Því stærri, því óhultari.

Í eftirmálum bankakreppunnar á Vesturlöndum kemur sí og æ í ljós, að því stærri sem bankinn eða fyrirtækið er, því meiri fyrirgreiðslu fær það á meðan þeir smáu verða að sæta afarkostum.

Írskur almenningur er ekki ánægður með að axla 5000 milljarða tap til að bjarga banka, sem talinn var of stór til þess að það mætti láta hann rúlla.

Svipað fyrirbæri sést í stóru og smáu.  Þannig var áberandi hve bankarnir voru áfjáðir í að lána mönnum, sem bárust mikið á með bruðli af ýmsu tagi á sama tíma og þeir, sem sýndu aðhald og bárust lítt á, fengu minni fyrirgreiðslu af því að þeir sýndust eiga minna undir sér.

hNú vantar rannsóknarblaðamennsku á því hvað liggi að baki því mati til dæmis að skattgreiðendur borguðu 10 milljarða vegna Sjóvár á sama tíma og hinir smáu eru látnir róa. 

Eða af hverju 3200 milljónir voru settar í að sægreifar eystra fengju að skammta sér stóran arð og halda áfram eigum sínum á meðan hundruð heimila eru látin rúlla. 

Í öllum þessum tilfellum standa lánardrottnarnir eða ríkið frammi fyrir tveimur kostum: Að láta viðkomandi tapfyrirtæki rúlla með þeim afleiðingum sem slíkt hefur -  eða -  gefa eftir milljarða skuldir. 

Hvernig lítur svona dæmi út á vogarskálunum, - annars vegar gagnvart hinum stóru og hins vegar gagnvart hinum minni, hinum mikla fjölda heimila og smærri fyrirtækja sem eru í svona aðstöðu ? 


mbl.is Auðmenn græða á uppboðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

"Sá sem á gullið setur reglurnar" er setning sem ég hef lesið í fræðibókum í Stjórnun og Stefnumótun. Flóknara er það ekki. Reglurnar setur hann þá með sinn hag í huga.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 3.10.2010 kl. 09:46

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Haft er eftir franska rithöfundinum og heimspekingnum Voltaire að ef maður sér bankamann skríða út um glaggann eigi maður að fara á eftir honum: bankamaðurinn fer stystu og beinustu leiðina að peningunum.

Hvað hæft er í þessu skal ósagt látið. Voltaire gamli var háðfugl og ekkert var honum heilagt.

Almennin gshlutafélagið var stærsti hluthafi Geysir green energy sem aftur var stór hluthafi í Hitaveitu Suðurnesja. Nú eru þessar eignir í eigu útlends skúffufyrirtækis. Guðlaugur Þór fékk eina milljón í kosni ngasjóð sinn frá ATORKU í kosningumnum 2007. Hann gegndi lykilhlutverki í braskinu sem gekk út á að féfletta fólk sem varið hafði ævisparnaði sínum í hlutabréf. Lífeyrissjóðir töpuðu sennilega ekki minna á þroti Atorku sem nú er í eigu kröfuhafa.

Svínaríið er hrikalegt og sennilega verða allir þræðir raktir. En svik komast upp um síðir enda ekki alltaf auðvelt fyrir þá að fela sem þeir hafa verið að stela.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 3.10.2010 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband