In dubio pro reo.

Þessi fjögur latnesku orð eru eitt af grundvallarhugtökum réttarfars. Þau þýða, að leiki vafi á einhverju atriði skal hann túlkaður ákærða í hag.

Einnig er það kennt að gefi lagatexti ástæðu til að efast um túlkun hans, eigi að athuga eðli máls, umræður um það á þingi og í nefndarálitum og jafnvel að beita svonefndri lögjöfnun. 

Erfitt er að sjá hvernig hægt er að efast um að Geir H. Haarde hafi haft stöðu ákærðs manns eftir að það var fyrsta frétt í öllum fjölmiðlum og aðalumræðuefnið næstu daga að hann yrði fyrsti í íslenski ráðherrann sem dreginn yrði fyrir Landsdóm. 

Ofangreind orð hafa ekkert með það að gera hver sé málstaður Geirs varðandi sakarefnið, heldur aðeins það að benda á helstu sjónarmið, sem íhuga verði þegar hann fer fram á að sér sé skipaður verjandi "svo fljótt sem verða má" svo vitnað sé í texta laganna um Landsdóm. 

 


mbl.is Átelur vinnubrögð landsdóms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Þór Strand

Þetta þýðir Ómar minn að það verður að sýkna Geir strax vegna þess ágalla að hann einn er ákærður af fjórum, án þess að lagður hafi verið fram annar rökstuðningur en pólitík.

Einar Þór Strand, 21.11.2010 kl. 19:16

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Nú hafa tveir prófessorar í lögum lýst yfir enn eindregnari skoðun á þessu máli en ég gerði.

Ég tel hættu á því að ef þetta mál verði rekið lengur á þennan hátt myndist efi um það að öllum sé tryggð réttlát málsmeðferð í íslenska dómskerfinu. 

Ómar Ragnarsson, 23.11.2010 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband