggi sjálfa sig að veði í þjóðaratkvæðagreiðslunni.

En einungis stjórnarflokkarnir sjálfur geta lagt þær línur sem lagðar verða, ekki ráðherrar utan flokka.  


mbl.is Gylfi: Stjórnin frá ef Icesave fellur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband