Ýmsar mótsagnir kunna að koma upp.

Það er ekkert við því að segja að myndaður sé flokkur yst á hægri vængnum. Þó er hætt við að ýmis mál eigi eftir að kljúfa þennan flokk eins og aðra, til dæmis ESB-málið. 

Má til dæmis nefna þá mótsögn sem felst í því að vera á meðmæltur slíkri aðild en jafnfram að aðhyllast harða stóriðju- og virkjanastefnu. 

Það gengur illa upp því að þær þjóðir sem hafa gengið í ESB hafa orðið að taka upp mjög ákveðin skilyrði í lög sín um vandaða meðferð umhverfismála, sem ESB stendur fyrir.

Síðan getur þetta líka orðið öfugt hvað þessi tvö mál varðar og nefna má fleiri mál. 

Ef það er hins vegar rétt að þeir, sem vilja stofna svona flokk, hafi náð vel saman að undanförnu, þá gæti stofnun hans orðið að veruleika. 

Aðal vandi hans gæti orðið hinn allt of hái atkvæðaþröskuldur sem getur rænt allt að 8000 kjósendum réttinum til að fá menn á þing. 

Saga síðustu missera bendir ekki til að þessi þröskuldur geti komið í veg fyrir að skiptar skoðanir verði til þess að smáflokkar myndist.

Þannig þríklofnaði Borgarahreyfingin á mettíma eftir kosningar og að minnsta kosti þrír þingmenn VG virðast vera orðnir að sérstökum þingflokki. 

 

P.S

Ég hafði aðeins séð fréttina um nýja flokkinn á mbl.is þegar ég skrifaði þennan pistil en af frásögn Fréttablaðsins má ráða að hér sé um flokk vinstra megin í Sjálfstæðisflokknum en ekki yst úti á vængnum. Það hefur löngum verið viðkvæði hjá þeim sem hafa viljað kljúfa Sjálfstæðisflokkinn að þeir telji flokkinn hafa farið of langt út á "ný-frjálshyggjubraut" í stað þess að halda sig við stefnu Ólafs Thors, Bjarna Ben og Gunnars Thor. Slíkt virðist liggja að baki hugmyndunum um nýjan hægri flokk sem nú hafa verið reifaðar. 


mbl.is Segir viðbrögð góð við nýjum flokki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ef Íslendingar væru aðilar að Efnahagsbandalagi Evrópu, yrðu álfyrirtæki sem og önnur fyrirtæki sem hefðu hug á að koma sér upp forréttingu á Íslandi sem hefði t.d. umtalsverða mengandi starfsemi í för með sér að snúa sér að EBE með umsókn um það. Alþingi Íslendinga þyrfti EKKI að þurfa að taka afstöðu til slíkra samninga sem hafa hrein viðskipti í för með sér.

Kontóristarnir myndu taka á slíkri umsögn þannig að þeir hefðu tékklista að fara eftir: ganga þarf eftir að viðkomandi þyrfti að kaupa sér mengunarkvóta sem álfyrirtækin hafa fengið ókeypis fram að þessu í samskiptum sínum við íslensk stjórnvöld. Þetta nefndi Sif Friðleifsdóttir að gott væri að hafa íslensk lög!

Líklega má lengi leita hvort nokkuð þjóðþing í lýðræðislandi í veröldinni hafi þurft að  eyða jafnmiklum tíma og fyrirthöfn að setja sig inn í jafnflókin mál og viðskiptasamningur við alþjóðlegt stórfyrirtæki. En svona hefur það verið á Íslandi í meira en 40 ár. Mjög líklegt er að þarna hafi spilling stungið sér niður rétt eins og kringum fyrirbæri á borð við herstöðvar. Á Filippseyjum var gríðarleg spilling kringum herstöðvar Bandaríkjamanna þar en einhver breyting hefur orðið á þeim málum.

Hvort Sjálfstæðisflokkurinn sé að splundrast skal ósagt látið. Spilling vegna valda hefur lengi viðgengist þar og ekki gefið neitt eftir í öðrum flokkum eins og Framsóknarflokki sem talinn hefur verið nátengdur spillingu alllengi.

Oft vilja menn reyna að hreinsa til og prófa eitthvað nýtt í tómarúmi eins og nú er í íslenskum stjórnmálum. Íslenskur íhaldsflokkur gæti orðið staðreynd áður en varir en á hversu traustum hugmyndalegum grunni verður hann byggður?

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 27.12.2010 kl. 17:02

2 identicon

Ekki get ég neitt sagt við því að gerður sé hægri flokkur, það er löngu orðið þreitt mál að hlusta á ákúrur um þjóðverja í þeim málum.  En þegar ég les athugasemdirnar, verður mér á að hugsa að orðið "spilling" sé gífurlega misnotað, og kanski jafnvel misskilið í mörgum tilvikum?

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 27.12.2010 kl. 19:32

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ha „að gerður sé hægri flokkur“? Væri ekki betra að stofna flokk eða koma á fót nýjum flokki á fót?

Orðið „spilling“ hefur auðvitað „misvísandi“ merkingu. Var það spilling þegar þingmenn óku um landið með fullt skottið af áfengi og buðu bændum upp á brennivín?

Þetta þótti sjálfsögð „kurteysi“ við kjósendur í sumum sveitum á sínum tíma en þætti ekki viðeigandi í dag.

Á tímum „uppbyggingarinnar“ á Keflavíkurflugvelli var talað um 4-4-2 sem þýddi að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokurinn fengu hvor sín 40% en Alþýðuflokkurinn 20%, Sameiningarflokkur alþýðu - sósialistaflokkurinn og síðar Alþýðubandalagið ekkert.

Í dag þykir þetta vera alldjörf spilling, svona var þetta þá enda virðist eins og siðvæðing í pólitíkinni hafi verið mjög fjarlæg eins og margir vilja jafnvel enn líta á.

Mosi

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 30.12.2010 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband