Eitt af einkennum hlýnunar.

Einkennin sem gefa til kynna hlýnun loftslags eru fleiri en þau að sumarmánuðirnir séu þeir hlýjustu sem menn muna.

Það vorar líka fyrr og haustar seinna. Nýliðinn september var álíka hlýr og meðal ágúst. 

Meðalhiti í október er 4,4 stig og í meðalári er hitinn rúmlega fimm stig í fyrri hluta mánaðarins.

Hin vegar er útlit fyrir að meðalhiti fyrri hluta mánaðarins verði 5-6 stigum hærri en það og álíka og meðalhiti ágústmánaðar. 

Hitinn í október getur héðan af ekki orðið jafn lágur og í meðalári nema það frysti í lok næstu viku og verði frost það sem eftir er mánaðarins. 

Ekkert bendir til þess að svo verði, heldur þvert á móti. 

Ég get vel ímyndað mér að þetta "ljúfa, langa sumar" sem var heiti eins lagsins á Sumargleðiplötu, það er tímabilið 15. maí - 15. október, verði hlýjasta sumar síðan mælingar hófust. 


mbl.is Áfram sumarveður á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Ég hef oft heyrt talað um sumarið 1939 sem afburða gott sumar, fór því að lesa dagbækur föður míns sem hann hélt frá 1917- 1969 .Það sumar var mjög gott hér í Húnavatnssýslum en þetta sumar sem nú er að líða tekur því langt um fram með meiri hita og veður blíðu.

Ragnar Gunnlaugsson, 8.10.2010 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband