Eigum við ekki að leyfa þessu barni að koma?

Umfjöllunin í Kastljósi í kvöld um vandræði íslensku fjölskyldunnar á Indlandi héldu manni límdum við skjáinn.

Sá grunur læðist að manni að íslensk yfirvöld vilji af prinsipp ástæðum koma í veg fyrir að ættleiðing á borð við þá sem þarna er á ferðinni, eigi sér stað, enda standist hún ekki íslenskar lagakröfur þótt hún uppfylli öll lagaskilyrði á Indlandi.

Og að með því að draga lappirnar sem lengst og jafnvel stöðva þetta sé komið það ástand sem geti orðið til þess sem danskurinn kallar "til skræk og advarsel". 

Til þess að hræða aðra frá því að reyna þetta og gefa þeim aðvörun. 

En þá vaknar spurningin um eðli þessa máls sérstaklega. 

Svo er að sjá af gögnunum, sem greint var frá í kvöld, að hjónin hafi ekki verið átt viðskipti við einhverja skottulækna og undirheima á Indlandi heldur hafi þau staðið að þessu á eins vandaðan hátt og hægt var þar í landi. 

Með tilliti til þessa vaknar spurningin: Máttu þau vita fyrirfram í hvað stefndi? Að aðstæður og hagsmunir barnsins hefðu enga vigt og að íslenska kerfið yrði harðlokað? 

Ég sýnist það vera undirliggjandi af hálfu íslenskra yfirvalda að sporna gegn því eins og hægt sé að þessi leið til ættleiðingar sé farin (sem er það ekki að öllu leyti, faðirinn er kynfaðir barnsins) og að þess vegna þurfi hin íslenska fjölskylda á Indlandi að ganga í gegnum þær hremmingar sem raun ber vitni. 

En þá má spyrja: Er ekki farið að verða nóg komið? Er þetta mál ekki komið í það hámæli að ef þetta stenst ekki íslensk lög megi fólk í þessari stöðu vita það í framtíðinni að þessi leið sé ófær? 

Er þá ekki náð því takmarki að þetta verði "til að hræða frá og vara við"? 

Á sínum tíma risu íslensk stjórvöld upp úr flatneskjunni og sáu tll þess að Bobby Fisher fengi hér landvistarleyfi í stað þess að vera útlægur og hundeltur. Þá réði eðli máls meiru en einhverjar þurrar lagagreinar. 

Einu sinni var sagt: "Leyfið börnunum að koma til mín". 

Er fráleitt að við segjum núna: "Leyfum barninu að koma til okkar"? 


mbl.is Búa við ömurlegar aðstæður á Indlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Ég er alveg er ég sammála þér Ómar auðvitað eigum við að leyfa barninu að koma inn í okkar land... ég skil ekki allar þessa lagaflækjur sem þjóðin er búin að flækja sig í ,eð því að taka upp   alls konar lög og flækjur annarra þjóða. Ég vil velja aftur einfaldleikan sem var við hafður þegar ég var að alast upp  í Húnverskusveitinni hér forðum.

Nú er það nýjasta nýtt í fréttum að banna okkur að nýta grösin okkar ....EES ætlar að banna okkur það í apríl.  Það er með ólíkindum hvert EES er að  leiða okkur..

Sigríður B Svavarsdóttir, 10.1.2011 kl. 22:29

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Það er hlið á Ómari Ragnarssyni sem ég elska, og það er sú sem kemur fram í þessu bloggi. Mér fannst Dögg Pálsdóttir standa sig eins og hetja í Kastljósi í kvöld. Tek undir hvert orð, en líka þann kraft og samúð, sem í blogginu kemur. Þessi kerfismennska er óviðeigandi í þessu tilfelli. 

Sigurður Þorsteinsson, 10.1.2011 kl. 22:45

3 Smámynd: Skeggi Skaftason

Ég held að ég sé ekki sammála ykkur. Ég held að viss "kerfismennska" sé einmitt æskileg. Þarf ekki að eiga sér stað yfirveguð og ítarleg umræða um staðgöngumæðrun, fyrirbærið, kosti þess og galla, án þess að litla barn móti skoðanir okkar, eða ýti á að reglur séu smíðaðar í flýti ÁN umræðu?

Nú sá ég ekki umræddan Kastljósþátt, en ég bara stórlega efa að íslenskir embættismenn sé viljandi að tefja þetta ferli meira en nauðsyn krefur.

Viljum við leyfa íslenskum hjónum að greiða ungri fátækri íslenskri konu t.d. 10 milljónir fyrir að gerast staðgöngumóðir og ala barn fyrir hjónin? Í okkar hagkerfi gæti það samvarað þeirri upphæð sem fátæk indversk staðgöngumóðir fær fyrir 9 mánaða verkefni sitt.

Ég er alls ekki að segja að ég sé Á MÓTI hugtakinu staðgöngumæðrun sem slíku, ég bara hreinlega hef ekki náð að hugsa þetta nógu vel og lengi.

Ég tel varasamt að við mótum okkur skoðun sem byggist um of á tilfinningum í garð drengsins litla.

Skeggi Skaftason, 10.1.2011 kl. 23:29

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég er ekki að setja fram neinar ákveðnar skoðanir á því hvort þetta fyrirbæri eigi að vera svona áfram.

Það eina sem ég er að segja er að ef menn vilja koma í veg fyrir að þetta sé gert á þennan hátt eigi að nota þetta atvik til þess að auglýsa það svo allir megi vita, að þetta verði ekki liðið aftur.  Ef það er þá svona slæmt. 

Það myndi þýða að allir sem reyndu þetta hér eftir myndu vita nákvæmlega hvar þeir stæðu í upphafi. 

Mér finnst hins vegar að miðað við það hve lítið hefur verið vitað um þetta fram að þessu eigi að skoða það að gera undantekningu í þetta sinn, en taka þá skýrt fram að hér sé alls  ekki um fordæmi að ræða. 

Ómar Ragnarsson, 11.1.2011 kl. 00:21

5 identicon

Barnið er komið í heiminn, því verður ekki breytt. Það er aumingjaskapur af hæstu gráðu að draga lappirnar í því að fá það heim. Börn ættu alltaf að vera og finna sig velkominn á Íslandi því þau munu byggja landið. Land sem er fjandsamlegt börnum er á rangri leið hvað sem lagatækni líður.

Árni (IP-tala skráð) 11.1.2011 kl. 00:30

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Barnið heim sama hvað stjórnvöld segja því að þau eru vanhæft til að stjórna landinu hvað þá að taka svona ákvörðun! Ekki var alþingi í vafa þegar kom að því að leifa samkynhneigðum að ganga í sambúð!

Sigurður Haraldsson, 11.1.2011 kl. 00:47

7 identicon

Ég tek undir með honum Skegga. Það hefur engin umræða orðið um siðferðislegu hliðina á þessu máli. Ég horfði á Kastljósþáttinn og varð satt að segja fyrir miklum vonbrigðum með hvernig Þóra vann úr efninu á þennan gagnrýnislausa hátt.

Við skulum ekki gleyma því að það eru foreldrarnir sem komu barninu í þessa stöðu, með því að vaða út í þetta vitandi að það er ólöglegt á Íslandi, ekki stjórnvöld.

Ég er alls ekki á móti staðgöngumæðrun en það þarf að huga að öllium hliðum áður en þetta verður leyft. En ég er viss um að þetta á eftir að leysast og barnið komi heim áður en langt um líður.

Lára (IP-tala skráð) 11.1.2011 kl. 02:07

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er sannarlega hægt að finna til með – og þá vonandi hjálpa – þessum hjónum þarna úti, sem eru að þessu í atvinnuleysi og verða að bíða þar við afar erfiðar aðstæður.

En staðgöngumæðrun sem slík verður ekkert æskilegri fyrir það, þó að við tökum með opnum huga og hjarta á móti þessu blessuðu barni.

Hér í stjórnkerfinu, þ.e. á vettvangi Alþingis og raunar í Rúvinu líka, hefur verið anað á staðgöngumæðrun í nokkrum bægslagangi, án mikillar fyrirhyggju, en með þeim mun meiri auglýsingamennsku.

Frábærar greinar birtust hér á Moggabloggi í liðinni viku eftir íslenzkan lækni, Guðmund Pálsson. Hann gat svo sannarlega miðlað miklum og óvæntum fróðleik um málið. Hér eru þær greinar, ásamt fjörugum umræðum þar:

Staðgöngumæðrun - hvað á að leyfa og hvað á að banna. – og:

Staðgöngumæðrun: ný tegund frjálsræðisorgíu hjá áttavilltri þjóð eða mannréttindi?

Jón Valur Jensson, 11.1.2011 kl. 02:57

9 identicon

Það er hægt að hugsa og hugsa, og þæfa, en það er til einskins ef það gerist ekki neitt.

Það sem stendur upp úr svo að málið sé einfaldað, er það að BARNIÐ VERÐUR ÞOLANDINN, sama hvað öllu tuði líður.

Barnið er afkvæmi mannsins, og það þarf ekki endilega "sæðingu" til, - það eru meir að segja til bíómyndir um þessa etík frá þeim dögum er þurfti barasta að smíða í staðgöngumóðurina upp á gamla móðinn.

En...barnið er hálf-íslenskt, og borgari. Heim með það.

Jón Logi (IP-tala skráð) 11.1.2011 kl. 08:56

10 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það eru vissulega skiptar skoðanir á "staðgöngumæðrum" og þeirri aðferð.

Það sem er skelfilegast við þetta mál er þó að það bitnar á barninu fyrst og fremst. Það er ljóst að engin lög voru brotin í þessu máli á Indlandi, það er einnig ljóst að staðgöngumóðirin og eiginmaður hennar telja sig ekki eiga þetta barn og hafa gefið yfirlýsingar þar um. Því er þessi aðför stjórnvalda einungis gegn barninu, þau vilja ekki viðurkenna það sem barn sinna Íslensku foreldra og eru því í raun að gera barnið munaðarlaust!

Auðvitað vitum við að á endanum mun barnið fá að koma til landsins, einungis er verið að tefja málið. Hverjar orsakir stjórnvöld hafa til að gera þetta er erfitt að skilja. Ef um er að ræða einhvern gjörning til að vara aðra við og benda á að þetta samræmist ekki Íslenskum lögum, er nokkuð langt gengið og algjörlega óásættanlegt. Önnur ástæða og nærtækari gæti verið sú staðreynd að samþykkt alsherjarnefndar að veita barninu Íslenskan ríkisborgararétt fari fyrir brjóstið á ráðherra, ekki vegna þess að hann telji nefndina vera að fara inn á sitt stjórnunarsvið, heldur vegna þess að sá aðili innan nefndarinnar sem bar upp tillöguna er úr röngum stjórnmálaflokki!!

Í öllu falli er ótækt að börnum sé misboðið með þessum hætti af stjórnvöldum!!

Það er ljóst að jafnvel þó menn hafi skiptar skoðanir á því hvort þessi aðferð við barneignir séu skiptar og þó þær séu bannaðar hér á landi, mun fólk finna leiðir framhjá því banni.

Gunnar Heiðarsson, 11.1.2011 kl. 09:05

11 Smámynd: Matthildur Jóhannsdóttir

Það tók þýska kerfið tvö ár að hleipa börnunum heim.

http://www.earthtimes.org/articles/news/325715,germany-relents-admits-twins-with-indian-surrogate-mother.html

Matthildur Jóhannsdóttir, 11.1.2011 kl. 11:01

12 Smámynd: Matthildur Jóhannsdóttir

Ég var að leita að grein skrifuð í New deli times, af konu sem komst úr örbirgð með því að gerast staðgöngumóðir, fann hana ekki, en þetta fann ég. Oft á vesturlöndum hugsum við um fólk í öðrum heimsálfum sem illaupplýst eða sem börn. 

Critics say Indian surrogacy exploits the poor and risks the health of vulnerable women.

Ms Chauhan says her three surrogacies have taken her family from financial crisis to relative security. She has used the money with pragmatic discipline. Her first payment of 80,000 rupees ($2400) paid off debts accrued following a divorce. Her second surrogacy payment secured a house and she intends to put away most of this year's 350,000 rupees ($10,500) payment to educate her own two sons, Pankaj, 12, and Shivam, 10.

Ms Chauhan's first two surrogacies were for Indian couples but the baby she now carries is for an Israeli couple. This is a factor in the higher fee she will receive this time. "It's expected to be more when they are foreigners", she says.

Ms Chauhan receives regular check-ups at the Delhi-IVF and 5000 rupees ($150) a month for food and other living expenses while she is pregnant.

Alltaf að spirja þá sem eiga hlut að máli en ekki bara eitthverja sérfræðinga.

Matthildur Jóhannsdóttir, 11.1.2011 kl. 11:14

13 identicon

Voru ekki börn Sofíu Hansen 50% íslendingar? Vildi ekki þjóðin fá þau heim, en hnífurinn stóð í kúnni þar sem Tyrkir vildu ekki sleppa?

Þetta mál er þannig vaxið, að enginn Hal-í-mal er í spilinu. Enginn utan gerir tilkall til barnsins.

Og leiðir fram hjá slíku staðgöngu-móður-dæmi eru (eins og Gunnar bendir á) auðveldlega til (eins og ég bendi líka á). Það eru endalausar leiðir framhjá þessu. Með því að setja á bann sem halda ætti, yrði að hindra ÖLL hálfíslensk börn sem fæðast á erlendri grundu og utan hjónabands í að fá að koma til t.d. blóðföður.

Svo er leyft að ættleiða hvort eð er. Frá Indlandi og Kína ef útí það fer. Verður þá ekki að banna það líka? Ekki má nú vera strangara á 50% íslending en 0%?

Jón Logi (IP-tala skráð) 11.1.2011 kl. 11:22

14 identicon

Svona til upplýsingar, þá eru "staðgöngumæður" ekkert nýtt. Alveg frá Babýlon.

http://en.wikipedia.org/wiki/Surrogate_mothers#History

Og þá voru ekki til þau ráð að nota strá.

Jón Logi (IP-tala skráð) 11.1.2011 kl. 14:05

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jón Logi, það er engin ástæða til annars en að upplýsa hér um fullt nafn þitt.

Gunnar, án þess að ég ræði málin frekar að sinni, þá efast ég satt að segja stórlega um þá tilgátu þína, "að samþykkt alsherjarnefndar að veita barninu Íslenskan ríkisborgararétt fari fyrir brjóstið á ráðherra, ekki vegna þess að hann telji nefndina vera að fara inn á sitt stjórnunarsvið, heldur vegna þess að sá aðili innan nefndarinnar sem bar upp tillöguna er úr röngum stjórnmálaflokki." Þetta hygg ég ekki ástæður Ögmundar. Dæmi Matthildar frá Þýzkalandi ætti m.a. að sýna þér það. Og er þér og öðrum hér ekki ljóst, að þessi mál taka sinn tíma á Indlandi, að þeir leysa ekki vandann með fölsun pappíra – að legal fiction leysir ekki málið?

Jón Valur Jensson, 11.1.2011 kl. 14:49

16 Smámynd: Dexter Morgan

"Í upphafi skildi endirinn skoða" stendur einhversstaðar. Mér finnst það frekar óvarlegt af þessum foreldrum að fara út í þetta, án þess að gæta að afleiðingunum. Svo er skuldinni skellt á vanhæft stjórnvalds-apparat hérna heima á íslandi. Þrá þeirra eftir barni hefur tekið burtu skynsemina. Barnið á alla mína samúð, enda bitnar þetta helst á barninu. En maður spyr sig: hvernig foreldrar verður þetta fólk, þegar heim er komið.

Dexter Morgan, 11.1.2011 kl. 15:46

17 identicon

Þorsteinsson er ég, Jón Valur, - á mér reyndar fáa nafna og engan alnafna. Það gátu þó tæknilega séð verið 2 aðrir með sömu fornöfn og nógu mörg ár undir beltinu til að geta fabúlerað upp eins útsmogna pistla og svör eins og moi.

Ég ætlaði að benda á vinkil í þessu mannréttindamáli, sem er ekki síður jafnréttismál. Hann er sá, að ekki virðist vera jafnt um leigumóður og leiguföður. Er brotið á báðum. Útskýrist hér:

Móðirin indversk fær þetta verk og situr e.t.v. uppi með gjörninginn á meðan faðirinn íslenskur fær ekkert barn. Vont mál fyrir þau, og barnið.

Væri nú faðirinn ófrjór, þá myndi hin íslenska móðir einfaldlega geta pantað sér sæði úr þartilgerðum banka, - fengið t.a.m. Dana, jafnvel valið háralit, augnalit og IQ. Hún fær barn, og ekkert röfl. Ef hún gæti það ekki hérlendis, - þá einhversstaðar.

Væri um fósturvísaflutning að ræða (ég geri ráð fyrir að íslenska móðirin gefi ekki af sér nothæf egg, þess vegna er þetta frjóvgun, ekki flutningur) er brotið á öllum, þar sem leigumóðirin myndi eignast barn sem væri henni alls ekkert blóðskylt, heldur 100% foreldrunum. Hún sæti þá uppi með barn foreldra sem þau vilja og hún sem fyrr, - ekki.

 Mín niðurstaða er einföld. Þröskuldar í þessum bransa setja viljandi en ógæfusömu foreldra (þar sem annar er ófrjór) í sömu spor og þetta var fyrir áratugum, og þá stundað eins og árþúsundin á undan. Faðirinn getur "sett í" leigumóður sjálfur ef þannig snýr, og móðirin getur "fengið" hjá utanaðkomandi ef þannig snýr.

Það er bara erfiðara og líklegra til vandræða, - en ef að viljinn er nógu sterkur þá og náttúran, þá gildir hið fornkveðna, að þótt hún sé lamin með lurk, þá leitar hún út um síðir.

Það er verið að brjóta á þessu barni, og þessu fólki. Þetta litla grey er af íslensku bergi brotið og býr í bragga einhverjum á meðan braggabúar vilja senda það burt í faðm kynforeldris síns. Á meðan hugsa menn og hugsa.

Jón Logi (IP-tala skráð) 11.1.2011 kl. 17:32

18 Smámynd: Matthildur Jóhannsdóttir

Að fá ekki að eignast fjölskildu, skilur eftir sorg sem fáir skilja og helst er hægt að líkja við druknun. Ef sérst eitthverstaðar til lands í örvæntingunni þá er stefnan tekin þángað. Ef bátur sekkur og þú sérð til lands, þá myndu flestir synda eins hratt og þeir gætu á meðan kraftar endast.  Svo vonar þú að ökuskírtenið í rassvasanum dugi til að þér verði ekki hent aftur út í.

Að vera neitað um læknisaðstoð hér á íslandi er hlutur sem ég hef upplifað.  Þegar sumir sjá lögbrjóta sé ég fólk sem þorir. Það þarf sérstaklegar sterka einstaklinga til að ná landi í svona máli. 

Ég sendi þeim kveðju mína og óska þess að maðurinn minn hefði líka þorað. 

Matthildur Jóhannsdóttir, 12.1.2011 kl. 00:09

19 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Sammála þér Ómar eins og oft áður. Þetta er óttalega kerfislegt og klúðurslegt mál hjá íslenskum embættismönnum og stjórnvöldum.

Haraldur Bjarnason, 12.1.2011 kl. 09:45

20 Smámynd: Sveinn Sigurður Kjartansson

Ég tek undir orð Ómars og vil einnig benda á að umræða um staðgöngumæðrun á Íslandi hefur sannarlega verið til staðar og hefur þá ætíð verið rætt um siðferðileg og læknisfræðileg álitaefni sem í raun er búið að fara í gegnum að mestu leiti við leyfisveitingu á tæknifrjóvgun, gjafaeggjum og gjafasæði og ættleiðingu svo eitthvað sé nefnt.

Það virðist vera almennur misskilningur þeirra sem lítið eða ekkert þekkja til þessarar umræðu hér á landi að alls staðar séu fátækar konur notaðar í þessum tilgangi á vafasömum læknastofum af vafasömum aðilum. Þetta er að sjálfsögðu til í ríkjum sem taka ekki á þessum vanda með mannsæmandi hætti en er algjör undantekning og eins og venjulega þá eru undantekningarnar fréttaefni en ekki þær þúsundir tilfella þar sem hlutirnir eru í lagi. Ég held að það sé augljóst að fáir eða engir Íslendingar myndu vilja leggja framtíð sína og sinna í hendur vafasamra aðila eins og tíðrætt er um.

Hér á landi hefur umræðan hins vegar snúist um að leyfa staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni, án þess að sérstök greiðsla komi til og að þarft sé að setja um það ströng lagaleg skilyrði sem þarf að uppfylla. Hér á landi höfum við þekkingu, reynslu og konur sem eru tilbúnar til að hjálpa systur, vinkonu eða ókunnugri konu í þessum sporum að eignast barn með þessum hætti og er það engin nýlunda í heiminum þó sumir hér telji svo vera.

Það er af vanþekkingu sem fólk setur fram sleggjudóma af þessu tagi og tel ég það afar varhugavert. Mörg lönd leyfa staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni og eru til langtímarannsóknir sem sýna vægast sagt góðar niðurstöður fyrir alla hlutaðeigandi en Bretland hefur mestu reynsluna en þar hefur staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni verið leyfð síðan á 9 áratugnum. Eins má nefna Holland, Belgíu, Ísrael, Grikkland, Kanada, Ástralíu og fleiri lönd þar sem ítarleg löggjöf hefur verið sett um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni eins og önnur mál er lúta að aðstoð við þá sem þurfa aðstoð við að eignast börn og þarf Ísland því ekki að finna upp hjólið þegar til þess kemur.

Sveinn Sigurður Kjartansson, 12.1.2011 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband