Svefnlyfjavandinn.

Það sem mér finnst merkilegast við nýjustu fréttina af málum Tiger Woods er lyfjanotkkun hans. 

Þar er sagt frá því sem ósköp eðlilegum hlut að hann noti svefnlyf að jafnaði til að geta sofið. "How typisk American!"

Svefnlyfið er samkvæmt þessari frásögn, sem kannski á ekki að taka of mikið mark á, svo sterkt, að hann sofnar meiddru eftir harðan árekstur !  

Fólk á besta aldri á ekki að þurfa að nota svefnlyf nema um veikindi sé að ræða. Ef fullfrískt fólk telur sig þurfa að nota svefnlyf að staðaldri er eitthvað bogið við hugarástand þess.

Nú er það augljóst að fólk, sem er undir miklu andlegu álagi eins og títt er um afreksfólk þarf að búa yfir hæfileikum til að geta róað sig niður án lyfja og þetta getur gengið misjafnlega. 

En þá er bara að takast á við það og hafa í huga, að í mörgum tilfellum er eina ráðið við því að geta ekki sofið, að vaka!  -  Það er, að fara þá bara fram úr og vinna að einhverju viðfangsefni þangað til eðlileg þreyta og syfja gerir það eðlilegt að sofna á ný.

Einstaka vökunætur held ég að skaði ekki nokkurn mann. Þegar nóttin er orðin albjört á Íslandi og heiðskírt bliðviðri hefur mér fundist mjög heillandi að vaka eina vornótt og njóta þessa dýrðarfyrirbrigðis sem land okkar býður upp á.

Næstu nótt á eftir verður svefninn vel þeginn, djúpur og endurnærandi.

Ég held að vandi svefnlyfjanna sé meiri en marga grunar því að notkun þeirra verður að ávana, sem erfitt er að losna við. Það verður að einskonar fíkniefni. 

Með því að nota svefnlyf ákveður viðkomandi að vera ófær til athafna þriðjung úr sólarhring.  

Þessi vandi sýnir að andlegri heilsurækt er ábótavant í nútíma þjóðfélagi. 


mbl.is Hvernig Elin komst að ótryggð Tigers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Baldursson

Við Ingvar Ásmundsson fyrrum skólameistari Iðnskólans í Reykjavík stofnuðum einmitt áfanga í skólanum sem átti að taka á sams konar vanda, kölluðum áfangann "Hugfimi", en það voru í raun samræðutímar um heimspekileg málefni, þar sem markmiðið var að virkja nemendur til að hugsa gagnrýnið, skapandi og af varfærni.

Hrannar Baldursson, 26.1.2010 kl. 13:03

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Svefnvandi getur verið mjög svæsinn hjá sumu fólki og þarf ekki frægð til. Það er ýmislegt bogið við hugarástand fjölda fólks (ég meina þó ekki í siðferðislegum skilningj). Það er einmitt vandinn.

Sigurður Þór Guðjónsson, 26.1.2010 kl. 13:15

3 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Er ekki frekar augljóst hversvegna hann átti erfitt með svefn? Fyrir utan frægðina og athyglina er framhjáhald ekki beinlínis afslappandi undir vökulum augum bandarískra fjölmiðla.

Rúnar Þór Þórarinsson, 26.1.2010 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband