Dugar ekki að fjarlægja hitamælinn.

Sá fjöldi sem leitar til hjálparsamtaka sveiflast upp og niður eftir árferði, rétt eins og hitamælir sýnir hærra og lægra. Menn geta óskað sér að aldrei þurfi að nota hitamæli og að aldrei komi til þess að einstaklingar eða hópar utan hins opinbera komi nauðstöddum til hjálpar, en hvorugt er raunhæft, því miður.

Þrátt fyrir Græðgisbóluna miklu þurfti fólk á hjálp hjálparsamtaka að halda á þeim tíma, jafnvel árið 2007. 

Ef mikil fjölgun verður í þessum niðurlægjandi biðröðum er það merki um vangetu opinbera kerfisins frekar en merki um "ófagleg vinnubrögð" hjálparsamtaka. 

Ef maður kemur að ofurölvi manni, sem liggur bjargarlaus úti í frosti að næturlagi er ekki spurt um ófagleg vinnubrögð þegar manni er skylt að veita honum tafarlausa hjálp. 

Maður byrjar ekki fyrst á því að fá hann til þess að segja frá öllum málavöxtum til þess að finna út hvort hann geti sjálfum sér um kennt eða ætli jafnvel að sofna svefninum langa, heldur er hjálpin veitt tafarlaust. 

Maður spyr hann heldur ekki hvort hann sé nýlagstur þarna fyrir til þess að blekkja vegfarendur til að aka sér heim og fer ekki af vettvangi í þeirri trú, að einhver opinber aðili, til dæmis lögreglan, muni koma að honum og bjarga honum. 

Það er rétt hjá Jóni Gnarr borgarstjóra að vandinn er risavaxinn og vaxandi biðraðir blettur á borginni okkar.

Leiðin til úrbóta hlýtur að vera sú að opinberar stofnanir, sem málið heyrir undir, þeirra á meðal stofnanir borgarinnar, láti til sín taka og stefni að því að hjálpa hinu nauðstadda fólki þannig að það þurfi ekki að leita á náðir hjálparsamtaka. 

 

 


mbl.is Deila á matargjafir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lausnin liggur ekki hjá hinu opinbera. Lausnin liggur í því að skapa þannig aðstæður í landinu að fólkið geti bjargað sér sjálft.

Hákon (IP-tala skráð) 5.11.2010 kl. 14:25

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hákon, það er í verkahring hins opinbera að skapa þær aðstæður í landinu, að fólk geti bjargað sér sjálft.

Axel Jóhann Axelsson, 5.11.2010 kl. 14:36

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hækkum skattana á þeim sem eiga miklu meira en nóg af peningum.

Sækjum alla þá milljarða króna á vörubíl Sturlu Jónssonar og Davíð Oddsson setur þá í poka hjá Mæðrastyrksnefnd.

Þorsteinn Briem, 5.11.2010 kl. 15:16

4 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

já, Steini, Davíð Oddsson sem þiggir eftirlaun  og ritstjóralaun og er auk þess einn af aðalhrunstjórunum ætti svo sennilega að setja í einn vörubílsfarm.

Úrsúla Jünemann, 5.11.2010 kl. 16:05

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 5.11.2010 kl. 16:17

6 Smámynd: Ásta María H Jensen

Ómar eins og úr mínum huga mælt. Guð blessi þig

Ásta María H Jensen, 5.11.2010 kl. 19:38

7 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Úrsúla Jünemann þú ættir að skammast þín. Davíð Oddson er vissulega gagnrýnisveðrur, en biðraðir hjá hjálparsofnunum er þessari ríkisstjórn að kenna og ,, húrrahrópunum ríkisstjórnarinnar" skammastu þín!!! 

Ómar hefur vissulega samúð með þeim sem minna mega sín, en hann hefur hér á blogginu stutt óábyrga Samfylkingu. Þannig ber Ómar einnig ábyrgð. 

 E.t.v. þurfum við fagstjórn, utanþingstjórn, eða þjóðstjórn. Allt er betra en það sem við höfum nú. Fylgið við ríkistjórnina er nú 30%, hvað haldið þig að fylgið verði um áramót. eða í febrúar? Fjölmiðlafulltrúar ríksstjórarinnnar hvísla í eyra Jóhönnu, þú er fallegust, yngst og afar hæf í starfi. Við hin sjáum allt annað!

Sigurður Þorsteinsson, 5.11.2010 kl. 22:56

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.12.2009:

"Ég hef verið í þeim hópi sem hafði miklar áhyggjur af þróun mála hér á landi allt frá árinu 2003 og varaði við innan og utan Landsbankans," segir Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur.

"Lækkun bindiskyldu Seðlabankans á því ári [2003] skapaði um 800 milljarða króna útlánagetu hjá innlendum lánastofnunum. Sú útlánageta fann sér framrás meðal annars í íbúðalánum.

Hækkun lána og lánshlutfalls Íbúðalánasjóðs á árinu 2004 var olía á eldinn," segir Yngvi Örn í ítarlegu viðtali í helgarblaði DV.

"Tvennar stóriðju- og virkjanaframkvæmdir á árunum 2004 til 2008, sem juku innlenda fjárfestingu um 40 prósent á ári, hlutu að leiða til ofþenslu.

Tilslakanir í ríkisfjármálum, meðal annars lækkun skatta frá 2005 og miklar opinberar framkvæmdir, hlutu einnig að magna vandann."

Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur - Reyndi að vara þá við

Þorsteinn Briem, 5.11.2010 kl. 23:29

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru komnir í 13,3% í júní 2007, 15,5% í maí 2008 og 18% í október 2008."

Jöklabréf
- Wikipedia


Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007

Þorsteinn Briem, 5.11.2010 kl. 23:34

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

ÍSLAND OG VERÐTRYGGING.

"Verðtrygging er algengust í löndum sem styðjast við veikan gjaldmiðil og þar sem mikil ÓVISSA er talin um þróun verðlags.

Við þau skilyrði er ólíklegt að mikill áhugi sé á að gera langtímasamninga í viðkomandi mynt án verðtryggingar.

Í löndum sem styðjast við sterka gjaldmiðla og hafa langa sögu um nokkuð góðan árangur í baráttu við verðbólgu er hins vegar algengt að gerðir séu langtímasamningar í viðkomandi mynt, jafnvel með föstum vöxtum."

Gylfi Magnússon um verðtryggingu lána

Þorsteinn Briem, 5.11.2010 kl. 23:40

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Verðtryggt 20 milljóna króna jafngreiðslulán tekið hjá Íbúðalánasjóði til 20 ára með 5% vöxtum, miðað við 5% verðbólgu á lánstímanum og mánaðarlegum afborgunum:

ÚTBORGUÐ FJÁRHÆÐ:

Lánsupphæð 20 milljónir króna.

Lántökugjald 200 þúsund krónur.

Útborgað hjá Íbúðalánasjóði 19,8 milljónir króna.

Opinber gjöld 301 þúsund krónur.

Útborguð fjárhæð 19,5 milljónir króna.

HEILDARENDURGREIÐSLA:

Afborgun 20 milljónir króna.

Vextir 11,7 milljónir króna.

VERÐBÆTUR 22,1 MILLJÓN KRÓNA.

Greiðslugjald 18 þúsund krónur.

SAMTALS GREITT 53,8 MILLJÓNIR KRÓNA.

Meðalgreiðslubyrði á mánuði allan lánstímann 224 þúsund krónur.

Eftirstöðvar byrja að lækka eftir 72. greiðslu, eða sex ár.

Þorsteinn Briem, 5.11.2010 kl. 23:41

12 identicon

Það vantar  einhvers konar uppstokkun til að taka á þessu í heild sinni. Sumir taxtar eru svo lágir að fólk getur ekki framfleytt sér þá það sé í fullri vinnu.

Sumt fólk sem er atvinnulaust í dag gæti lækkað í launum við að fá vinnu á strípuðum taxta. Þetta er ekkert nýtt fyrirbæri, stjórnvöld vildu bara ekki sjá þetta í þenslunni.

Byrjunin hlýtur að vera að finna út hver raunveruleg lágmarksframfærsla er. Ef það þarf að úthluta matarstyrkjum til fólks sem er í fullri vinnu er þá  ekki í reynd verið að 

niðurgreiða atvinnustarfsemi sem ræður ekki við að borga laun sem hægt er að lifa á ?

Þessar matarbiðraðir eru einskonar nútíma útgáfa af gapastokknum.

Guðmundur Guðundsson (IP-tala skráð) 6.11.2010 kl. 09:59

13 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Verjumst óréttlætinu og látum þetta ekki líðast! Lögfræðingar og dómarar eru núna með gríðarleg laun sem koma til vegna ástandsins látum þá stétt borga meira til samfélagsins því að ekki er hægt að sjá að hún vinni heimavinnuna sýna, ekki króna fundin af þeim þúsundum milljóna sem töpuðust í hruninu 2008!

Sigurður Haraldsson, 6.11.2010 kl. 11:31

14 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Mér dettur ekki hug að draga úr ábyrgð núverandi valdhafa hjá ríki og borg. Annars hefði ég ekki skrifað þennan pistil.

Hafa má þó það í huga hvað olli Hruninu í upphafi og þar með þeim vanda sem við er að glíma. 

Ómar Ragnarsson, 6.11.2010 kl. 13:27

15 identicon

Axel Jóhann vill að ríkisvaldið skapi þær aðstæður, að fólk geti bjargað sér sjálft. Gott og vel, en vonandi á hann ekki við þær aðstæður sem Dabbi og Dóru skópu sínum tíma og gerðu nokkrum fjárglæframönnum kleift að “bjarga sjálfum sér”, en um leið að rýja samfélagið inn að skinninu. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 6.11.2010 kl. 15:19

16 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Nákvæmlega Ómar höfum það í huga hvað olli hruninu í upphafi!

Sigurður Haraldsson, 6.11.2010 kl. 23:57

17 identicon

Það er ekki glænýtt að fólk eigi varla ofan í sig eða á, en leiðinlegt að sjá það vandamál vaxa í kringum þessa bólu sem hér varð.

Fyrir ca. 15 árum kom ég eilítið að því máli að hjálparstofnun kirkjunnar fékk heilan bíl af hrossum til matargjafa. Gefins. Það var gert í gegn um slátursamlag.

Þá var offramboð af kjöti á markaðnum.

Það er leitt að sjá þetta vandamál vaxandi, og skyldum við kannski hugsa til þess að við sitjum á matarkistu nokkurri. Að klippa þessar súpu-biðraðir niður í 0% eru smámunir fjárhagslega á móti puðri eins og icesave og ESB.

p.s. Það eru ekki allir lögfræðingar í svallveislu vegna hrunsins. Bara sumir.....

Jón Logi (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband