Eins og hveiti.

Askan sem hefur fallið úr Eyjafjallajökli að undanförnu er að hluta til svo fín, að hún er hveiti líkust og fýkur í minnsta vindi.  Þetta er bæði kostur og galli. 

Það er kostur að góður strekkingur geti feykt öskunni í burtu eins og gerðist nú seinnipartinn í Vestmannaeyjum. 

Hins vegar er hugsanlegt að svona örfín aska geti smogið í gegnum filtera í hreyflum og inn í viðkvæm tæki. Þarf að hafa vel varann á. p1011699.jpg

Á túninu þar sem ég er með flugvél mína, þyrlast upp ryk í hverju spori, jafnvel þótt stigið sé ofur varlega til jarðar. 

Ef ég hins vegar ek bílnum í hringi í kringum hana getur það eitt feykt öskunni í burtu og sama gerir hreyfilskrúfan. 

Það kostar talsverða útsjónarsemi að aka flugvélinni þannig um túnið að skrúfan þyrli ekki ryki inn í filterinn. 

Hef ég tekið til þess bragðs að lenda eins stutt og hægt er á enda túnsins og fara á loft í beinu framhaldi án þess að snúa við. 

Það góða við strekkingsvind á þessu svæði um miðjan dag í dag var að talsvert af öskunni fauk í burtu. 

Þótt það væri næsta hvimleitt meðan á því stóð var hreinsun að þessu þegar leið á daginn. 


mbl.is Askan þyrlast upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Það er mjög fróðlegt að fylgjast með blogginu þínu um eldgosið. Ef þú gefur út bók eða heimildarmynd um gosið þá verður það skyldueign á mínu heimili.

Sumarliði Einar Daðason, 16.5.2010 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband