Sviptingar í fjallinu.

Ég hef verið að fylgjast með Eyjafjallajökli í dag og skilyrðin hafa verið betri en nokkru sinni síðan gosið í tindgígnum byrjaði. Ég var þarna á svipuðum tíma og Magnús Tumi Guðmundsson snemma í morgun, en þá var minna líf í gígnum en ég hafði nokkurn tíma séð fram að því og þessvegna grillti í vatnið í gígnum. p1011969_999492.jpg

Hins vegar fór heldur að færast líf í fjallið þegar leið á daginn og um níuleytið í kvöld gaus upp mikill og kraftmikill strókur. 

Sagan sýnir að þetta eldfjall getur verið ólíkindatól og að gera verði ráð fyrir ýmsu. 

Rétt fyrir kvöldmat varð mikið öskurok norður og austur af Þórsmörk og Tindfjöllin fóru gersamlega á kaf svo og svæðið austan við þau. 

Í Þórsmörk skrúfuðust upp þyrilstrókar og rauk úr leirum Markarfljóts í snarpri vestanhafgolu sem tók sig upp. Annars var áberandi í dag hvað mikil rigning í gær gerði gott gagn í því að binda öskuna. 

Annars hefði orðið miklu meira öskufok í norðvestanvindinum sem lék um Suðurland í dag. 


mbl.is Loka Þórsmörk vegna flóðahættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll Ómar þú ert með góða tengingu við almenning og stjórnvöld viltu gera það fyrir mig að vara við ferðum við Eyjafjallajökul því ég sé stórkostlegar hamfarir þar á næstunni í og við jökulinn! Ég er ekki að grínast né gera gys að jarðfræðingum þeir vita ýmislegt en gera sér ekki gein fyrir hættunni sem þarna er á ferð!

Sigurður Haraldsson, 12.6.2010 kl. 02:18

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

"Grein fyrir" átti að standa þarna.

Sigurður Haraldsson, 12.6.2010 kl. 02:20

3 identicon

Það kemur mér á óvart hvað stendur á MBL í dag:

"Stöðuvatnið sem hefur myndast í botni stóra gígsins í Eyjafjallajökli er um 300 metra breitt. Gufu leggur upp af frá jöðrum þess, einkum norðan til. Þegar jarðvísindamenn skoðuð aðstæður í gær náðu gufubólstrarnir stöku sinnum upp úr gígnum."

Ekki gat ég séð að þetta væri svona stórt í gær, en er ekki vatnið einfaldlega að koma og fara? Þarna niðri er enn hiti og einhverjar sveiflur, þannig að þetta á það til að snöggsjóða og fjúka upp í gufuformi?

Svo er askan stóra spurningin. Hvað skyldu áætlanir um magnið vera nærri sanni? Hvað mun mikið af henni bindast í ís og skila sér löngu síðar sem aurframburður? 

Hið minnsta sýnist mér þetta vera verulegt magn, og það var ekki skemmtilegt að sjá upp Tindföllin í gær.

Fyrir þá sem ekki átta sig á þessu, þá er hægt að ímynda sér þetta sem milljarða tonna af sementi sem dreift hefur verið a svæði á stærð við, - tja, - Reykjanes?. Þykktin er á bilinu 1 cm til 40 m. Vatnsbinding er engin til langs tíma, en gróðurlendi nær aðinda þetta í sverði.

Og við að hugsa um þetta, - er þessi aska með svipaða eiginleika og leirinn við Hálslón? Festist í vatni, en steypist ekki föst, og við það að þorna aftur er hún laus?

Jón Logi (IP-tala skráð) 12.6.2010 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband