Að landið sé skjálfandi...

Er að leggja upp frá borginni á leið austur á Landmannaafrétt og ætla að raula þetta á leiðinni með orð Steingríms J. Sigfússonar til hliðsjónar um beiska bikarinn versus að deyja úr þorsta. 

(Lag: Að lífið sé skjálfandi) 

 

Að landið sé skjálfandi lítið gras  /

má lesa í kvæði´er varð til við glas  /

en allir vita hver örlög fær  / 

sú örþjóð er hvergi í vætu nær.  

 

:,: Mikið lifandi skelfingar ósköp er gaman 

     að vera svolítið skuldsettur  :,: 

 

Nú birtist sú skoðun og býsna fín  / 

að beiskur sé sopinn og ekkert grín.  /

Við eigum að lifa hér ósköp trist  / 

og öðlast hjá AGS sæluvist   / 

 

:, : Mikið lifandi skelfingar ósköp er gaman 

     að vera svolítið skuldsettur  :,: 

 

Og sumir þeir telja það tryggara  / 

að taka út forskot á sæluna  /

því fyrir því gefst engin garantí   /

að gefist hér annað hrunsfyllerí.  /

 

:,: Mkið lifandi skelfingar ósköp er gaman

    að vera svolítið skuldsettur :,:  


mbl.is Betra en að deyja úr þorsta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Já tilboð jarðfræðingsins hljóðar upp á að drekkja lífsblóminu í eitt skipti fyrir öll.

Við verðum að taka á okkur 7-1200 milljarða skuldbindingu svo við getum fengið 500 milljarða að láni. Sitjum ekki uppi nema með 2000 milljarða bagga, sem dugar jú til að leggja hringveginn í jarðgöngum-tvisvar! Það er í fínu lagi. Við erum hvort sem er ekkert að plana það að leggja hringveginn í jarðgöng hvort sem er.

Þetta er lógíkin. Er það að furða þótt menn gnísti tönnum?

Jón Steinar Ragnarsson, 16.1.2010 kl. 09:24

2 identicon

Góður

Leyfi mér að prenta þetta út fyrir fjöldskyldu-þorrablótið næstu helgi, vona að ég sé ekki að brjóta einhverjar reglur með því

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 21:45

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þér veiti ég leyfi, Anna mín góð.

Vísa númer tvö, sem ég gleymdi nývaknaður vegna skjótrar brottfarar er svona.

Það sæmir mér ekki sem Íslending /

að efast um ráðherrans staðhæfing. /

Ég skrælna úr blankheitum víst ei vil /

og vaxtanna bikar mun gera skil.

Mkið lifandi....o. s. frv....

Ómar Ragnarsson, 17.1.2010 kl. 04:10

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Flottur Ómar

Sigurður Haraldsson, 20.1.2010 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband