Kemur vonandi ekki til Íslands.

Það er eitt aðalatriði stemingar á íþróttavöllum að það heyrist í börkum og höndum áhorfenda. Ærandi lúðrasuð sem yfirgnæfir allt annað drepur þessa stemningu.

Ég minnist þess frá æskuárum hvað það var skemmtilegt að vera á Melavellinum eða jafnvel utan hans og heyra rokurnar í áhorfendum sem skullu eins og öldur á næsta nágrenni hans, ýmist fagnaðaröldur, vonbrigðaöldur eða æsingaröldur. 

Ef stanslaus og ærandi vuvuselahávaði yfirgnæfir allt er verið að eyðileggja steminguna sem er aðalatriði hvers leiks, mismunandi hvatningarsöngva og klapp þar sem stuðningshópar liðanna eru líka að keppa á áhorfandapöllunum.

Ef þörf verður á er það sjálfsagt mál að banna notkun svona tækja hér á landi. 


mbl.is Tottenham bannar vuvuzela
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dingli

Hvernig var með gaslúðrana sem nokkuð bar á fyrir allmörgum árum, voru þeir ekki bannaðir?

Dingli, 20.7.2010 kl. 09:47

2 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Það mætir krakkakvikindi með vuvusela út á rólóinn við húsið mitt upp úr klukkan tíu á kvöldin og blæs í þetta fram undir miðnætti. Miðað við hávaðann þá er ég ekki hissa á að hann fái ekki að blása í þetta heima hjá sér. Ég skil ekkert í að hann fái þá að valsa um með þetta í íbúðahverfi undir háttatíma. Þið getið rétt ímyndað ykkur ónæðið af þessu fyrir íbúana i kring. Miðað við hávaðann í þessum eina lúðri þá verður ekki skemmtilegt að búa við Laugardalinn ef annar hver áhorfandi á fótboltaleikjum fer að blása í þetta á Laugardalsvellinum, hvað þá heldur að vera á vellinum sjálfum.

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 20.7.2010 kl. 10:47

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mæltu manna heilastur, Ómar.

Ég, frjálshyggjumaðurinn sjálfur, sem bágt á með boð, bönn og forsjárhyggju, get alveg fallist á það að banna þennan fjára  ..... á grundvelli almannahagsmuna

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.7.2010 kl. 20:35

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þessa fjandans lúðra þarf að bann. Ég vil bara heyra "Áfram Skagamenn"

Haraldur Bjarnason, 20.7.2010 kl. 22:35

5 Smámynd: Alfreð K

En hvað með að prófa svona lúðra fyrir framan Alþingi fyrst. Aldrei að vita nema þetta gæti slegið í gegn. Og þá mætti halda áfram og prófa fyrir framan önnur stjórnarráðshús og ýmis fjármálafyrirtæki ...

Alfreð K, 23.7.2010 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband