Fylgi eykst við "Fair deal".

Í heimi ofgnóttar fjölmiðlunar getur verið erfitt að koma sjónarmiðum á framfæri. Það er mótsögn fólgin í því að auðveldari og greiðari fjölmiðlun leiði til þessa. 

Stundum þarf eitthvað stórt að koma til til þess að sjónarmið hljóti kynningu og málskot forseta Íslands var einmitt af þeim toga. 

Í framhaldi af því voru tekin við hann áberandi viðtöl í erlendum fjölmiðlum þar sem hann kom tvennu til skila, sem svo mikil fáfræði hefur verið um erlendis. 

1.

Íslendingar ætla að taka sinn þátt í því ásamt Bretum og Hollendingum að bæta innlánseigendum í             Icesave tjón þeirra og taka þannig ábyrgð á þeirri vanrækslu stjórnvalda og stofnana í þessum löndum       sem sýnd var í aðdraganda hrunsins. Allt frá afdrifaríku Kastljósviðtali í október 2008 sem sjónvarpað var víða um lönd án útskýringa var búið að stimpla Íslendinga sem skúrka sem ekki væri treystandi í viðskiptum, skúrka sem stæðu ekki við neitt. Í ofanálag höfðu breskir ráðamenn farið fram af offorsi gegn okkur í skjóli valds síns.  

2.

Íslendingar höfða til sanngirnissjónarmiða varðandi það að við samninga um byrðar á skattborgara þessara landa verði tekið tillit til stærðarmunar þessara þjóða þannig að drápsklyfjar verði ekki lagðar á skattborgara einnar þeirra en hinar sleppi að mestu.

 

Það hefur gengið afar erfiðlega að ná eyrum umheimsins um þessi atriði, enda Íslendingar örþjóð sem tróðst undir þegar flúið var út úr hinum brennandi skýjakljúfi hins alþjóðlega fjármálakerfis haustið 2008.

Það þurfti eitthvað stórt til að ná eyrum fólks erlendis og áberandi er enn hve mikið skortir á vitneskju erlendis um eðli málsins.

Nýjustu fréttir frá Noregi bendir til þess að þokist í rétta átt í þessu efni. Krafan um sanngirni miðað við eðli málsins er réttlætiskrafa.

Ég hef reynt að halda kjörorðinu "Fair deal" á lofti í skrifum mínum um þetta mál því að sú krafa er þess eðlis að hún vekur fólk til umhugsunar um það hvað sé sanngjarnt og réttmætt.  


mbl.is Norðmenn breyta um Icesave-stefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hafðu þökk fyrir þetta innlegg. Vonandi að ríkisstjórnin stingi hausnum úr leðju þvermóðskunnar við þessa stefnubreytingu Norðmanna. Sendi þér í þakklætisskyni vísu sem skólafélagi minn í Flensborg orti fyrir einum 18 árum síðan.

Ómar óma allt um kring.

Ómar Ómars óma.

Ómar hann er þarfaþing.

Ómar er til sóma.

Halldór Halldórsson (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 23:58

2 identicon

Fyrir 28 árum síðan átti þetta að vera.

Halldór Halldórsson (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 00:02

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Mig langar til að bæta því við að árs þjóðarskýrslur IMF er ekki á svo erfðri Ensku, og sanna að upphaf Icesave reikningana má rekja til 1998, upphafi græðiginnar og svo sprakk allt 2004 í loft upp.  Miðað við þessi 6 ár þá er ótrúlegt að Íslenska bankageiranum skyld hafa verið leift að athafna sig inn á annarra ríkja umráðasvæðum.

Í þessu samfelda samhengi er það Íslenskur almenningur með venjulegu launin sem hefur hlotið mesta fjárhagsskaðann.  Innlánseigendur eru hluti af launþegum Íslands. 

Júlíus Björnsson, 4.2.2010 kl. 00:16

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hef alltaf litið upp til þín Ómar þú ert maður að mínu skapi. Verjum ísland það er búið að stela of miklu til að geta setið hjá við verðum að ná þjófunum og peningunum sem þeir tóku lausn icesave deilunnar er skref í þá átt að fá sanngirni mála eins og þeim er háttað!

Sigurður Haraldsson, 4.2.2010 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband