Jafnrétti og traust.

Gagnkynhneigðu fólki er treyst til þess að ákveða sjálft, hvort það vill láta viðurkenna það opinberlega að lögum að það ætli lifa í sambúð sem lífsförunautar og uppalendur og öðlist við það ákveðna stöðu gagnvart hvort öðru og nánasta venslafólki og börnum.

Nú er það svo að samkynhneigt fólk getur líka borið þær tilfinningar hvert til annars að það sækist eftir sams konar viðurkenningu. 

Rétt eins og gagnkynhneigðum er treyst til þess að takast á hendur það samband sem nefnist hjúskapur ætti hið sama að gilda um samkynhneigða. 

Hjúskapur snýst um traust, traust til þess fóllks sem vill lifa í hjúskap með þeim skyldum og réttindum sem því fylgir. 

Sumir rísa ekki undir því trausti og aðrir endast ekki í sambandinu og það slitnar eins og gengur. 

Það er hins vegar hluti af jafnrétti þegnanna að þeim sé jafnt treyst til að fást við þessi mál sjálfir.  

Margir telja hjónaskilnaði allt of marga en ekki verður samkynhneigðum kennt um það og ætti það að vera eitt helsta verkefni trúfélaga og þeirra, sem láta sig siðbót varða, að vinna að því að betur takist til í þessu efni. 

Miðað við stærð og umfang þessa vandamáls er dálítið skondið að hjúskapur samkynhneigðra skuli valda jafn miklu fjaðrafoki og raun ber vitni.  


mbl.is Tóku ekki afstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stjórnarskrá Íslands:

65. gr. Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.

Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna."

62. gr. Hin evangelíska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.

Breyta má þessu með lögum."

Dómur Hæstaréttar, Ásatrúarfélagið gegn íslenska ríkinu, nr. 109/2007:

"Í niðurstöðu sinni vísaði Hæstiréttur til þeirra lögbundnu verkefna sem þjóðkirkjunni væru falin meðal annars með ákvæðum laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997 og þeirrar staðreyndar að starfsmenn þjóðkirkjunnar væru opinberir starfsmenn með réttindi og skyldur sem slíkir gagnvart öllum almenningi.

Áfrýjandi væri hins vegar skráð trúfélag samkvæmt lögum um skráð trúfélög nr. 108/1999 og í þeim væru engin sambærileg ákvæði sem kvæðu á um starfsemi og réttindi og skyldur starfsmanna þeirra.
"

1. gr. Íslenska þjóðkirkjan er sjálfstætt trúfélag á evangelísk-lúterskum grunni.

Ríkisvaldinu ber að styðja og vernda þjóðkirkjuna.

Skírn í nafni heilagrar þrenningar og skráning í þjóðskrá veitir aðild að þjóðkirkjunni."

Lög um þjóðkirkjuna nr. 78/1997

Þorsteinn Briem, 30.4.2010 kl. 00:24

2 identicon

Ég er nú eiginlega kominn á þá skoðun að kirkjan eigi bara alls ekkert að koma nálægt þessum málum. Fordómarnir þar eiga enga samleið með viðurkenndum og sjálfsögðum mannréttindum þannig að það er í raun fáránlegt að prestar skuli hafa eitthvað um þetta að segja.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 02:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband