Hve oft á að gera sér dagamun?

Spurningin um flugeldasýningu á menningarnótt snýst ekki um þörfina á því að gera sér dagamun. Varla finnst svo fátækt og snautt samfélag á jörðinni þar sem því er ekki sinnt að gera sér dagamun.

Spurningin snýst um það hve oft á að gera þetta og í hve miklum mæli. 

Eitt borðorða Biblíunnar segir að halda skuli hvíldardaginn heilagan. Í fátæku samfélagi kann slíkt að sýnast bruðl með dýrmætan tíma en boðorðið felur í sér að manninum og sálarheill hans sé nauðsynlegt að lyfta sér einstaka sinnum upp úr gráum hversdagsleikanum.

Ég tel það ekki bruðl þótt þjóð sem á hátt í 200 þúsund bíla eigi sameiginlega einn eðalvagn fyrir forseta landsins. Ég ætlast hins vegar ekki til hins sama af forsetanum og ég myndi gera í því embætti að aka á svartgljándi BMW Mini eða þó öllu frekar splunkunýjum, svörtum Fiat 500. Það hafa ekki allir sama smekk.

Það er hins vegar bruðl þegar orkufrekasti og dýrasti bílafloti Evrópu er notaður hversdagslega til að snatta um í borginni. 

Það má minnka flugeldasýninguna á menningarnótt niður í það að vera flottasta einnar mínútu flugeldasýning sem völ sé á hér á landi. 

Afi minn Edvard Bjarnason bakarameistari gat verið örlátur og gjafmildur svo af bar. Hann fór hins vegar afar vel með peninga og ég spurði hann einu sinni sem barn hvort hann væri nískur.

Hann svaraði: "Maður í minni stöðu getur ekki verið örlátur nema að vera nýtinn eða jafnvel nískur ef menn vilja kalla það því nafni."


mbl.is Flugeldasýningin bruðl?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það mætti velja milliveginn og leyfa þeim sem eru örlátir, gjafmildir og hafa áhuga á flugeldasýningu, að greiða fyrir það sem þeir vilja sjá. Fólk gæti valið um fjóra skotpakka, sem yrðu á mismunandi verði, og þá yrði sýningin að þeirri stærðargráðu sem menn keyptu fyrir og allir yrðu ánægðir. 

Jónas (IP-tala skráð) 9.8.2010 kl. 20:55

2 Smámynd: Davíð Oddsson

Er þetta ekki bara spurning um að sleppa menningarkvöldinu en halda í flugeldasýninguna ;)

Læt fylgja með eina ambögu, frumsamda eftir sjálfan mig...

Það er kúl upp kertum að skjóta
kætist fólk er upp þau þjóta.
Þó mætti þar spara
um þriðjung ef bara,
þeirra áfram við fáum að njóta.

Davíð Oddsson, 9.8.2010 kl. 21:05

3 identicon

Are we  amusing ourselves to death?

Við getum ekki haldið uppi grunnþjónustu í uppeldi barna og ekki haldið lengur uppi þjónustu við veika og aldraða, en við skulum samt sukka svolítið að hætti íslendinga og eyða í algjörann óþarfa eins og flugeldasýningar.



albert (IP-tala skráð) 9.8.2010 kl. 21:50

4 Smámynd: Davíð Oddsson

Ég verð nú að segja það albert minn, að ef fjárhagur Reykjavíkurborgar ræðst af því hvort þessi flugeldasýning verður haldin eður ei, þá er verr komið fyrir okkur Reykvíkingum en við höldum.

Ég er sammála Ómari í því, að það er vel hægt að halda ódýrari flugeldasýningu, sem yrði samt eitthvað sem menn hefðu gaman af. Hversu mikið má spara í því er væntanlega umdeilanlegt, en líklega um 1 til 2 milljónir áður en sýningin fer að verða svo lítil að betra væri að sleppa henni.

Það er svo aftur spurning hvort það eigi yfirhöfuð að skera niður í þessum hápunkti kvöldsins? Þetta er jú það sem flestir horfa á, líka þeir sem hafa lítinn sem engan áhuga á neinu öðru sem á sér stað þennan dag og kvöld.

Davíð Oddsson, 9.8.2010 kl. 22:52

5 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Er ekki hægt að hafa flugeldasýninguna fra i fyrra a risaskja.

Þorvaldur Guðmundsson, 10.8.2010 kl. 02:07

6 identicon

En að hafa bara gerviflugeldasýningu úr plasti, margnota?

Hólímólí (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 04:48

7 Smámynd: Davíð Oddsson

Hehe, góð hugmynd Þorvaldur. Svo má líka bara sjónvarpa þeim. Þá geta allir notið þeirra heima í stofu - og þurfa ekki einu sinni að koma til Reykjavíkur :)

Davíð Oddsson, 10.8.2010 kl. 13:07

8 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Svo má líka vera með flotta stjörnuljósasýningu.

Emil Hannes Valgeirsson, 10.8.2010 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband