Kolbrúnn og ægilegur.

Öskumökkurinn úr Eyjafjallajökli hefur verið kolbrúnn og ógnvekjandi í dag. Ekki örlar lengur á neinum öðrum lit í mekkinum og ljósir litir sjást ekki lengur.

Nú síðdegis var mökkurinn eins og vængjaður ofurþurs að sjá þar sem hann reis upp úr gígskálinni, sem rétt teygði sig upp úr skýjahulunni eins og sést á myndunum, sem voru teknar nú í kvöld. p1011724.jpg

Öskuna lagði beint í norður og mátti Hekla láta sér lynda að vera kaffærð af dökkum öskublönduðum skúraskýjum í allan dag sem og hálendið þar austur og suður af. 

Aðeins þrjú stór og há eldfjöll rísa við strönd Íslands, Snæfellsjökull, Eyjafjallajökull og Öræfajökull. 

Snæfellsjökull nær 1446 metra hæð, Eyjafjallajökulll 1666 metrum og Öræfajökull 2110. p1011732.jpg

Þessi fjöll eiga stærð sína og hæð að þakka framleiðslu hrauns og Eyjafjallajökull, sem hingað til hefur þótt frekar meinlítið fjall miðað við stærð sína, hefur nú minnt óþyrmilega á að stærð hans er engin tilviljun.

Hann er nú búinn að stimpla sig inn í flokki með mikilvirkustu eldstöðvum á borð við Heklu, Öskju og Kötlu. 

Á neðri myndinni er horft hátt úr vestri til eldfjallsins og sést Markarfljót á milli skýjabreiðanna sem eru sitt hvorum megin við dalinn milli Eyjafjallajökuls og Tindfjalla. 

 


mbl.is Mikið sprengigos í gangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll Ómar þarna er á ferð gamalt efni sem ný kvika er að þrýsta upp á undan sér þegar þrengist í gosrásinni og kvikan kemst ekki eins auðveldlega upp klofnar landið sitt hvoru megin við Eyjafjallajökul með blönduðu gosi. Þetta er það sem ég sé hefur þú eitthvað við það að bæta eða er þessi sýn mín bara rugl?

Tek það fram að ég hef ekki verið sjávaldur en eitthvað segir að ég verði að láta vita af þessu vegna þess að þarna er mikil hætta á ferð og fólk ætti alls ekki að vera á ferli nærri fjallinu!

Sigurður Haraldsson, 18.5.2010 kl. 09:34

2 identicon

Ómar ég spyr af fávísi, Má ekki telja Mýrdalsjökull (Kötlu) inn í þessa talningu, hversu há er hann/hún ?

Loki (IP-tala skráð) 18.5.2010 kl. 11:25

3 Smámynd: Páll Eyþór Jóhannsson

Katla er 1512 metra há.

Páll Eyþór Jóhannsson, 18.5.2010 kl. 14:51

4 identicon

Svo verður spennandi að sjá hvort jökullinn haldi þessari skemmtilegu hæðartölu, 1666, þegar þessum ósköpum lýkur. Hvort að hugsanleg upphleðsla efnis eða niðurbrot hafi þar áhrif.

Arnór (IP-tala skráð) 18.5.2010 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband