Ekkert nema virðing og frægð.

Frá því að gosið á Fimmvörðuhálsi hófst fyrir hálfu ári hef ég verið í samvinnu við og umgengist tugi fjölmiðlamanna, vísindamanna, ljósmyndara og rithöfunda frá löndum í öllum heimsálfum vegna eldgosanna sem kennd eru við Eyjafjallajökul.

Vettvangurinn hefur teygt sig langt út fyrir jökulinn því að þetta fólk hefur meðtekið af aðdáun fróðleik um hinn eldvirka hluta Íslands sem telst vera eitt af 40 mestu náttúruundrum heims þar sem eldstöðin Grímsvötn telst vera ein af sjö merkustu eldfjöllum á yfirborði jarðar.

Yellowstone kemst ekki á listann yfir 40 mestu náttúruundrin og Hekla, Fujijama, Kilimanjaro, Vesuvíus og Etna komast ekki á listann með Grímsvötnum.

Af hálfu þessa fólks hefur ekkert annað verið látið í ljósi en áhugi og hrifning á undralandinu sem við byggjum og það hefur styrkt mig í þeirri trú, sem ég lét strax í ljósi, að þetta eldgos sé eitt það besta sem gerst hefur hér á landi þótt það hafi að vísu bitnað illilega um stund á Eyfellingum og Fljótshlíðingum. 

Þremur dögum áður en forsetinn minntist á Kötlu og ræddi um Eyjafjallagosið í samhengi ræddum við Ari Trausti Guðmundsson um það sama í Kastljósi og ég gerði það einnig í beinni sjónvarpsútsendingu til útlanda sama dag.

Það eru svo mörg atriði sem eru stærst og mest á þessu sviði á Íslandi. Hér hafa orðið tvö stærstu hraungos á jörðinni á sögulegum tíma og á síðustu 700 árum hefur helmingurinn af öllum gosefnum, sem komið hafa upp í eldgosum á jörðinn, komið upp á þessari litlu eyju, Íslandi. 

Ég fór með ljóðið "Kóróna landsins" á tveimur stöðum á menningarnótt í gær og var á báðum stöðum inntur eftir því hvort það væri einhvers staðar til á prenti. 

Ef einhver vill sjá það er það til á einum stað, í bloggi frá 2007. Hægt er að slá því upp með því að slá inn orðin "Kóróna landsins" í leitarreitinn hér vinstra megin á síðunni.

 

 


mbl.is Gosráðstefna fær heimsathygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er svo sammála þér þarna. Þetta gos, þótt illa hafi komið við í fyrstu, er hægt að nota það núna sem risavaxna auglýsingu.

Og þetta fólk sem hefur verið að koma til skoðunar og rannsókna er margt af því fremsta í heiminum, - og þá eru eftir fjölmiðlarnir.....BBC, DRF, Discovery, Natural Geography, o.s.frv.

Jón Logi (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband