Aftur hláturskast á ÍNN?

Eitt frægasta hláturskast Íslandssögunnar var tekið á ÍNN á dögunum og síðan skopstældi Örn Árnason það af snilld í Spaugstofuþætti.

Hláturskastið fræga var tekið til þess að sýna hvernig, þeir sem Eva Joly var fengin til að góma, myndu hlæja og hlæja og hlæja sig alveg máttlausa, - aha! aha! ahahahaha! -  yfir því hversu gersamlega gagnslaus ráð þessarar kerlingarsniftar  - ahahahahaha! - hefðu reynst og að hvílíku aðhlátursefni  - ahahahaha!   -  við Íslendingar yrðum fyrir það að hafa verið að hlaða milljónatugum króna undir þennan gagnslausa kerlingarvitleysing,  -  ahahahaha! 

Nú skulum við að vísu hafa það fast í huga að enginn telst sekur í réttarríki eins og við viljum búa í, fyrr en sekt hans telst sönnuð fyrir dómi og að við eigum að varast svipað ástand skapist hér og á tímum Guðmundar- og Geirfinnsmálisins þegar þáverandi dómsmálaráðherra lýsti því yfir að þjóðinni væri létt við þau málalok sem þá urðu. 

En með hliðsjón af fréttinni, sem þessi bloggpistill er tengdur við, vaknar samt sú spurning um hvað næsta hláturskast á ÍNN muni snúast. 

Burtséð frá þessu fannst mér mjög ánægjulegt að sjá viðtalið við fornvin minn, Yngva Hrafn Jónsson, á ÍNN fyrir nokkrum dögum, þar sem hann fór yfir sögu sína og þessarar sjónvarpsstöðvar, sem er barnið hans og getur leikið mikilvægt hlutverk í íslenskri fjölmiðlaflóru. 

Sýndi okkur hvernig hún virkar og er rekin. 

Þarna var minn gamli, góður vinur mættur, yfirvegaður, hress, fjörugur, alúðlegur og fullur af orku og eldmóði. 

Þetta er minn Yngvi Hrafn! 


mbl.is Lögregla flutti Sigurjón brott
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Er hér ekki um grafalvarlegt tilefni að ræða? Að lokum er fyrrum bankastjóri handtekinn, nánast guðfaðir Icesave-martraðarinnar, og leiddur fyrir dómara þar sem krafist er úrskurðar um gæsluvarðhald?

Sérstakur saksóknari hefur greinilega mikilsverð gögn í höndunum sem styða rökstuddan grun um stórfelld misfeli. Tilgangur gæsluvarðhaldsins er að grunaðir verði ekki meir til trafala við rannsókn málsins og koma í veg fyrir að þeir geti haft áhrif á vitni, hafi möguleika að koma sönnunargögnum undan eða jafnvel eyða þeim.

Og umfram allt er verið að sýna yfirvöldum í Lúxemburg að um grafalvarlegt mál sé að ræða.

Satt best að segja er mér ekki hlátur í hug.

En loksins gerðist eitthvað mikilsvert í hrunmálinu. Réttarfarsmyllan er farin að mala á fullu!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 14.1.2011 kl. 00:56

2 Smámynd: Ari Jósepsson

INN

Ég er ekki alveg að skilja þessa stöð.

Enn ég horfi mjög oft á hana þegar mér líður ílla.

Þá sé ég að ég er ekki Geðveikur hehe

Kv Ari

Ari Jósepsson, 14.1.2011 kl. 01:30

3 identicon

Tek undir það. Þessi stöð er fársjúk.

Þarna koma saman menn að mestu úr Hagsmunasamtökunum auðlinda og eignasafnara. (oftast kallaðir sjálfstæðismenn)

Svo bakka þeir hvorn annan upp og hlægja að í sekt sinni. Menn í algeri afneitun. Sorglegt lið. Mæli ekki með því að nokkur heilbrigð sál horfi á þessa veiki hjá Ingva Rafni og co.

Ómar þú mátt eiga það að þú ert alltaf kurteys við alla. Þó þeir eigi það oft ekki skilið. Gæðasál sem alltaf berst fyrir réttlætinu og fórnar miklu fyrir málstaðin. Þessir menn gætu lært mikið af þér ef þeir væru ekki svona kex ruglaðir.

Már (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 03:05

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Yngvi Hrafn á persónulega allt gott skilið af minni hálfu og á okkar góðu samskipti og áratuga vináttu hefur aldrei borið neinn skugga.

Mér var boðið í upphafi reksturs stöðvarinnar að vera þar með dagskrá en ég sá mér það ekki fært vegna anna. 

Hinn einfaldi rekstur ÍNN er eitt af dæmunum um dugnað hans og framtakssemi.

Hitt er síðan annað mál hverjir það eru sem nýta sér það að koma fram á stöðinni og hvað þeir segja. 

Ómar Ragnarsson, 14.1.2011 kl. 11:08

5 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Á ÍNN koma fram hörðustu Sjálfstæðismenn - einstaklingar á borð við Svavar Gestsson eru með þætti - framsóknarmenn og Sigmundur Ernir - síðan eru þarna þættir um heilsuverns - frumkvöðla - ræktunarfólk - golfþættir og laxveiðimenn -

Allt þetta sjúka fólk er þarna innanborðs.

Þannig að - Ari - þarft þú ekki að fá álit einhvers fagaðila á geðheilsu þinni? Spyr fyrst þú þarft að horfa á einhverja sjónvarpsstöð til þess að kanna það ástand.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 14.1.2011 kl. 11:36

6 identicon

Við getum verið eilíflega þakklát fyrir þessa stöð þar sem góðvinir sjónvarpsstjórans eru svo afslappaðir og segja hug sinn í einlægni. Svo sem: "Rannsóknarskýrslan er eitthvað að þvælast fyrir okkur tímabundið."

Rósa (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 11:55

7 identicon

Þið eruð greinilega ekki jólakortavinir, Ingvi Hrafn og þú.  :)

Vala (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband