Áfram, Ömmi frændi!

Ég hygg, að meðan samgöngur eru stundaðar í lofti, verði Reykjavíkurflugvöllur nauðsynlegur á þeim forsendum að samgöngur snúast um það hafa leiðir á landi, sjó og í lofti sem greiðastar og stystar.

Það getur ekki talist framför í samgöngum að lengja ferðaleiðina fram og til baka milli Reykjavíkur og Akureyrar um 160 kílómetra. 

Vísa að öðru leyti í blogg mitt, næst á undan þessu, þar sem fjallað er nánar um þetta mál. 

P.S.  Hvatningarorðin "áfram, Ömmi frændi" þýða það ekki að hann sé frændi minn, heldur hef ég kallað hann þetta síðan hann starfaði með mér á fréttastofu Sjónvarpsins hér í den og var formaður Starfsmannafélagsins. 

Innanhúss fékk hann þetta gælunafn sem tákn um það hve umhugað honum var um hag okkar allra. 


mbl.is Hefði ekki blásið miðstöð af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Reykjavíkurflugvöllur þjónar ekki eingöngu Reykjavík og flugvöllur á Hólmsheiði yrði miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu.

Þorsteinn Briem, 10.11.2010 kl. 22:57

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hólmsheiði er ekki góður kostur veðurfarslega séð og nú þegar er sótt að henni til annarra nota þar sem veðurskilyrði eru ekki jafn nauðsynleg.

Ég sé ekki hvaða akkur er í því að leggja niður flugvöll sem er "miðsvæðis" og reisa í staðinn lakari flugvöll sem líka er "miðsvæðis". 

Ómar Ragnarsson, 10.11.2010 kl. 23:05

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í póstnúmerum 101, 107 og 105 (Hlíðum og Túnum) í Reykjavík eru rúmlega 40 þúsund íbúar og á Seltjarnarnesi um 4.400 íbúar.

Vestan Kringlumýrarbrautar eru því samtals um 44.500 íbúar
og frá Kringlumýrarbraut að vestustu byggð á Seltjarnarnesi eru einungis fimm kílómetrar, klukkutíma ganga.

Í Reykjavík búa nú 118 þúsund manns og ef Reykjavík og Seltjarnarnes væru eitt bæjarfélag byggju þannig um 40% íbúanna vestan Kringlumýrarbrautar, sem er í raun vesturhluti eða Vesturbær Reykjavíkur.

Þorsteinn Briem, 10.11.2010 kl. 23:09

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ferðakostnaður mun skipta hér tiltölulega litlu máli í framtíðinni, því nú kostar 70 krónur að aka rafbíl á milli Reykjavíkur og Akureyrar. Rafbílar verða eftir nokkur ár algengir hérlendis, sem mun lækka töluvert kostnað við flutning vara frá Reykjavík út á landsbyggðina og þar með vöruverðið þar. Hins vegar er Bónus nú þegar með sama vöruverð á öllu landinu.

Og hér verða hugsanlega framleiddir rafbílar á næstunni í samvinnu við Indverja. Akureyri væri trúlega besti staðurinn fyrir slíka bílaverksmiðju. Þar og á Sauðárkróki verða að öllum líkindum framleiddar koltrefjar sem notaðar eru í bíla og flugvélar en þær eru léttari og sterkari en ál.

Indverjar og Kínverjar eru um 40% mannkyns og framleiða nú þegar töluvert af bílum.

Kostnaður við flutning vara og fólks mun því skipta mun minna máli hér eftir nokkur ár en nú. Rafbílar menga heldur ekki andrúmsloftið eins og hefðbundnir bensínbílar og skapa ekki hávaða, sem skiptir miklu máli í þéttbýli.

Sá tími sem fer í að komast í og úr vinnu skiptir fólk hins vegar miklu máli og hagkvæmast er að búa sem næst sínum skóla eða vinnustað, auk þess sem mikil umferð kostar mikið og dýrt viðhald gatna og vega.

Það hefur engan tilgang að hugsa eins og veröldin muni ekki breytast mikið, einnig á hverjum áratug fyrir sig.
Hvernig litu farsímar og fartölvur út fyrir 15 árum? Ör þróun á rafhlöðunum í þeim hefur vegna síaukinnar eftirspurnar gert rafbíla hagkvæma og mun gera þá enn hagkvæmari.

Þorsteinn Briem, 10.11.2010 kl. 23:14

5 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Það er nú þegar búið að þrengja að flugvellinum í Skerjafirði og þess vegna þjónar hann ekki tilgangi. Legg til að gerður verði völlur undir innanlandsflug á norðanverðu Álftanesi og síðan verði allt kennsluflug, æfingaflug og útsýnisflug bannað yfir borginni.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 10.11.2010 kl. 23:16

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Flugvöllur á Hólmsheiði yrði einungis í 15 kílómetra fjarlægð frá Gamla miðbænum í Reykjavík og áætlaður ferðatími þangað frá flugvellinum er 15 mínútur, samkvæmt skýrslu frá september 2006 um framtíðarflugvallarstæði í Reykjavík. Hæð yfir sjó yrði 135 metrar, en Keflavíkurflugvöllur er í 52ja metra hæð, og aðalbraut lægi AV en þverbraut NS.

Blindaðflug yrði mögulegt úr austri og vestri og Hólmsheiði fær góða eða þokkalega einkunn fyrir alla flugstarfsemi, þar með talið sjúkraflug, sem fær þokkalega einkunn.

Heildarkostnaður við flugvöllinn yrði um tíu milljarðar króna en frá þeirri upphæð dregst andvirði verðmætasta byggingarlandsins í Reykjavík, 135 hektarar innan girðingar í Vatnsmýrinni, og Samtök um betri byggð töldu árið 2001 að það byggingarland væri að minnsta kosti fjörutíu milljarða króna virði.

Reykjavíkurflugvöllur - Myndir og kort


Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024


Veðurmælingar á Hólmsheiði, Reykjavíkurflugvelli og Keflavíkurflugvelli

Þorsteinn Briem, 10.11.2010 kl. 23:26

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nýleg skýrsla um veðurfar við Reykjavíkurhöfn

Hagfræðistofnun reiknaði árið 2007 með 38 milljarða þjóðhagslegum ábata af flugvelli á Hólmsheiði og 18 milljarða hagnaði ríkissjóðs, 26 milljarða hagnaði borgarsjóðs og 11,5 milljarða hagnaði íbúa höfuðborgarsvæðisins.


Hins vegar yrði töluvert minni ábati af flugvelli á Lönguskerjum.

Apríl 2007: Úttekt á framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar - Sjá bls. 87


Á Hólmsheiði er nægt rými fyrir alhliða innanlandsflugvöll, kennsluflug, einkaflug og flugsvið Landhelgisgæslunnar.


Þar var að meðaltali 79,8% loftraki árin 2006 og 2007 en 75,3% í Vatnsmýrinni.

Meðalvindhraði
á Hólmsheiðinni á þessu tímabili var 6,6 m/s en í Vatnsmýrinni 5,4 m/s og tíðni vindátta var áþekk.

Og á Hólmsheiðinni var meðalhitinn 4,5 gráður, eða 1,1 gráðu lægri en á Reykjavíkurflugvelli og Keflavíkurflugvelli.

Veðurmælingar á Hólmsheiði, Reykjavíkurflugvelli og Keflavíkurflugvelli


Hins vegar var meðalhitinn á Hólmsheiðinni árin 2006 og 2007 trúlega eins og hann var á Reykjavíkurflugvelli árið 1975.

Hlýnað hefur hérlendis um 0,35°C á áratug frá árinu 1975, um 1,1 gráðu, sem er nokkru meira en hnattræn hlýnun á sama tímabili.

Veðurstofa Íslands - Loftslagsbreytingar


Meðalhiti eftir mánuðum í Reykjavík á árunum 1961-1990 var á bilinu 0-10°C, kaldast í desember og janúar, þegar meðalhitinn fór rétt niður fyrir frostmark, en heitast í júlí og ágúst.

Og búast má við áframhaldandi hlýnun í Reykjavík næstu áratugina.


Veðurstofa Íslands - Hnattrænar breytingar loftslags og áhrif þeirra á Íslandi - Sjá bls. 17


Þannig reiknar Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen með að sjávarstaðan við Reykjavík hafi hækkað um 80 sentímetra árið 2100 og 205 sentímetra árið 2200 vegna landsigs og gróðurhúsaáhrifa.

Sjávarstaðan hækkar því mikið við Löngusker á næstu áratugum og færir þau í kaf. Og væntanlega þarf að hækka sjóvarnargarða í Reykjavík.

Austurhöfnin - Minnisblað VST um sjávarstöðu í Reykjavík - Sjá bls. 19

Þorsteinn Briem, 10.11.2010 kl. 23:29

8 identicon

Norður Álftanesi?

Álftnesingar hafa í hundruði ára barist og unnið orrustur um áætlarnir um flugvöll á nesinu ;)

En ertu að tala um að hafa hann á Bessastaðanesinu ? Eina raunhæfa plássið, fyrir utan það augljósa. Friðað varpsvæði.

Annars er hvergi pláss á nesinu fyrir bannsettann flugvöll.

Unnar Geirdal (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 23:30

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hvað þýðir það að meðalrakastig á Hólmsheiði er næstum 5% hærra en í Vatnsmýri og hitasti 1,1 stigi lægra? 

Svarið er einfalt: Mun oftar þoka og lélegt skyggni. 

Ómar Ragnarsson, 10.11.2010 kl. 23:40

10 Smámynd: Frosti Heimisson

Rétt hjá þér Ómar. Það sem þetta snýst um er hvort leggja eigi niður innanlandsflug eða ekki. Það er öllum ljóst að við værum að færa innanlandsflug fjær borg en nokkur Evrópuríki hefur gert og það er ósköp einfaldlega ekki gerlegt. Annaðhvort verður völlurinn áfram í Vatnsmýri eða við förum að aka á milli þessara staða. Það liggur í hlutarins eðli að það borgar sig ekki að aka til Keflavíkur til að fljúga til Akureyrar og aftur til baka.

Frosti Heimisson, 10.11.2010 kl. 23:42

11 Smámynd: Frosti Heimisson

... og þeir sem halda því fram að Hómsheiði sé möguleiki hafa einfaldlega ekki vit á flugi. Það vita allir sem fljúga að það er ógerlegt með öllu að halda þar uppi sama þjónustustigi og í Reykjavík (fyrir utan alla þjónustuskerðinguna sem felst í því að fara úr miðbænum með völlinn yfir höfuð).

Frosti Heimisson, 10.11.2010 kl. 23:43

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Blindaðflug yrði mögulegt úr austri og vestri og Hólmsheiði fær góða eða þokkalega einkunn fyrir alla flugstarfsemi, þar með talið sjúkraflug, sem fær þokkalega einkunn.

Þorsteinn Briem, 10.11.2010 kl. 23:51

13 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll Ómar já hann Ögmundur er okkar maður það er víst.

Sigurður Haraldsson, 11.11.2010 kl. 00:00

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þar sem nú er flugvöllurinn í Vatnsmýrinni verður reist um 4.500 manna byggð, samkvæmt verðlaunatillögu.

Verðlaunatillaga Graeme Massie, Stuart Dickson, Alan Keane, Tim Ingleby, Edinborg


Skipulagssjá - Smelltu á viðkomandi hverfi til að fá upplýsingar um skipulagið


Í Vatnsmýrinni er verðmætasta byggingarlandið í Reykjavík. Í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík eru alls um 20 þúsund nemendur og kennarar og á Landspítalanum starfa um fimm þúsund manns.

Í og við Vatnsmýrina eru einnig til að mynda stúdentagarðar, Norræna húsið, Hótel Loftleiðir, bílaleiga, bensínstöð, Keiluhöllin, Valsheimilið á Hlíðarenda og ylströndin í Nauthólsvík.

Göng verða gerð undir Öskjuhlíðina.

Miðbær Reykjavíkur verður því allt svæðið frá Reykjavíkurhöfn að Nauthólsvík og gengur eins og öxull á milli strandanna.

Á því svæði er nú þegar til að mynda fjöldinn allur af matsölustöðum og krám, hótel, skemmtistaðir, verslanir og bankar. Einnig Alþingi, Stjórnarráðið og Ráðhúsið, Seðlabankinn, Menntaskólinn í Reykjavík, Tjörnin, Hljómskálagarðurinn, Austurvöllur, Arnarhóll, Ingólfstorg, Lækjartorg, höfnin og nýja tónlistar- og ráðstefnuhúsið, Harpa.

Hinn svokallaði Nýi miðbær í Reykjavík, Kringlan og nágrenni, er enginn miðbær.

Á Hólmsheiði er nægt rými fyrir alhliða innanlandsflugvöll, kennsluflug, einkaflug og flugsvið Landhelgisgæslunnar. Og flugvöllurinn yrði í einungis 15 mínútna akstursfjarlægð frá Lækjartorgi
.

Í ársbyrjun 2006 var markaðsvirði byggingaréttar á 123 hekturum í Vatnsmýrinni 74,5 milljarðar króna án gatnagerðargjalda, rúmlega 600 milljónir króna á hektara, og um 37 þúsund krónum hærra á fermetra en í útjaðri borgarinnar.

Apríl 2007: Úttekt á framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar, bls. 64-65


Verðið hefur væntanlega lækkað töluvert frá þessum tíma en það hækkar að sjálfsögðu aftur.

Best er að flestir búi sem næst sínum vinnustað og mikilvægt
er að þétta byggðina í Reykjavík.

Bílaeign Reykvíkinga jókst um þriðjung frá árinu 1995 til 2004, þegar Reykjavík varð áþekk bandarískum bílaborgum. Árið 2004 var 591 einkabíll á hverja eitt þúsund íbúa í Reykjavík, sem er svipað og í Bandaríkjunum, og 76% allra ferða íbúa á höfuðborgarsvæðinu voru þá farnar í einkabíl.

Byggt land á höfuðborgarsvæðinu var um 6.500 hektarar árið 2004 og þá bjuggu þar einungis 28,8 íbúar á hektara, svipað og í bandarískum borgum. Og þar af var byggt land í Reykjavík um 3.500 hektarar.

Reykjavíkurborg í febrúar 2006: Samgönguskipulag í Reykjavík

Þorsteinn Briem, 11.11.2010 kl. 00:01

15 Smámynd: Frosti Heimisson

Ómar... ég ætla nú ekki að reyna við Steina... hann virðist vera með þetta allt á hreinu en hér er lesning sem þú mátt kommenta á (hér reyndar því þetta er útrunnið hjá mér) : http://frost.blog.is/blog/frost/entry/625356/

Frosti Heimisson, 11.11.2010 kl. 00:11

16 identicon

Flott, flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni !

Flugvöllurinn gæti ekki verið betri staðsettur þar sem hann er núna, nálægð spítala, miðborginni, veðurfar og fl og fl... 

Hann er búinn að vera þarna síðan á stríðsárum og mun vonandi vera þarna til frambúðar!

Daníel (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 00:27

17 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er svo skemmtilegt að sjá að þeir, sem vilja flugvöllinn í burtu, reikna  því að milljarðarnir, sem borgaðir yrðu fyrir lóðirnar,  séu hreinar tekjur, sem líkt og detti af himnum.

Samkvæmt því myndi líka borga sig að leggja höfnina og Miklubrautina niður því að þá myndu tugir milljarðar detta í viðbot af himnum.

Þeir virðast ekki reikna með því að neinir muni borga þessa milljarða og spyrja ekki að því, í hvað annað þeir hefðu verið notaðir, ef þeir væru ekki notaðir til lóðakaupa í Vatnsmýrinni. 

"Hesturinn ber ekki það sem ég ber" sagði karlinn. 

Ómar Ragnarsson, 11.11.2010 kl. 01:00

18 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Varplandi má fórna enda minniháttar hagsmunir. Æðarvarp er hægt að færa og byggja upp annars staðar. Og já, Bessastaðanesið er ideal staður fyrir flugvöll. þar má koma fyrir 2 flugbrautum í fullri lengd. Síðan leystum við samgönguvandamálin í Vatnsmýri og Kringlumýri með því að tengja Seltjarnarnes Löngusker og Álftanes með hábrúm og þvertengingu í Kópavog. Þá fáum við hringtengingu um höfuðborgarsvæðið sem flytur miðpunktinn í Kópavoginn. Þá yrði flugvöllur á Bessastaðanesi í útjaðri byggðar en samt miðsvæðis. Aðeins 5 mínútna fjarlægð frá miðborgarkjarnanum í 101.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 11.11.2010 kl. 01:11

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hagfræðistofnun reiknaði árið 2007 með 38 milljarða þjóðhagslegum ábata af flugvelli á Hólmsheiði og 18 milljarða hagnaði ríkissjóðs, 26 milljarða hagnaði borgarsjóðs og 11,5 milljarða hagnaði íbúa höfuðborgarsvæðisins.

Hins vegar yrði töluvert minni ábati af flugvelli á Lönguskerjum.

Apríl 2007: Úttekt á framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar - Sjá bls. 87

Þorsteinn Briem, 11.11.2010 kl. 01:27

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hægt yrði að flytja sjúklinga með þyrlu af flugvelli á Hólmsheiðinni á þyrlupallinn við nýja Landspítalann, ef á þyrfti að halda.

Það tæki jafn langan tíma og að flytja sjúklinga með sjúkrabíl frá Reykjavíkurflugvelli í Vatnsmýrinni að nýja Landspítalanum. Og í langflestum tilfellum eru sjúklingar fluttir með sjúkrabíl á höfuðborgarsvæðinu.

Þar að auki eru sjúklingar á Suðurlandi og Vesturlandi, þar sem 70% landsmanna búa, nú fluttir á Landspítalann með þyrlum en ekki flugvélum. Og í fjölmörgum tilfellum eru sjúklingar á öðrum landsvæðum einnig fluttir þangað með þyrlu, auk allra þeirra sem sóttir eru af hafinu allt í kringum landið í alls kyns veðrum.

Þorsteinn Briem, 11.11.2010 kl. 01:36

21 identicon

Tek undir með Ómari  í 17 athugasemd, og svo er önnur spurning en það er með vatnsból okkar Reykvikinga en þau eru í nágrenni Hólmsheiðarinnar, hefur nokkuð verið athugað með það hvort að þeim stafi hætta umhverfislega af flugvallarstarfsemi  svona nálægt?

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 06:01

22 Smámynd: Sigursveinn

Fyrst vill ég segja við þig Ómar, takk fyrir síðast!  Varst frábær á föstudagskvöldið hér á Bifröst!  En varðandi sjúkraflugið þá væri nú í lagi hjá Steina að hafa staðreyndir á hreinu áður en hann blæs út um þyrlur sem aðalsjúkraflutningatæki hér á landi.  Það er einfaldlega ekki rétt.  Það er í undantekningartilvikum sem þyrlan er kölluð til.  Það sem ég skil hreinlega ekki er hvernig flugvöllurinn og ákvörðun um hvort hann verði í Vatnsmýrinni eða ekki varð að einkamáli Reykvíkinga.  Öll meginþjónusta þess samfélags sem við búum í er byggð upp í Reykjavík.  Til að mynda heilbrigðisþjónusta.  Það hlýtur að vera krafa þeirra sem búa á landsbyggðinni að það sé hægt að nálgast þá þjónustu eins skjótt og auðið er. Ef innanlandsflug fer til Keflavíkur, til að mynda þá spyr ég hvort ekki sé þá augljóst að uppbygging heilbrigðisþjónustu ALLRA landsmanna eigi að vera þar?  Nýtt hátæknisjúkrahús í bítlabænum?  Flugvöllurinn í Reykjavík er ekki einkamál Reykvíkinga heldur mál allra landsmanna og ætti að vera rætt á þeim grunni. 

Sigursveinn , 11.11.2010 kl. 09:25

23 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Tek undir öll rök með flugvellinum í Vatnsmýri, mörg góð hér og litlu við að bæta.

Frosti, hann Steini Briem er ekki með neitt á hreinu. Þú lést blekkjast á fjölda athugasemda hjá honum.

En hann er asskoti lunkinn í copy/paste... það má hann eiga, enda standast honum fáir snúning í þeim efnum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.11.2010 kl. 10:08

24 Smámynd: Ómar B.

Tek heilshugar undir skoðun nafna míns og ykkar allra sem talið með áframhaldandi veru flugvallarins í Vatnsmýrinni og til viðbótar eru það virkileg vonbrigði í mínum huga að hætt skuli við byggingu samgöngumiðstöðvar sem mikil þörf er á að ég tel.   Ég er svo heppinn að  geta nánast þakkað það veru flugvallarins við hlið Landsspítalans að dóttir mín lifði af heilahimnubólgu árið 1985 og  hvet ég alla sem umræðunni tengjast til að skoða allar hliðar málsins svo mikilvæg ákvörðun er brotthvarf flugvallarins. En litlar líkur verða að teljast á því að byggður verði nýr flugvöllur við anddyri Reykjavíkurborgar höfuðborgar okkar allra ef flugvöllurinn verður lagður af í Vatnsmýrinni.   

Ómar B., 11.11.2010 kl. 10:49

25 identicon

Ég held nú að flugvöllurinn væri ekki þarna ef að Breskum hefði ekki á sínum tíma þótt staðsetningin frekar hagkvæm.

Svo er það ekkert einsdæmi að flugvellir séu svona í miðborg, enda miðborgir þjónustukjarnar bæði út á við og inn á við. Ég man eftir lista upp á 600 miðborgir sem voru með flugvöll í miðjunni.

Svo er það þetta, - í miðri þenslubólunni lá skyndilega heil ósköp á að strauja niður flugvöllinn og brytja niður í lóðir og "búa til" heilmikil verðmæti. Það var nefnt á stórfundi af kjörnu fólki að "ef maður þarf að fara úr bænum þá getur maður bara keyrt upp á völl og geymt bílinn".

Þar gleymist "hin leiðin" sem er það fólk sem kemur hina leiðina, og bíllinn er ekki í ferðatöskunni.

Það að fabúlera með það núna að fara að leggja niður flugvöllinn og skapa þar með "verðmæti" á meðan heilu hálbyggðu hverfin eru mannlaus að grotna niður hlýtur að kalla á einstaka snilldarhugsun, sem ég bý því miður (lesist sem betur fer) ekki yfir.

Og svo einn handa Steina. Tilvitnun:

" Hægt yrði að flytja sjúklinga með þyrlu af flugvelli á Hólmsheiðinni á þyrlupallinn við nýja Landspítalann, ef á þyrfti að halda.

Það tæki jafn langan tíma og að flytja sjúklinga með sjúkrabíl frá Reykjavíkurflugvelli í Vatnsmýrinni að nýja Landspítalanum. Og í langflestum tilfellum eru sjúklingar fluttir með sjúkrabíl á höfuðborgarsvæðinu.

Þar að auki eru sjúklingar á Suðurlandi og Vesturlandi, þar sem 70% landsmanna búa, nú fluttir á Landspítalann með þyrlum en ekki flugvélum. Og í fjölmörgum tilfellum eru sjúklingar á öðrum landsvæðum einnig fluttir þangað með þyrlu, auk allra þeirra sem sóttir eru af hafinu allt í kringum landið í alls kyns veðrum."

Ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta. Mæli þó með að Steini leigi sér Þyrlu með fullu gjaldi. Kynni sér svo reikninginn. Það má svo vissulega extrapólera það yfir í að hægt væri að reka heila flugsveit af þyrlum fyrir vextina af nýjum Landsspítala. Samt er hægt og hægara að reka áfram deildir á lansbyggðarsjúkrahúsum fyrir minna en kostnaðinn af Þyrlu. (Var ekki síðasta útkall í Eyjar ca 3ja mánaða kostnaður af rekstri deildarinnar sem lögð var niður og gerði útkallið þarft?)

Svo mæli ég með því að fljúga með Ómari um Hólmsheiði á dumpungsdegi. Hann veit alveg hvað hann er að fara.

Jón Logi (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 12:02

26 identicon

Eftir um 5 ár verða erlendir ferðamenn um ein milljón manns. 95% þeirra koma með flugi. Staðsetning innanlandsflugvallar í Keflavík gerði not þessara ferðamanna af innanlandsflugi að eðlilegum hlut og afkomumöguleika innanlandsflugs miklu vænlegri en núna. Til dæmis þyrfti stærri flugvélar til að anna flutningum austur og norður. Langstærstur hluti innlendra notenda er stofnanafólk sem flýgur á kostnað skattgreiðenda þ.e.a.s. Flugfélagið er eins konar ríkisflugfélag, hver kaus það í kosningum?

stefan benediktsson (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 12:40

27 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þyrlur Landhelgisgæslunnar fljúga á um fimm kílómetra hraða á mínútu, þannig að það tæki þær um þrjár mínútur að fljúga með sjúkling af flugvelli á Hólmsheiðinni á þyrlupall við Landspítalann við Hringbraut, ef á þyrfti að halda, svipaðan tíma og tekur að aka sjúklingi af Reykjavíkurflugvelli í Vatnsmýrinni á Landspítalann.

Fjórar mínútur
tæki að aka frá flugvelli á Lönguskerjum að Lækjartorgi, einungis 11 mínútum skemur en 15 kílómetra leið af flugvelli á Hólmsheiði.

Í ársbyrjun 2006 var markaðsvirði byggingaréttar á 123 hekturum í Vatnsmýrinni 74,5 milljarðar króna án gatnagerðargjalda, rúmlega 600 milljónir króna á hektara, og um 37 þúsund krónum hærra á fermetra en í útjaðri borgarinnar.

Apríl 2007: Úttekt á framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar, bls. 64-65


Verðið hefur væntanlega lækkað töluvert frá þessum tíma en það hækkar að sjálfsögðu aftur.

Best er að flestir búi sem næst sínum vinnustað og mikilvægt
er að þétta byggðina í Reykjavík.

Bílaeign Reykvíkinga jókst um þriðjung frá árinu 1995 til 2004, þegar Reykjavík varð áþekk bandarískum bílaborgum. Árið 2004 var 591 einkabíll á hverja eitt þúsund íbúa í Reykjavík, sem er svipað og í Bandaríkjunum, og 76% allra ferða íbúa á höfuðborgarsvæðinu voru þá farnar í einkabíl. 

Byggt land á höfuðborgarsvæðinu var um 6.500 hektarar árið 2004 og þá bjuggu þar einungis 28,8 íbúar á hektara, svipað og í bandarískum borgum. Og þar af var byggt land í Reykjavík um 3.500 hektarar.

Reykjavíkurborg í febrúar 2006: Samgönguskipulag í Reykjavík

Þorsteinn Briem, 11.11.2010 kl. 12:41

28 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálf Vatnsmýrin er einungis lítill hluti af Vatnsmýrarsvæðinu, sem er "svæði í Reykjavík fyrir austan Melana og Grímsstaðaholt, sunnan við Tjörnina, vestan Öskjuhlíðar og norðan Nauthólsvíkur."

Vatnsmýrin á milli Hringbrautar, Norræna hússins og Háskólavallar
, sem nú er bílastæði, hefur verið friðuð. Og þegar færa átti Njarðargötu á 650 metra löngum kafla frá Hringbraut til suðvesturs að Eggertsgötu, taldi Skipulagsstofnun að hægt yrði að tryggja vatnsrennsli til Tjarnarinnar og aðkomuleiðir fyrir fugla inn á þetta svæði.

Ný bensínstöð ESSO við Hringbraut, skammt frá Tjörninni, var opnuð í ársbyrjun 2007 og þá kom fram að "vegna nálægðar við viðkvæm svæði lúti frágangur stöðvarinnar ströngustu umhverfisskilyrðum sem gerð hafi verið um slíkan rekstur á landinu til þessa."

Í Vatnsmýrinni er flugvöllur, þar sem flugvélaeldsneyti er geymt í tönkum og fjöldinn allur af flugvélum tekur eldsneyti. Og væntanlega er meiri mengunarhætta af flugvallarstarfsemi en íbúðabyggð.

Staðsetning eldsneytistanka á Reykjavíkurflugvelli, sjá bls. 91


Í verðlaunatillögu frá 14. febrúar 2008 um 4.500 manna byggð í Vatnsmýrinni er gert ráð fyrir að þriðjungur hennar verði almenningsgarðar og græn svæði
, þar sem "Hljómskálagarðurinn er stækkaður til suðurs og ný tjörn umkringd fjölda nýrra bygginga gerð að miðpunkti Vatnsmýrarinnar." Um mengunarmál sjá bls. 34-36:

Verðlaunatillaga Graeme Massie, Stuart Dickson, Alan Keane, Tim Ingleby, Edinborg


Skipulagssjá - Smelltu á viðkomandi hverfi til að fá upplýsingar um skipulagið


"Kvosin í Reykjavík liggur mjög lágt og áður fyrr vatnaði oft upp í niðurföll við háa sjávarstöðu. Þegar hafnargarðarnir voru ekki komnir flæddi oft yfir malarkambinn við Hafnarstræti og alla leið inn í Tjörn.

Nú verja hafnargarðarnir fyrir slíkum flóðum og vegna þess að öllum skólpræsum út í Höfnina hefur verið lokað og skólpinu og afrennsli Tjarnarinnar dælt út í sjó annars staðar, flæðir skólp ekki lengur eftir skólpleiðslum upp í niðurföll og inn í kjallara."

Trausti Valsson, prófessor við HÍ: Áhrif sjávarstöðubreytinga á skipulag við strönd

Þorsteinn Briem, 11.11.2010 kl. 12:47

29 identicon

"Í ársbyrjun 2006 var markaðsvirði byggingaréttar á 123 hekturum í Vatnsmýrinni 74,5 milljarðar króna án gatnagerðargjalda, rúmlega 600 milljónir króna á hektara, og um 37 þúsund krónum hærra á fermetra en í útjaðri borgarinnar."

Síðast er ég gáði var 2010. Og land er til á höfuðborgarsvæðinu með hálfbyggð hverfi sem vart mælast með nokkuð verðgildi. Og svo liggur framkvæmdafé ekki beinlínis á lausu í þverpokavís.

Jón Logi (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 14:25

30 Smámynd: Þorsteinn Briem

Reykjavíkurflugvöllur verður ekki færður á næstu árum og byggingarland er mun verðmætara í Vatnsmýrinni en í útjaðri borgarinnar.

Hólmsheiði er hins vegar miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu.

Og Hólmsheiði fær góða eða þokkalega einkunn fyrir alla flugstarfsemi
, þar með talið sjúkraflug.

Þorsteinn Briem, 11.11.2010 kl. 14:53

31 identicon

Steini bara svo það sé á hreinu þá eru 5km/mín 300 km/klst og hámarkshraði Líf og Gná er ekki nema 270 km/klst en þeim er yfirleitt ekki flogið hraðar en 225 km/klst til að spara eldsneyti og viðhald.

Það er alveg ljóst að ef nota ætti þyrlur sem sjúkrabíla yrðu þessar þyrlur aldrei hentugur kostur.

Ég bíð hins vegar „spenntur“ eftir fyrstu reikningum fyrir viðhald á flugbrautunum upp á Keflavíkurflugvelli, þá fara milljarðarnir að rúlla! Verðum við ekki að fara að sætta okkur við að hér búa einungis 300.000 hræður!?

karl (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 17:33

32 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þegar veður er slæmt eða aðstæður erfiðar er leitað til þyrluþjónustu Landhelgisgæslunnar en hún þjónar auk þess Suður- og Vesturlandi."

Svar þáverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um sjúkraflug


"Fastur kostnaður flugsviðs [Landhelgisgæslunnar] er u.þ.b. 80-85% af árlegum rekstrarkostnaði sviðsins og er að mestu óháður því hversu margar flugstundir loftfaranna eru. Þetta þýðir m.a. að fækkun eða fjölgun flugtímanna fer ekki að hafa áhrif fyrr en hún er orðin veruleg."

Ársskýrsla Landhelgisgæslunnar 2003 - Sjá bls. 9-10

Þorsteinn Briem, 11.11.2010 kl. 18:05

33 Smámynd: Benedikt V. Warén

Verði flugstarfsemin lögð af í Vatnsmýrinni, legg ég til að votlendi mýrarinnar verði endurheimt og þar verði friðland þeirra gæsa, sem hröktust af svæði sínu vegna virkjanaframkvæmda við Kárahnjúka. 

Nú er lag fyrir einæga náttúruverndasinna að taka þær gæsir í fóstur og veita þeim varanlegan samastað í 101 Reykjavík.

Benedikt V. Warén, 11.11.2010 kl. 18:35

34 Smámynd: Þorsteinn Briem

15.5.2010:

"Friðlandið í Vatnsmýrinni er einstakt. Þar getur fólk notið villtrar náttúru og fuglalífs í miðri Reykjavíkurborg.

Með endurbótum á friðlandinu getur það þjónað hlutverki sínu enn betur sem griðastaður fugla, vatnalífvera og gróðurs og stefna Háskóli Íslands, Norræna húsið og Reykjavíkurborg að sameiginlegu átaki í slíkum endurbótum."

Vigdís Finnbogadóttir setti Vatnsmýrarhátíðina

Þorsteinn Briem, 11.11.2010 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband