Miðja villimennskunnar.

Miðja villimennskunnar á Íslandi þegar ég var ungur var í miðbænum á gamlárskvöld. Þangað safnaðist óknyttalýður, lét öllum illum látum, kastaði grjóti í rúður í lögreglustöðinni og lét eins og bavíanar.

Svonefnt skemmtanalíf á nýjársnótt byggðist á nýjársdansleikjum og fylliríi, - stemningu sem svipar um margt því sem nú viðgengst í miðborginni allar helgar. 

Þessu tókst að breyta smátt og smátt með áramótabrennum og síðar Áramótaskaupi Sjónvarpsins. 

Á sama hátt verður nú að leita lausna sem geta bægt frá okkur þeirri villimennsku sem látin er viðgangast í miðborg Reykjavíkur og er fyrir löngu komin út fyrir mörk eðlilegs skemmtanalífs. 

Þegar ég sá fyrirsögnina hér að ofan hélt ég að hún ætti við hávaðann frá gosinu í Eyjafjallajökli. 

Svo reyndist ekki vera, og mér liggur við að segja, því miður. 


mbl.is Óbærilegur hávaði um nætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aron Björn Kristinsson

Það er ekki íbúðabyggð á Austurstræti, Austurvelli né Tryggvagötu þar sem mesta músíkinn er.. Á Laugarveginum er skemmtistaðir en þeir eru allir á neðri helmingi hans og engin geigvænleg íbúðabyggð er þar. Ég hef verið í húsi sem var í þarnæstu götu fyrir ofan Óliver (á laugarveginum) og ég heyrði varla neitt, örlítinn óm sem hægt var að lækka í með því að halla glugganum.. Þetta gamla lið sem er að kvarta ætti bara að líta til þess tíma sem það var ungt og vildi skemmta sér og bölsótaðist þá eflaust út í röfl gamla fólksins sem ekki vissi hvað hljómflutningstæki var.

Þetta fyrirkomulag er einfaldlega það sem gengur og gerist í borgum, langt því frá að vera einhver einstök og óeðlileg þróun. "Langt út fyrir eðlileg mörk skemmtanalífs", þín kynslóð ætti nú að þekkja byltingu í skemmtanalífi með tilkomu rokksins og hærri og betri hljómburðar sem á sínum tíma gerði eldra fólkið á þeim tíma alveg brjálað. Þar sem að rokkið var "djöflatónlist" í þeirra eyrum, tónlist sem spillti hugum ungra meyja og pilta.

Hlutirnir þróast og taka breytingum, nýjar kynslóðir þróa með sér nýjar hefðir, tónlistarsmekk og skemmtanalíf. Og auknir ofbeldisglæpir er afleiðing þess að það er niðurskurður í lögreglunni og færri löggæslumenn þ.a.l. á ferðinni í miðbænum til að hafa hemil á fólki.

Aukning á ofurölvun má tengja við fáránlegt verðlag drykkja á börum, fólk þarf að vera búið að hella sig rækilega fullt áður en það fer í bæinn vegna þess að það er ekki nokkrum manni bjóðandi að borga heilt fyllerí í miðborg Reykjavíkur. Inn í þetta stórfurðulega verðlag kemur einokun ríkisins á sölu áfengis sem kemur í veg fyrir heilbrigða samkeppni á markaðnum. Og hefur leitt til gríðarlegrar aukningar á landabruggun og neyslu hans.

Aron Björn Kristinsson, 6.5.2010 kl. 10:33

2 Smámynd: Aron Björn Kristinsson

Einnig mætti bæta því inn í umræðuna að mjög stór biti túrista sem hingað koma eru hér í þeim erindagjörðum að kynna sér hið margrómaða skemmtanalíf Reykjavíkur. Sú landkynning hefur án efa skilað ófáum krónunum í kassann. Án þess að taka neitt frá náttúrperlum Íslands sem eru ekki síður heimsfrægar og að mörgu leiti einstakar. En mainstream túristar sem fylgjast með heimi fræga fólksins hafa hlustað á menn eins og Quentin Tarantino, Eli Roth, Kiefer Sutherland og fleiri lofa skemmtanamenninguna okkar, kvenfólkið okkar og bjórinn. 

Auk þess að til eru ýmis úrræði tli að stöðva hljóðmengun, þar má nefna tvöfalt gler sem dempar utanaðkomandi hljóð að miklu leiti. Staðreyndin er sú að flest húsin í bænum sem búið er í eru byggð úr þykkri steypu og steypa er ekki þekkt sem hljóðbært efni, þá eru þessir gluggar held ég alveg prýðishugmynd fyrir þá sem ekki vilja færa sig um set..

Held að fólk ætti frekar að hugsa í lausnum en vandmálum, ekki vera að fara fram á það sem er ómögulegt að framkvæmd. Þú sem virkur baráttumaður og ötull talsmaður þess að rætt sé um hlutina af skynsemi og ekki eigi að fylgja óskum fárra manna, óskum sem bitna á öllum hinum. 

Aron Björn Kristinsson, 6.5.2010 kl. 10:50

3 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

 Nú eru gamlárskvöld um hverja helgi í miðbænum. Erlendum vinum,sem hingað koma, ræð ég eindregið frá að gista  á hótelum í miðbænum helgar. Ég vil að þeir séu  óhultir.

Eiður Svanberg Guðnason, 6.5.2010 kl. 10:55

4 identicon

Það eru ekki skemmtistaðirnir sem lætin eru frá. Það er fólk sem öskrar og gargar allt til kl 6-7 á nóttunni, brýtur flöskur á gangstéttum, mígur utan í íbúðarhús, fremur skemmdarverk o.fl. Þá er ég ekki endilega að tala um Laugaveginn eða Austurstræti heldur allt íbúðarhverfið í miðbænum.

Held það væri betra að loka stöðunum í bænum á kristilegri tíma og hafa næturklúbba úti á Granda eða einhversstaðar þar, fjarri íbúðabyggð.

Atli (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 11:10

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

þoli maður illa skítalykt, kaupir maður sér ekki íbúð í miðri hesthúsabyggð

Brjánn Guðjónsson, 6.5.2010 kl. 11:34

6 Smámynd: Aron Björn Kristinsson

Þú tala um drykkjulæti utan skemmtistaðana sem eiga sér stað við íbúðahús.. Eins og nefndi í svarinu mínu þá er stór ástæða þessa leiðindarástands niðurskurður í Lögreglunni. Of fáar löggur á of marga einstaklinga.. Ég veit ekki hvað það er langt síðan ég sá lögregluna labba um og fylgjast með í miðbænum. Ef maður sér lögguna þá er það vegna harkalegra slagsmála og þess háttar.

Aukin sýnileiki lögreglu = lækkun á tíðni ofbeldis, drykkjuláta á almannafæri og þess háttar. Það þýðir ekkert að hafa bara löggu sem kemur á staðinn eftir að atburðurinn á sér stað. Það þarf sýnilega lögreglu sem hefur fyrirbyggjandi áhrif. Fólk hagar sé betur vitandi það að það gæti verið böstað fyrir öfgafulla hegðun í hvaða formi sem sú hegðun er.

Aron Björn Kristinsson, 6.5.2010 kl. 11:41

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég er að benda á að með aðgerðum má ráða bót á ófremdarástandi sem er komið á það stig að það dregur ekki lengur að ferðamenn að bjóða upp á það.

Í mínu ungdæmi  og líka á þeim árum þegar rokkið hafði haldið innreið sína var samt ekki ærandi hávaði, ölvun, ofbeldi og sóðaskapur á jafn stóru svæði og jafn samfellt og lengi fram undir morgun og nú er. 

Núverandi ástand hefur aðeins ríkt í rúman áratug og komst ekki á fyrr en liðið höfðu 30 ár frá innreið rokksins og sterkra hljómflutngingstækja. Þessu ástandi lýtir Atli vel í sinni athugasemd.  

Bent er á mannfæð lögreglunnar og það er eitt af þeim atriðum, sem hafa fært þessi mál úr böndum.

Sú var tíð að ástandið í New York var orðið illræmt og borginni til vansa. Þá settu menn peninga og afl í það að skapa þá umgjörð sem bægði þessu í burtu.  

Víða í Bandaríkjunum liggur 130 þúsund króna sekt við því að kasta frá sér bréfi, bjórdós eða sígarettustubbi. Þetta er í landi frelsisins og gert á þeim forsendum að frelsi eins megi ekki svipta aðra frelsi. 

Meðal þess frelsis er sú krafa hvers manns að geta notið þrifalegs umhverfis óáreittur af öskrandi og blindfullu liði sem fer um með skemmdarverkum og áreiti. 

Ómar Ragnarsson, 6.5.2010 kl. 11:45

8 Smámynd: Ísak Þór Ragnarsson

Það er margt hægt að bæta, og eins og þú segir Ómar að sekta fólk fyrir óspekktir, en það er ekki alltaf hægt að flýja vandann eða færa hann eitthvert annað. Tökum bara dæmi að í íslenskum lögum að ef þú pissar eða hendir rusli þá er það sekt! við vitum það, en hvar er þá starfsmennirnir "Lögreglan" sem á að sjá til þess að þú verðir kannski böstaður. Þeim er fækkað ekki satt! og ef svo skildi fara að þú ert böstaður af henni, þá er 90 % líkur að hún segi þér að vinsamlegast taka ruslið upp aftur og varla gerir neitt ef þú ert í böstaður í miðri bunu, hún ætti að hinkra á eftir þér og sekta þig á staðnum eða í jailið ef þú ert of ölvaður til að játa sektina. og eins og með ruslið, hvað heldur þú að gerist ef einhver ölvaður hendir rusli, löggan biður hann að taka það upp og labbar svo í burtu, hann fer að hlægja og hendir því aftur á götuna. Það verður að uppfæra stöðuna eins og hún er að verða, það er ekki hægt að lýta til baka og segja úff hefðum átt að gera þetta öðruvísi. sama á við um fólkið, ef ég væri á skrallinu, og ég mindi gera eitthvað af mér og jafnvel vakna í fangaklefa með 60 þús kr sekt í fanginu þá held ég að ég mindi ath málið næst þegar ég færi út!! Ekki satt???

Ísak Þór Ragnarsson, 6.5.2010 kl. 12:01

9 Smámynd: Teitur Haraldsson

Við ættum ekki að taka frelsishugmyndir, siðferði eða réttlæti frá Bandaríkjunum.

Þeir eru algjörlega búnir að nauðga hugtökunum með lögfræðingum og öfgamönnum.

Ég þekki mann sem hefur mikinn áhuga á að búa í miðbænum ásamt vinum sínum.
Hann hefur ekki möguleika þar sem íbúðaverð þar er svo dýrt og leigan eftir því.
Hvernig væri að þetta gamla lið færði sig um set, og gæfi þeim sem hafa áhuga á skemmtanalífinu eftir að búa þarna?

Það er mikill kostur að hafa alla þessa skemmtistaði á einum stað.
Bæði er það skemmtilegra fyrir þá sem eru að skemmta sér.
og ódýrara/auðveldara að þrífa eftir næturnar.

Teitur Haraldsson, 6.5.2010 kl. 12:01

10 identicon

Að löggan beri fyrir sig mannfæð er "bullshit".

Löggan skeit í buxurnar með því að færa fyrst stöðina og svo vaktina úr miðbænum.

Það er það sem spillti hvað mestu af öllu saman og hversu hópun glæpa er mikil á svæðinu.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 12:02

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þetta eru aðkomumenn úr Breiðholtinu og Austurbænum, þar sem Ómar Ragnarsson býr.

Þar býr skríllinn og reynið að halda honum þar.

Skvettið úr koppum ykkar yfir þetta sóðapakk og málið er dautt!

Þorsteinn Briem, 6.5.2010 kl. 12:50

12 identicon

Sælir.

Margir góðir punktar hérna frá ykkur.  Áður en ég held áfram vil ég taka það skýrt fram að ég er mikill andstæðingur forræðishyggju hvers konar, EN... að mínu mati þarf fyrst og fremst að fara fram ákveðin hugarfarsbreyting og hreinlega breyting á skemmtanamenningu íslendinga.  Eftir að hafa ferðast um heiminn þá líst mér að mörgu leyti best á hvernig opnunartímar skemmtistaða eru í Bretlandi.  Pöbbar eru almennt ekki opnir lengur en til 01:00, sumir loka 23:00.  Næturklúbbar svokallaðir hafa meiri sveigjanleika en þeir eru líka ekki staðsettir í íbúðarhverfum.  Íslendingar eru líka alveg út úr kortinu varðandi tímabilið sem menn skemmta sér.  Það er algengt að fólk mæti ekki í partý, eða inn á skemmtistaðina fyrr en um ellefu að kvöldi.  Ef við íslendingar gætum lært að byrja fyrr á kvöldin eins og aðrir Evrópubúar, og reyndar Ameríkanar líka, að þá væri það fyrsta heillaskrefið í rétta átt.  Það er alþekkt erlendis að fjörið byrjar miklu fyrr, er lokið miklu fyrr og fólk mætir jafnvel í vinnu daginn eftir vandræðalaust!  Látum það þó kyrrt liggja að ræða hver gæði vinnunnar verða þann daginn     En í fullri alvöru, þá tel ég þetta vera lykilinn að breytingu til góðs, að byrja að skemmta sér miklu fyrr og loka pöbbunum klukkan 01:00 og næturklúbbunum í síðasta lagi 03:00, OG ekki hafa þá í íbúðabyggð ef það er möguleiki (T.d. Players í Kópavogi).   Þetta togast samt á í mér eins og ég sagði því ég er á móti forræðishyggju.  Mögulega myndi þetta valda miklum aukasnúningum fyrir útlendinga, EN ég hef verið útlendingur erlendis og maður aðlagar sig auðvitað aðstæðum á hverjum stað.  Að lokum má segja eitt.  Ef þú vilt búa á svæði þar sem hávaði, skrílslæti, skemmdir, ofbeldi og bílaumferð ræður ríkjum, þá máttu það, en í guðs bænum ekki kvarta yfir því líka.  Ef þú vilt búa nálægt flugvelli, ekki þá kvarta yfir hávaða í flugvélum!

Lifið heilir, og farið nú í kvöldmat á hverfispöbbnum og haldið svo áfram eftir það, ekki bíða til klukkan ellefu

Matthías A (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 13:03

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það þarf ekki annað en að bera saman andlegt og líkamlegt atgervi Vesturbæinga og Austurbæinga til að sjá hvaðan þetta lið er sem ríður húsum í Miðbæ Reykjavíkur.

Austurbæjarliðið Fram er eitt versta knattspyrnulið Reykjavíkur en Vesturbæjarliðið KR það besta.

Nemendur Hagaskóla í Vesturbæ Reykjavíkur eru bestu grunnskólanemendurnir og MR-ingar bestu framhaldsskólanemendurnir.

Reynið nú að hysja upp um ykkur brækurnar Austurbæingar og Breiðhyltingar og hagið ykkur eins og menn í Miðbæ Reykjavíkur!

Þorsteinn Briem, 6.5.2010 kl. 13:40

14 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mér finnst þetta blogg hógvært og skynsamlegt. Hvetur til lausnar en hneykslast ekki. Lýsing Atla á ástandinu er rétt hver svo sem ástæðan er fyrir henni. Þá vil ég benda á að miðbærinn hefur alltaf verið íbúðarhverfi enda er það elsta íbúðarhverfi borgarinnar. Ástandið hefur versnað, það hefur ekki alltaf verið svona, en það er líka mismunandi eftir því hvar þú býrð. En á fólk sem þarna hefur búið áratugum saman kannski að hrökklast burtu vegna ónæðis, sem telja má óviðunandni en ekki eðlilegur fylgifiskur skemmtanahalds,  með það á bakinu að það sé hálfvitar, smásálir eða eitthvað álika en þessi orð hafa verið notuð á blogginu um þá íbúa sem eru ósáttir við ástandið. Íslensk umræðuhefð!

Sigurður Þór Guðjónsson, 6.5.2010 kl. 14:11

15 identicon

Það er svo innilega sorglegt að sjá fólk sem hefur enga lausn á vandanum - heldur gaggar eins og hænur um að miðbæjarbúar eigi að "hætta að kvarta og flyta eitthvert annað".

Finnst þessu sama fólki semsagt hegðun fólks niðri í bæ um helgar viðunandi? Svona svarið í hjartans fyllstu einlægni. Svarið er auðvitað nei. Önnur spurning: finnst ykkur virkilega að það sé engin leið til að stýra þessari hegðun, eða bæta hana? Ekki svara með útúrsnúningum.

Það er enginn að kvarta yfir því að það sé skemmtanalíf í miðbænum. Það verið að kvarta yfir lögleysu: skemmtistaðir sem virða ekki hávaðatakmörk, skemmdarverkum, truflun á allsherjarreglu o.s.frv.

Hvað af þessum atriðum skilja margir bloggarar ekki? "Ekki kaupa þér íbúð nálægt hesthúsahverfi ef þú þolir ekki skítalyktina..".kommon. Ekki halda ykkur á svona lágu plani. Umræðan á betra skilið en þetta rugl.

Steini. (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 14:23

16 identicon

Svo má nú ekki gleyma að eftir að reykingabannið var sett á þá hefur gleðin færst út af skemmtistöðunum út á göturnar. Ég hef búið í miðbænum í 30 ár og get ekki sagt að "ástandið" í heild hafi versnað, það hefur breyst. Það helsta er að hávaðinn er ekki lengur inn á skemmtistöðunum heldur fyrir utan þá og í götunum í kring.

Já og svo þarf að eiga sér stað hugarfarsbreyting þegar kemur að skemmtunum og miðbæjarlífinu. Ég upplifi allt annan kúltúr á mörgum stöðum erlendis út á lífinu, þar virðist vera meira mál að menn hagi sér og séu snyrtilegir og sýni TILLITSEMI, eitthvað sem þekkist ekki á Íslandi.

Bjöggi (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 14:30

17 Smámynd: Sveitavargur

^ Enda er hræðilegt að vera í Bretlandi nákvæmlega vegna þess hve allt lokar snemma.

Sjálfur titla ég þetta allt saman nöldurseggi.  Ég bý rétt við gatnamót Skólavörðustígs og Laugavegar, og þó maður heyri auðvitað oft í einstaka hræðum þá er tómt rugl að það séu 'stanslaus læti'.

Sveitavargur, 6.5.2010 kl. 14:35

18 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Síðan hvenær urðu nemendur M.R. bara vesturbæingar?  M.R. er líka ekki í vesturbænum heldur í Þingholtunum, sem eru fyrir austan læk.

Ómar Ragnarsson, 6.5.2010 kl. 15:41

19 identicon

Það var þannig þegar ég fór í MR að MR var hverfisskólinn minn, þá fengu krakkar úr miðbænum, vesturbæ og 105 forgang í skólann. Það var aðeins elítan úr öðrum hverfum sem fékk að fara í MR. Ég held að þetta sé enn þá svona.

Bjöggi (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 16:01

20 identicon

Ef ég er húseigandi á Íslandi, hvar sem er, og borga mína skatta og útgjöld þá á ég heimtingu á að lifa í mínu húsnæði óáreittur og í næði eins og almennt gengur og gerist. Þeir sem leggja á mig borgunarkvaðir taka um leið á sig þá ábyrgð að verja minn rétt.

Þetta eru sjálfsögð mannréttindi og réttlæti.

Svo lengi sem jafnvel einn hús eða íbúðareigandi á Íslandi verður fyrir endurteknu ónæði, ekki sé talað um spell og skemmdarverkum á sínu húsnæði, þá líðst óréttlæti á Íslandi. Ég þekki allt of vel til þeirrar ómenningar sem íbúar, sumir ekki allir, á þessu svæði þurfa að þola og eiga þeir mína samúð alla.

Það að snúast gegn húsnæðiseigendum með þeim skætingi að "þeir áttu að vita betur" er ómaklegt og sínir fyrirlitningu á sínum eigin samborgurum.

Annars sé ég þessa íslensku hegðun í miðborginni, og víðar, í stærra samhengi. Ég geri ráð fyrir að þeir sem alast upp í þjóðfélagi ómenningar á almannafæri hagi sér eitthvað svipað í stjórnarherbergjum stofnana, banka og fyrirtækja seinna meir. Er við öðru að búast?

Kristján Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 17:46

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Flestir nemendur Menntaskólans í Reykjavík og Kvennaskólans í Reykjavík, sem eru í póstnúmeri 101, svo og Menntaskólans við Hamrahlíð, sem er í póstnúmeri 105, búa í Miðbæ og Vesturbæ Reykjavíkur (póstnúmerum 101, 105 og 107) og á Seltjarnarnesi, enda er enginn menntaskóli í Vesturbænum eða á Seltjarnarnesi.

Í 101 Reykjavík eru einnig Tækniskólinn, Háskólinn í Reykjavík og Háskóli Íslands.

Í póstnúmerum 101, 107 og 105 (Hlíðum og Túnum) í Reykjavík eru rúmlega 40 þúsund íbúar og á Seltjarnarnesi um 4.400 íbúar.

Vestan Kringlumýrarbrautar eru því samtals um 44.500 íbúar
og frá Kringlumýrarbraut að vestustu byggð á Seltjarnarnesi eru einungis fimm kílómetrar, klukkutíma ganga.

Í Reykjavík búa nú 118 þúsund manns og ef Reykjavík og Seltjarnarnes væru eitt bæjarfélag byggju þannig um 40% íbúanna vestan Kringlumýrarbrautar, sem er í raun vesturhluti eða Vesturbær Reykjavíkur.

Mörg hundruð verslanir og veitingahús eru í Miðbæ Reykjavíkur og sáralítið, ef nokkuð, er um tómt verslunarhúsnæði þar, eins og sjá má þegar menn ganga til dæmis Laugaveg, Skólavörðustíg, Lækjargötu og Austurstræti.

Verslanir og veitingahús verða hins vegar yfirleitt ekki mjög langlíf, hvorki á Laugaveginum né í verslanamiðstöðvum, en ein elsta verslun landsins, Brynja, er á Laugaveginum, sem er mesta verslunargata landsins.

Að ekki sé hægt að reka þar stóra plötubúð eins og Skífuna til eilífðarnóns á sér þá einföldu skýringu að sala á plötum hefur minnkað mikið undanfarið vegna niðurhals á lögum af Netinu og hefur ekkert að gera með verslun á Laugaveginum endilöngum.

Borgarvefsjá

Þorsteinn Briem, 6.5.2010 kl. 18:03

22 Smámynd: Aron Björn Kristinsson

Þó ég sé á móti nöldrinu í þessum ágæta manni þýðir það ekki að ég telji ástand skemmtanalífsins vera gott og gallalaust. Það er vissulega á mjög margan hátt óviðunandi.

Fólk hefur tekið eftir mikilli aukningu láta núna á seinustu árum, og hvað gerðir jú fyrir þessum nokkru árum? Reykingarbann var sett á laggirnar, sem þ.a.l. færði mjög stóra prósentu gleðskapssækjandi einstaklinga út á götur borgarinnar til að fullnægja þörfum sínum. Afleiðing þess er aukin læti. Hvað hefur verið gert til að fylgjast betur með og reyna hafa hemil á látunum? Lögreglu hefur verið fækkað og enginn þarf að hafa áhyggjur fyrir að vera tekinn höndum fyrir neitt þar sem að hvítir hrafnar sjást oftar sveimi en lögregluþjónar. Nema þá þegar virkilega harkalega slagsmál eru í gangi, og þá kemur hún bara til þess að taka ólátaseggina svo er hún rokin burt.

Herra Briem, er ekki í lagi heima hjá þér? Alhæfingar þínar um íbúa vissra hverfa Reykjavíkurborgar jaðrar við heimsku sem varla finnst í verstu afdölum. Fordómafullir útúrsnúningar er ekki töff. Og að blanda Menntaskólum, póstnúmerum og þess háttar inn í þessa umræðu er bara fáránlegt, skrifaðu þitt eigið blogg um fáfræðilegar skoðanir þínar á borgarbúm sem ekki lifa í hinu undursamlega póstnúmeri 101 .Kannski ertu bara spjallþráða troll sem kemur inn í umræður kastar bulli fram til að draga umræðuna langt frá kjarna sínum og út vitleysu sem tengist ekkert því sem hér er verið að ræða. 

Aron Björn Kristinsson, 7.5.2010 kl. 00:01

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

Aron Björn Kristinsson.

Þú ert skemmtilega heimskur.

Ég hef bæði búið í 101 Reykjavík og norðlenskum afdal og var hér einungis að svara Ómari Ragnarssyni en ekki þér, þannig að þetta svar mitt hér að ofan kemur þér ekkert sérstaklega við.

Hins vegar er það staðreynd að alls kyns fífl úr Breiðholtinu og utan af landi koma í 101 Reykjavík til að snapa þar slagsmál og míga allt út.

Og ekki hefur nú vantað slagsmálin og fylleríið í Breiðholtinu og úti á landi en þú hefur náttúrlega ekki frétt af því, elsku litli drengurinn minn.

Þorsteinn Briem, 7.5.2010 kl. 00:51

24 identicon

Mikið rétt hjá Steina, alveg eins og minnkandi sala á áfengi í ríkinu tengist mikilli landasölu! 

En ekki því að líter af sterku víni kostar sjö þúsund krónur á meðan að það er víst hægt að fá tvo lítra af landa á fimm þúsund.   

En það angrar mig svo sem ekkert en ég vildi hins vegar gjarnan geta ráðið minni afþreyingu meira sjálfur(kaup á rafrænu efni) án þess að þurfa að fara einhverjar krókaleiðir, iTunes etc.

karl (IP-tala skráð) 7.5.2010 kl. 18:34

25 Smámynd: Aron Björn Kristinsson

Steini, voru foreldrar þínir systkini?

Ég var einfaldlega benda á það að fordómar og alhæfingar eru fáfræði og bull. Hlutfall slagsmálasinnaðra einstaklinga dreifast án efa nokkuð jafnt yfir póstnúmer borgarinnar. En ég ætla ekki að sogast út í þessa fáránlegu umræðu sem tengist ekkert því sem verið er að ræða. 

En flott hjá þér að kunna á feitletraða fídusinn. 

Aron Björn Kristinsson, 7.5.2010 kl. 19:24

26 Smámynd: Þorsteinn Briem

Aron Björn.

Það er gaman að svona fábjánum eins og þér sem býrð í Breiðholtinu og stundar nám í sálfræði í Háskóla Íslands í 101 Reykjavík.

Hvaða fólk heldur þú að vilji fara til sálfræðings sem spyr svona bjánalegra spurninga: "Eru foreldrar þínir systkini?" Það bókstaflega hringlar í hausnum á þér, enda býrðu í Breiðholtinu, þar sem engum hefur dottið í hug að reisa háskóla.

Úr Breiðholtinu koma fáráðar með þig í fararbroddi, mígið og skítið fyrir utan háskólana í 101 Reykjavík og eruð stoltir af.

Þorsteinn Briem, 7.5.2010 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband