Lausnin: Framboðið velja sér sjálf aðferðina?

Persónukjör í kosningum hefur bæði kosti og galla en samt hefur það reynst vel í þeim löndum, þar sem það er viðhaft og er ekki að sjá að kynjahlutfall sé þar ójafnara á þingum en annars staðar.

En varpa má fram þeirri hugmynd að framboðum sé í sjálfsvald sett hvort þau vilji að kjósendur þeirra raði sjálfir í kjörklefunum eða að framboðið sé með sama hætti og tíðkast hefur til þessa með rétti til útstrikana og breytinga á fyrirfram röðuðum listum. 

Mér finnst ekki réttlátt að framboðum sé neitað um að láta viðhafa persónukjör á listum sínum ef þau vilja það sjálf.


mbl.is Segir persónukjör stranda á konum í VG og Samfylkingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TómasHa

Ég verð að segja að mér finnst að í orðunum persónukjör felist meira en að fá að raða nokkrum sætum innan hvers lista. Ég vil fá að velja fólk af öllum listum, ég hefði t.d. örugglega valið að taka þig inn af lista Íslandshreyfingarinnar þótt annað mannval sem var þar í boði var ekki eitthvað sem ég hefði kosið.

TómasHa, 2.6.2010 kl. 18:16

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Persónukjör í kosningum getur orðið ákaflega erfitt í framkvæmd, sérstaklega ef kjósendur eiga að fá að raða á fleiri en einum lista. 

Gæti það ekki leitt til þess að kjósendur stærstu flokkanna gætu fyrst raðað nokkrum nöfnum á "sínum" lista og svo nánast ráðið röðuninni hjá minni flokkunum?

Um þetta hefur skapast nokkur umræða hérna

Axel Jóhann Axelsson, 2.6.2010 kl. 19:23

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Talandi um kvóta er ekki sanngjarnt að samkynhneigðir fái a.m.k, tvö sæti á hverjum framboðslista?  Nú er einungis einn flokkur með samkynhneigða þingmenn sem báðir eru konur. Það eru mörg ár síðan yfirlýstur hommi hefur setið á þingi fyrir VG. Sjálfstæðisflokkurinn er augljóslega eftirbátur annarra og þarf að  taka sig á í þessum efnum

Sigurður Þórðarson, 3.6.2010 kl. 07:06

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Um leið og fólk má velja á milli lista, þ.e. raða upp sínum eigin lista, er ekki þörf lengur á að flokka fólk eftir listum.

Listaframboð mundu því fljótlega leggjast af og flokkarnir á bak vil listana vonandi í framhaldi af því.

Einstaklingar mundu þá skrá framboð sitt ef tilskilin meðmálendafjöldi næðist.

Svanur Gísli Þorkelsson, 3.6.2010 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband