Ekki í Eþíópíu.

Fréttin af manninum sem lifði á Coca-Cola í rústum húss í Port-au-Prince minnir á það Coca-Cola virðist vera alls staðar, samanber það, að á ferð minni með Helga Hróbjartssyni trúboða um þurrkahéruð Eþíópíu þar sem fólk og fénaður hrundi niður úr þorsta í miklum þurrkum var hvergi að finna svo aumt og afskekkt strákofaþorp að ekki væri þar á boðstólum Kók.

Ég gerði mig sekan um svipaða firringu og fávísi og María Antoinett Frakkadrottning þegar hún frétti af því að fólk sylti í hel á landsbyggðinni vegna skorts á brauði og spurði: "Af hverju borðar fólkið þá ekki bara tertur?"

Ég spurði í einu strákofaþorpanna í Eþíópíu: "Af hverju drekkur fólkið ekki bara Kók? "Og svarið var einfalt: Það á ekki peninga fyrir kók. Ef það fengi einhver laun tæki það viku að vinna fyrir einni kók og þá yrði ekkert eftir fyrir annað.

Á þessum slóðum í Eþíópíu gat fólkið ekki bjargað sér eins og Haiti-búinn í fréttinni, sem þetta blogg er tengt við. Það er umhugsunarefni að kjör milljarða fólks í heiminum séu svona.


mbl.is Lifði á Coca-Cola
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er fínt innlegg þjá þér til umhugsunar fyrir fólk hvernig coke hagar sér í sinni markaðsettningu. Þegar dætur mínar voru korn ungar sagði ég við sjálfan mig. Nei, hér er það ég sem ræð, hvað fer ofan í börnin mín. Ég vissi af því markmiði coke að troða þessum óþver oní þær. Til að þetta gengi eftir varð ég að sjálfsögðu að hætta að drekka coke líka. Nú meira en einum áratug síðar drekkur enginn coke á heimilinu. Það tók einmitt steininn úr þegar við sáum mynd frá Indlandi þar sem fram kom hvernig Coke hagaði sér. Þeir komu með stóru dælurnar sína og dældu vatni upp þannig að brunnarnir hjá nærliggjandi bændum þornuðu upp. Auðvita á almenningur ekki að horfa upp á svona aðgerðalaust. Tökum höndum saman og hættum að drekka þennan óþvera.

Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 24.1.2010 kl. 13:55

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég játa að ég hef verið forfallinn coffein-hvítsykurfíkill allt frá því að kanarnir komu með þetta inn í landið á stríðsárunum.

Neyslan byggist á því að blanda tveimur fíkniefnum í sömu neysluvöruna og er hvítasykurinn verra efnið.

Þegar lesið er á miðana á gosdrykkjaflöskunum kemur hins vegar í ljós að í öðrum slíkum drykkjum eins og appelsíni er síst minna af kolvetni.

Það þýðir að koffínið er punkturinn yfir i-ið.

Nú er ég nýbyrjaður á enn einni grenningarviðleitninni og hvítasykurs-kókið á ekki að fara yfir 250 ml á dag.

Ómar Ragnarsson, 24.1.2010 kl. 14:25

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Coca-Cola er með stóra samsetningarverksmiðju í Addis-Ababa og er einn af fáum erlendum fjárfestum í landinu.

Á þennan hátt hefur það komið sér svona vel fyrir í þessu örfátæka landi.

Ómar Ragnarsson, 24.1.2010 kl. 14:26

4 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Sæll aftur Ómar; það vill svo skemmtilega til að konan mín er frá Eþíópíu. Þegar ég var í Eþíópíu síðasta sumar þá búa þau til sitt eigið "kók" sem kostar næstum ekki neitt, það er kannski frekar þess vegna sem þau kaupa ekki kók.

Stærstu vandamálin sem ég skynjaði er skortur á stöðugu flæði vants og rafmagns. Í Eþíópíu er líka svipuð spilling og hér á Íslandi, nema í Eþíópíu er ekkrt verið að fela hana.

Axel Pétur Axelsson, 24.1.2010 kl. 14:44

5 identicon

Fólkið hefur miklu meiri þörf fyrir kók en guð.. fyrir utan það að ef guð væri raunverulegur þá ætti að vera nóg af kóka kóla, svona miðað við fjölda af angistar bænum barna og fullorðna í að fá að drekka eitthvað.. eða borða.

Eins og vanalega gerist ekkert nema við fólkið tökum okkur saman og gerum eitthvað í málinu.. því miður er það alltaf þannig að guðinn fær þakkirnar þó það sé ljóst að hann kom hvergi nærri..

DoctorE (IP-tala skráð) 24.1.2010 kl. 14:50

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Komum við sjálf eitthvað nærri því að við urðum til?

Ómar Ragnarsson, 24.1.2010 kl. 15:51

7 identicon

Ekki viljandi :)
Eitt er algerlega ljóst og það er að engir galdrar komu við sögu, ekki neinn galdrakarl.

Ertu fróðleiksfús Ómar
http://doctore0.wordpress.com/2010/01/16/the-secret-life-of-chaos/

DoctorE (IP-tala skráð) 24.1.2010 kl. 16:09

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hafna því sem hann segir um að alheimurinn hafi orðið til úr nánast engu. Ég held að óendanleikinn sé lykillinn að öllu og þar með eilífðin.

Þetta eru hugtök sem við eigum erfitt með að höndla. Tíminn byrjaði aldrei og hann endar aldrei þótt hægt sé að skipta honum niður í óendanlega mörg tímabil.

Alheimurinn byrjaði aldrei og hann á sér engin endimörk. Þess vegna eru möguleikarnir á tvíburajörðum jarðarinnar óendanlega margir.

Ómar Ragnarsson, 24.1.2010 kl. 16:44

9 identicon

Sorry Ómar en þeir einu sem segja að alheimurinn hafi orðið til úr engu eru trúaðir, þeir segja að guðinn þeirra hafi búið alheiminn til úr engu.. með GÖLDRUM; Að þessi rosalega stóri alheimur hafi verið gerður sérstaklega undir rassgatið á okkur.

Faktíst er "ekkert" ekki til...

Samkvæmt "Big Bang" kenningu þá átti alheimurinn einmitt byrjun, ágætlega rökstutt, þar er talað um "singularity", alls ekki að hann hafi orðið til úr engu.

Í gegnum aldirnar hefur mannkynið séð allt sem trúarbrögðin segja hrynja eins og spilaborg, það stendur ekkert eftir... það eina sem lætur trúaða hanga í vitleysunni er loforðið falska um eilíft líf.
Myndi trúað fólk hafna því að taka við "eilífu" lífi ef vísindin myndu bjóða upp á það.. hvers vegna eru trúaðir að leita sér lækninga.. þeir eru jú að fara heim til pabba, ekki satt..

DoctorE (IP-tala skráð) 24.1.2010 kl. 17:17

10 identicon

Ég vona svo sannarlega, þín vegna Ómar, að þú hafir komið eitthvað nærri því að þín börn urðu til. En nú er ég að snúa útúr.

En hafðu eftirfarandi í huga, eins skynsamur maður og þú ert:

The priests of the different religious sects....dread the advance of science as whitches do the approach of daylight, and scowl on the fatal harbinger announcing the subdivision of the duperies on which they live.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.1.2010 kl. 17:23

11 identicon

Biðst afsökunar.

En ég gleymdi að skrifa nafnið Thomas Jefferson undir tilvittnun.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.1.2010 kl. 17:33

12 identicon

Ég tók eftir því þegar ég var í Malaví að það eina sem virtist virka í landinu var dreifikerfi kóka kóla og Carlsberg. Mér var sagt að við fermingu barna væri fjölskyldan oft búin at slá saman í púkk og fjárfesta í kókflösku handa fermingarbarninu. Það væri væntanlega fyrsti kóksopi barnsins og oft sá síðasti..

Páll S. Leifsson (IP-tala skráð) 24.1.2010 kl. 20:31

13 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Flötur kúlunnar endar ekki og byrjar ekki þar sem mörkuð eru upphaf ákveðinnar afmarkaðar línu á henni og línan síðan strikuð að ákveðnum endimörkum hennar.

Hverja slíka strikaða línu  er hægt að afmarka þannig að sé hún framlengd komi hún á endanum komi hún að lokum aftur á sama stað og hún byrjaði og fari aftur í sinn fyrri feril. 

Við erum hluti af allífinu sem er eilíft og óendanlegt. Það kunna að líða trilljón zilljón ár þangað til línan verði strikuð aftur á sama stað og síðan aftur og aftur óendanlega oft. 

Einn dagur er sem þúsund ár og öfugt. Þessi hringrás er eilíf og við erum í henni, jafn eilíf og eilífðin sjálf. 

Ómar Ragnarsson, 24.1.2010 kl. 23:52

14 identicon

Uhh wut :)

Lífið er ekki eilíft... ekkert er eilíft, hér í dag, farin á morgun.

Til hvers að vera að flækja málin með einhverju rósamáli, allir verða að sætta sig við að deyja, það eru endalok okkar; Þú getur "lifað" áfram af verkum þínum, börnum þínum... en þú munt ekki púpast út og fljúga eitthvað út í einhverja eilífð.

Ég veit að ég mun deyja.. óumflýjanleg staðreynd sem ég get ekki annað en verið sáttur við, tilganglslaust að vera að ljúga einhverju í sjálfan sig.. og BORGA mönnum fyrir að ljúga að sér.

DoctorE (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband