Sást úr Fljótshlíð í dag.

Ég hef verið á ferli síðan hálf sjö í morgun og um tvöleytið í dag sást um stund úr Fljótshlíð til gosmakkarins í Eyjafjallajökli, eins og sést af myndinni. dscf5844.jpg

Nóg sást til þess að staðfesta að mökkurinn er minni og mætti alveg missa sín, því að öskukóf stóð niður Gígjökul og yfir að innstu hluta Fljótshlíðar. 

Myndin sýnir byggingar við Múlakot á sléttunni ef vel er að gætt, en norðurhlíð Eyjafjallajökuls er á kafi í kófinu sem steypist niður hlíðina í sunnanvindi sem fer yfir jökulinn.

Var heldur óhrjálegt um að litast við bæinn Fljótsdal, allt svart þar af ösku. dscf5847.jpg

Ekki hefur gefið undanfarna daga til að skoða hina mikilfenglegu ísgjá eða ísgljúfur sem hraun hefur brætt niður langleiðina í gegnum Gígjökul. 

Ég flaug inneftir snemma í morgun þegar von sýndist vera til þess að hægt yrði að komast að henni en varð frá að hverfa. 


mbl.is Gosvirkni hefur minnkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Nú er betra að vera á verði, eins og þú hefur sjálfur bent á.

Júlíus Valsson, 21.5.2010 kl. 09:33

2 identicon

Þetta lítur betur út í dag, þótt enn sé lágt yfir. Skýjahulan með mekkinum saman við (sýnist mér) er í svona ca 2000 fetum með + og mínus. Það er spurning hvort nú sé hægt að sjá gljúfrið. En ætli þú sért ekki nú þegar staddur það nálægt, að þú hafir þetta fyrir augunum.

Talandi um að vera á verði, rifjast upp fyrir mér vísa frá Flosa Ólafssyni, og gaman væri að hafa hana rétta, eða leiðrétta, en kollurinn á mér segir hana svona:

Ef sért þú á gangi í Hellisgerði 

Og hittir þar hýran Hafnfirðing

Þá betra er vel að vera á verði

bæði aftan og framan og allt um kring

Jón Logi (IP-tala skráð) 21.5.2010 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband