Aftur um 40 ár. Mannslífum verður fórnað.

Ástandið, sem nú er að dynja á, færir öryggismál sjómanna og raunar landsmanna allra aftur fyrir 1970 þegar bandaríski herinn fékk fyrst stórar björgunarþyrlur af Sikorsky gerð til landsins.

Þá fyrst komst viðbúnaður í björgunarmálum hér á landi á viðunandi stig sem byggist á því að minnst þrjár björgunarþyrlur séu á landinu, en raunar er það of lítið ef tryggt á að vera að ætíð sé þyrla til taks. 

Sveit hersins varð því búin fimm þyrlum og til viðbótar við þær voru þyrlur landhelgisgæslunnar, fyrst ein og síðar tvær. 

Hvers vegna þarf svona margar þyrlur?  Ástæðan er sú að þyrlur eru miklu flóknari tæki en flugvélar og þurfa miklu viðameira og tímafrekara viðhald.

Þær eru því miklu lengur frá en flugvélar vegna viðhalds og skoðana. 

Þetta mál er grafalvarlegt því að nú er komin upp sú staða að það verður ekki spurning um hvort, heldur hvenær mannslífi eða mannslífum verður fórnað í sparnaðarskyni. 

Leitun hlýtur að vera að öðru eins ástandi á nokkru sviði og nú er að skapast í öryggismálum landsmanna.  Verður þjóðin tilbúin að horfast í augu við það sem þetta ástand kallar á að gerist? 


mbl.is Björgunargetan ekki burðug í sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband