Galli 38 tommu reglunnar.

dscf5756_978410.jpgEnn einu sinni gildir um veðrið að fylgjast ævinlega vel með veðurhorfum og haga sér í samræmi við það.

Í fréttum Sjónvarpsins í gær var greint frá því að aðeins jeppum á 38 tommu dekkjum eða stærri væri hleypt upp á Fimmvorðuháls. 

Þetta er ágæt regla, svo langt sem hún nær þegar um algengustu stærð jeppa er að ræða.dscf5755_978411.jpg

Hún er þó strangari en var í langri  hálendsferð 4x4 klúbbins árið 2000, en þá var bílum á 36 tommu dekkjum líka hleypt með.  

 

En hún er ósanngjörn þegar um er að ræða jeppa, sem eru léttari en ca 1800 kíló. 

Ástæðan er sú að tvennt ræður því einkum, hve jeppar fljóta vel á snjónum. 

Annars vegar stærð dekkjanna og hins vegar þyngd bílanna. 

Ég hef formað formúlu fyrir stærð hjólspors jeppa í snjó og flotgetu þeirra, sem hefur margsannast í jöklaferðum á misstórum bílum, nú síðast í tveimur ferðum mínum um Mýrdalsjökul. p1011360_978412.jpg

Í fyrri ferðinni var ég á Suzuki Vitara (Geo Tracker) ´91 með blæjum. Á 35 tommu dekkjum vegur þessi bíll 1220 kíló. Það gefur honum 100% flotgetu samkvæmt töflu hér fyrir neðan. 

Ég var í samfloti með Landcruiserjeppum á 44 tommu dekkjum, sem sem eru ca 2800-3000 kíló. 

Á efstu myndinni er Súkkan á vestanverðri Goðabungu og blasa eldstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi og Tindfjöll við.  dscf5298_978414.jpg

Útkoman var sú að Súkkan fór allt sem stóru jepparnir fóru á meðan hún var í sínum eigiun hjólförum, sem eru helmingi grynnri en förin eftir stóru jeppana. 

Seinni ferðina fór ég á 37 ára gömlum Range Rover á 38 tommu dekkjum, vegna þess að þá vorum við fimm saman í bílnum.

Þessi bíll er 2100 kíló og geta hans í snjónum (91% flot)  var síst meiri en Súkkunnar.

Á meðfylgjandi mynd sést fjórhjól til vinstri, en ferðir þeirra um jökulinn byggjast á sömu lögmálum og ferðir jeppanna varðandi flotgetu dekkja á léttum farartækjum. dscf5468_978421.jpg

Flestir jepparnir í þessum ferðum voru á 38 tommu dekkjum og ca 2500-2700 kíló að þyngd. 

Samkvæmt formúlu minni (sjá töflu) var geta þeirra lakari en Súkkunnar.

Ég hef slegist í för með Jöklarannsóknarfélaginu tvívegis í rannsóknarferðir á Vatnajökul á minnsta jöklajeppa landsins, sem er Suzuki Fox ´86. 

Hann vegur aðeins 950 kíló og það gefur honum svo gott flot (95%) að sums staðar átti hann best með að komast um jökulinn og gaf jeppum á 38 tommu dekkjum síst eftir.dscf0006.jpg

Á meðfylgjandi mynd er hann á norðanverðum Vatnajökli með Kverkfjöll, Öskju og Herðubreið í baksýn. 

Á næstu mynd fyrir neðan er hann á Bárðarbungu með útsýn yfir Vonarskarð, Tungnafellsjökul, Sprengisand og Hofsjökul.  

Landcruiserjeppinn vinstra megin er fastur, en Súkkan stendur vel í sínum grunnu förum. (Útkoman varð þó jafntefli í leiðangrinum, Súkkan var dregin þrisvar en dró aðra jeppa þrisvar) 

Ýmis atriði, svo sem læsingar á drifum, hafa talsvert að segja, svo og þungdreifiing og þyngdarpunktur jeppanna.

Ég hef notað gamlan Toyota Hilux sem er minnsti Toyota jöklajeppi landsins til að draga bátinn Örkina austur á Kárahnjúkasvæðinu.

Hann er aðeins 1620 kíló, læstur, með lækkuð drif og á 35 tommu dekkjum sem gefa honum um 75% flotgetu, sem er svipað og á nýjum jeppum á 38 tommu dekkjum. 

Þessi bíll hefur spjarað sig vel í jöklaferðum. 

Þyngdarpunktur og þungadreifing hans er afar heppileg (mjög léttur að aftan, sem kemur sér vel á leið upp brekkur) 

44 tommu dekk eru ekki radial dekk og því ekki hægt að hleypa eins miklu úr þeim með góðu móti eins og minni dekkjum.

Í krapi eru jeppar á stærstu dekkjunum duglegastir og langir jeppar á stórum dekkjum duglegastir að komast upp á skarir í ám. 

En flotformúlan segir mest. Nothæf á bíla jafnt sem fjórhjól og jafnvel flugvélar. 

Hún er svona: Ummáll dekks x breidd x hæð frá jörðu upp í felgu x 0,28. 

 Síðasta talan er notuð til að fá útkomu í kílóum, sem gefur til kynna, að jeppi af þeirri þyngd hafi 100% flot, þ. e. flot, sem gerir hann færan í allar venjulegar jöklaferðir. 

Hlutfallsleg geta, miðað við þyngd viðkomandi bíls, fæst með því að deila með þyngd bílsins í flotgetuþyngd dekksins:  Dæmi: 2100 kílóa bíll á 38 tommu dekkjum: 1900 deilt með 2100 = ca 90%.

Flot dekkjanna er sem hér segir: 

44 tommu = 3300 kíló. Flestir jeppar með svona dekk eru hátt í 3 tonn. 2800 kg bíll: Yfir 100% flot

38     "        1900  "    Elsti Hilux /Cherrokkee:100% flot.

                                  Nýir jeppar (2,4-2,6 tonn) 70-80% 

                                 37 ára gamall Range Rover (2100 kíló): 92% flotgeta. 

36   "          1550  "     Elstu Hilux/Cherokkee (ca 1800 kíló)     90% flot.    

35   "          1220  "    1620 kílóa Hilux: 75% flot.Vitara (1220 kíló)  100%.    

33   "          1040    "    Fox-Súkkur, ca 1100 kíló: yfir 90% flot.  

32   "            890   "     Minnsti jöklajeppinn (950 kíló)  yfir 90% flot.

31   "            730  " 

30   "            600  "  

Samkvæmt þessu ættu jeppar á 33-35 tommu dekkjum í SÍS, Sambandi íslenskra Súkkueigenda, að fá að fara inn á jökulinn, enda fóru nokkrir slíkir í ferð síðastliðinn skírdag og stóðu sig vel. 

Sömuleiðis léttir Hilux og Cherokke jeppar á 36 tommu dekkjum.

Einnig gamli Hiluxinn minn (minnsti Toyota jöklajeppi landsins) með sitt 75% flot, læsingar, lækkað drif og frábær þyngdarhlutföll (léttur að aftan) , sem er með álíka mikla flotgetu og er hjá nýjum jeppum á 38 tommu dekkjum. 

Ef þeir, sem hleypa jeppum í ferðir hafa hjá sér flot-töfluna ofangreindu, líta á skoðunarvottorðið og bæta ca 150-250 kílóum við eftir aðstæðum og meta getu bílsins miðað við hleðslu hans, ættu þeir að geta hleypt jeppum inn á á sanngjarnan hátt. 

 dscf5468_978420.jpg


mbl.is Óveður á gossvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll vertu félagi Ragnar. Þetta hefur margoft verið kvabbað um á fundum hjá ýmsu ferðafélögum landsins. Þetta sannast bara ekki fyrir manni fyrr en maður fer í raun að spá í þessu.

Við fórum að gosstöðvunum á 10 súkkum og 1 wrangler, ýmist 33-35" breyttir bílar. 900-1300 kg. að þyngd og gekk öllum með prýði.

Þá tókum við framúr hjakkandi föstum ford pickup bílum á 38 og 44" dekkjum þar sem súkkurnar mörkuðu ekki snjóinn.

Við höfðum bara gaman að þessu en okkur væri ekki bros á vör hefði okkur verið snúið við niðri við Sólheimahjáleigu af björgunarsveit, tjáð að við værum á of illa útbúnum bílum miðað við aðstæður.

Með bestu kveðju, Sævar Örn umsjónarmaður Sambands Íslenskra Suzukijeppaeigenda, http://sukka.is

Sævar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 5.4.2010 kl. 12:58

2 Smámynd: Karl Ingólfsson

Ítrekaðar rangfærslur yfirvalda um færð og aðkomu að gosstöðvunum eru þess eðlis að ekki er hægt að taka orð þessara manna á "nafnverði" -gengi orða þeirra er líklega ekki yfir 50 aurar á hlut!

Fyrir nokkrum dögum var því lýst yfir að ekki væri fært hefðbundna leið inn í Þórsmörk nema á 38" bílum.... Sannleikurinn var að leiðin var fær öllum hefðbundnum óbreyttum jeppum.

Í gær og fyrradag var því lýst yfir að  Mýrdalsjökull væri ófæra bílum á minni en 38" börðum og frést hefur að e-h með bíla á minni dekkjumj hafi lent í ströggli við gæslumenn á Sólheimaheiði.

Ég fór þessa leið í gær og einnig fyrir rúmri viku á 2,5 tonna bíl á 35" dekkjum.

Í fyrra skiptið dugði 5 PSI loftþrýstingur til að aka í slóðum og víkja stutta kafla útfirir slóðina við mætingar. Í gær var feykigott færi á 8 PSI og ferðahraði takmarkaðist eingöngu af fjöðrunargetu bílanna.

Eðlilegri kröfur um drifgetu bíla er að miða við vegþrýsting (ground pressure)

Eðlilegt er að gera þá kröfu til þeirra sem leggja á jökul að bílunum megi aka af öryggi við tiltekin loftþrýsting í dekkjum., t.a.m. 2 PSI. Slíkar kröfur taka fullt tillit til samspils þunga og dekkjastærðar.

Þessa aðferð má einnig nota þegar vegir eru að þiðna og í stað lokunar eða þungatakmarkana mætti skilyrða aksturheimildir við ákveðinn vegþrýsting ökutækja.  Eftirlitsaðili (vegag./lögregla) gæti þá skilið vigtarnar eftir heima og mætt á staðin vopnaður  laufléttum loftmæli og eftir atvikum snúið við/hleypt úr/sektað þá sem ekki færu að reglum.

Karl Ingólfsson, 5.4.2010 kl. 13:10

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Gallinn er sá, Karl, að þriggja tonna bíll á 35 tommu dekkjum getur ekki farið nema mjög takmarkað, jafnvel þótt hleypt sé niður í 3 pund. (Ekki hægt að hleypa niður í 2 pund, þá er hann á felgunum)

2,5 tonna bíllinn þinn komst þetta á 5 pundum, vegna þess að leiðin var orðin mjög troðin. 

Samkvæmt formúlu minni hefur þessi bíll hins vegar tæplega 50% flotgetu, en góður bílstjóri, læsingar og önnur heppilet atriði geta bætt það upp að hluta til. 

Formúlan mín segir til um stærð spors en svipuð formúla gildir um rúmmál dekksins, sem gefur svipaða útkomu. 

Hæðin frá jörðu upp í felgu er afar mikilvæg því að á t.d. 35 tommu dekki á 22ja tommu felgum er þessi hæð aðeins 6,5 tommur í stað 10 tomma á 15 tommu dekkjum.

Því minna sem hægt er að láta bílinn síga niður með því að hleypa úr, því styttra verður sporið, en lengd sporsins hefur yfirleitt meiri þýðingu en breidd. 

Þess vegna eru skíði og skriðbelti löng og mjó frekar en breið og stutt. 

Ómar Ragnarsson, 5.4.2010 kl. 13:19

4 Smámynd: Karl Ingólfsson

Ég helda ða formúlan þín sé ágæt þar sem hún tekur tillit til samspils hæðar dekks og felgustærðar.

En í raun er það svo að flotgeta ræðst fyrst og fremst af vegþrýsting (ground pressure) sem er því sem næst sá sami og loftþrýstingur í dekkjum. og því er að mörgu leiki nærtækast að miða við það á hversu lágum loftþrýstingi má aka bíl.

Það má því segja að útlistun þín sé það sem fáist út úr því sem ég er að leggja til að menn mæli.

Við háan loftþrýsting er vegþrýstingur sá sami og loftþrýstingur í dekki, en við mjög lágan loftþrýsting er bíllinn ekki engöngu borinn uppi af loftþrýstingi þar sem stýfleiki dekkjagúmmísins er farið að bera hluta þungans og vegþrýstingur er því hærri en mældur loftþrýstingur.

Við þessar aðstæður veldur mjúkt dekk við 2PSI loftþrýsting lægri vegþrýsting en stíft dekk við sama loftþrýsting.

30PSI jafngilda 20tonn/fermeter

3PSI jafngilda 2tonn/fermeter 

Þegar ég keypti dekk undir 930 Kg Súkkuna mína þá fór ég á milli dekkjaverkstæða og "þukklaði" dekk og keypti þau mýkstu sem ég fann. Þetta var mikið atriði á léttum bíl sem ekið var á lágum loftþrýsting.

Karl Ingólfsson, 5.4.2010 kl. 13:45

5 Smámynd: Teitur Haraldsson

Ekki þori ég að þræta við björgunarsveitir. Þeir taka mið af hvað er öruggt, ekki hvað er hægt. Sem ber: að komast á óbreyttum bílum inní Þórsmörk.

Að takmarka við 38 tommur er auðvita auðveldasta leiðin, en því miður er það ekki alltaf samgjarnt. 

Súkkur sem eru ekki nema um tonn að þyngd hljóta að vera vélarvana eftir því, kemur þá ekki inní þetta ef veður breytist og fer að snjóa mikið í t.d skafla að þá plumi minni vélar sig verr?

Teitur Haraldsson, 5.4.2010 kl. 15:06

6 identicon

Gildir ekki það sama þarna ens og með vegina, þeir eru færir öllum bílum en ekki öllum bílstjórum.

G G (IP-tala skráð) 5.4.2010 kl. 16:38

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fox-Súkkan mín er með 101 hestaflla GTI vél sem gefur aðeins 9,5 kíló á hestafl, en til samanburðar þarf yfir 260 hestafla vél til að gefa sama hlutfall á bíl sem er 2,5 tonn.

Dísilvélar þola yfirleitt betur að fá skafrenning og bleytu yfir sig en bensínvélar en fer þó mjög eftir því hvernig búið er um vélarnar. 

Vitarasúkkan mín er 95 hestöfl sem þýðir 13 kíló á hestafl sem er svipað hlutfall á á nýjum dísijeppa með 200 hestafla vél. 

Ómar Ragnarsson, 5.4.2010 kl. 18:11

8 Smámynd: Ari Jósepsson

Flottar myndir og fræðandi lesning.

Ég er búinn að vera að spá í þessum Jeppa ferðum til að skoða gosið.

Takk fyrir mig Ari

Ari Jósepsson, 5.4.2010 kl. 18:52

9 identicon

Það getur verið Ómar, að formúlan þín virki vel ef svo ber undir þegar ekkert er að.

En- eins og G.G. segir hér að ofan, sumir vegir eru færir öllum bílum en ekki öllum bílstjórum... og ef bílstjórar haga sér eins og þú gerir, þá er víst eins gott að reyna að hafa vit fyrir þeim. 

Og almannavarnir hljóta að vilja tryggja öryggi allra, líka þitt, þótt þú hafið hagað þér eins og bjáni og stefnt sjálfum þér og öðrum vísvitandi í hættu á gosnóttina.

Það þurfti nú að hjálpa þér þarna uppi núna um daginn , var það ekki ????

Borgari (IP-tala skráð) 5.4.2010 kl. 19:26

10 Smámynd: Teitur Haraldsson

Hvað er bara að Borgar?

Tel samt að það sé minna mál að sjá út að stærri bílar séu öruggari, en það getur verið vegna þess að ég veit lítið um bíla og álykta þannig að stærra sé betra :)

Takk fyrir fræðsluna.

Teitur Haraldsson, 5.4.2010 kl. 23:43

11 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég þekki engan fjallabílstjóra sem ekki hefur einhvern tíma verið kippt í. Ef einhver þekkir slíkan þætti mér gaman að fá að vita hver hann er.

Enn sem komið er hefur ekki þurft á björgunarsveitarbíl í útkalli að halda til að kippa í mig ef það er það sem þú meinar, Borgari góður. 

Ómar Ragnarsson, 6.4.2010 kl. 23:18

12 identicon

Þessi umræða á svo sannarlega rétt á sér. Ég sammála þér Ómar um þessa töflu varðandi flot á ökutækjum en ég hef í mínum ferðum oft og mörgu sinnum lent í aðstæðum þar sem flot hefur bara ekkert að segja. Ég nefni sem dæmi að fara inn í Jökulheima og á Vatnajökul síðari hluta vetrar og lenda svo í því að fara yfir Tungná á vaði og í krapa pollum á leiðinni heim, þar á 32" súkka ekkert erindi. Góðir ferðamenn skoða hinsvegar færð og veður fyrir hverja ferð og lenda 95% ekkert í vandræðum þar sem það er nægur snjór til þess að fljóta á. Menn ferðuðust nú um hálendið hér á árum áður á 33" Bronco sem dæmi, svo var bylting þegar 35" dekkin komu, svo 36" og svo mætti lengi telja. Með þessu vil ég meina að góður ferðamaður á 32" Súkku á vel erindi hvert sem er við réttar aðstæður, en það hljóta allir að vera sammála því aðstæður eru fljótar að breytast og svona litlir bíla eiga ekki alltaf erindi hvert sem er? En þó oftast...
Sjálfur ferðaðist ég um hálendi þvert og endilangt á 33" L200 og veit því alveg hvað það er að vera á litlum bíl.

Ég kýs að túlka þessa tilkynningu frá almannavörnum þannig að þetta sé auðvitað til þess að fyrirbyggja slys og vandræði á fólki sem veit ekkert um það að ferðast.

Ég hef farið tvisvar að gosstöðvunum, þar var óhemju magn af breyttum vel útbúnum jeppum, lang flesir voru svoleiðis. En ég mætti þarna 33" Landcruiser og öðrum eins Patrol, þá var Mússó þarna á einhverjum litlum dekkjum sem ég sá ekki nógu vel. Þessi bílar komust að gosstöðvunum þann daginn, þeir komust líka til baka. En hvað ef veðrið og færðin hefði versnað? Hver hefði þurft að draga þessa bíla yfir jökulinn? Einn eða tveir vitleysingar eru kannski í lagi. Ég sá bara tvo eða þrjá svona bíla, kannski skiptu þeir tugum þennan dag, eða daginn eftir það.

Ef það kemur svona tilkynning frá Almannavörnum þá hljóta þeir oftast að eiga við þetta fólk, þetta illa búna fólk sem lætur sér ekki segjast nema að það komi í fréttunum að það sé ekki fært.

Þetta eru góðar pælingar. Mig langar líka að minnast á það að björgunarsveitarmenn eru bara að fylgja skipunum lögreglu og vinna í þeirra umboði enda er almannavarnarástand á þessu svæði. Það er ekkert út í þá að sakast.

Það varð hörmulegt slys inn á Fjallabaki í gær og er hugur minn hjá því fólki þessa stundina. Við skulum muna það að náttúra Íslands er jafn hættuleg eins og hún er falleg.

Otti Sigmarsson (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 11:07

13 identicon

Sæll Ómar,

 Gaman að þessari formúlu hjá þér - hvaða einingar ertu með á gildunum sem að þú setur inn ? Ef að það er í tommum þá gefur hún mér að mín dekk gefi mér 100% flot fyrir rúmlega 14 tonna bíl. Ekki er ég nú viss um að það stæðist þó svo að 49" dekkin séu nú nokkuð góð og dugi mínum fimm tonna Ford í allt sem ég hef boðið honum til þessa.

Annars held ég að svona formúlur séu ágætar til skemmtunar en gefa mönnum þó afar litlar upplýsingar um það hversu vel eða illa ákveðin farartæki henta til hálendisferða að vetri.

Ég hef sjálfur ferðast um hálendið í allskonar farartækjum á dekkjum frá 32" og upp í 49" og hef prófað flest allar dekkjastærðir þar á milli. Eins á ég að baki tugi þúsunda kílómetra ekna við allar aðstæður og í öllum veðrum á hálendinu.  Það er mín reynsla eins og annara sem að hér hafa tekið til máls að litlu jepparnir virka oft vel og komast heilmikið ef að aðstæður eru góðar - en þær eru það bara sjaldan og breytast oft skjótt. Og eins og áður hefur komið fram og ég hef margsinnis séð þá þarf ekki nema eina á með smá skörum til að bíll á litlum dekkjum sé stopp - og það er ekki eitthvað sem að þú vilt standa í inn á miðju hálendi um hávetur og jafnvel í stórhríð.

Það er af þessum ástæðum sem að dekkjastærðarreglur ferðafélaga eins og 4x4 klúbbsins eru við lýði - þar er byggt á alvöru reynslu reyndra ferðalanga en ekki reikningslegri flotgetu.

Annars er hér miklu skemmtilegra skjal til að skoða ef mönnum langar að spá í hvað þeir ættu að geta flotið í tilraunastofu http://www.mmedia.is/gjjarn/sjeppar/dekkgr/dekkreikn.xls

Annars var ég að koma heim úr ferð þar sem að eknir voru yfir 1000 km á hálendinu vestan og norðan Vatnajöklus. Þar var mikill snjór og þungt færi fyrir bíla á 44" hjólum. Einn mjög léttur 38" bíll var með í okkar för og mátti hann sín lítils í þessu færi og hefði án ef ekki einu sinni drifið förin ef að ekki hefði verið fyrir afar góðan og mikið reyndann ökumann. Stóru Fordarnir á 46 og 49" hjólum máttu oft á tíðum hafa sig alla við, læstir hringinn og í lógír. En þetta var nú samt bara snjór eins og allur annar og samkvæmt formúlunni hans Ómars áttu allir bílarnir að nánast svífa yfir snjónum en.... :-)

Benedikt Magnússon (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband