Þjóðfundurinn, þverskurður þjóðar, bakland Stjórnlagaþings.

Þegar frambjóðendur til stjórnlagaþings gerðu grein fyrir helstu viðhorfum sínum í greinargerð til landskjörstjórnar og í svörum við spurningum fjölmiðla komu fram skoðanir þeirra á ýmsum álitamálum, sem að sjálfsögðu voru ekki öll á eina lund. 

Á undan Stjórnlagaþingi hafði Þjóðfundur, sem var 1000 manna slembiúrtak, þverskurður þjóðarinnar, lagt línur með tilmælum í nokkrum málum, þeirra á meðal í auðlindamálum. 

Ég lít svo á að ég hafi verið í kjöri sem einstaklingur í persónukjöri en ekki sem talsmaður neinna hagsmunasamtaka eða stjórnmálaafla. 

Ég mun líta á Þjóðfundina tvo og ályktanir þeirra sem bakland mitt hvað snertir ýmis atriði í stefnumiðum mínum, sem hafa samhljóm við niðurstöður Þjóðfundanna, en að öllu leyti mun ég eingöngu hlýða samvisku minni varðandi störf mín á þinginu í ljósi þess, sem ég tel að eigi að vera í upphafi stjórnarskrárinnar, líkt og sjá má í öðrum stjórnarskrám: "Allt vald kemur frá þjóðinni."  

Að sjálfsögðu mun ég fylgjast með mismunandi viðhorfum í þjóðfélaginu og sviði hagsmunasamtaka og stjórnmálaafla og vinna að því að til verði skýr, gagnorð, rökrétt, auðskilin og góð stjórnarskrá sem geti verið sáttmáli fyrir þjóðina um komandi tíð og bærileg sátt náðst um.

Tilmæli og ábendingar af ýmsu tagi er sjálfsagt að skoða, en ég lít svo á að þeir sem kusu mig og komu úr ýmsum áttum og úr öllum stjórnmálaflokkum, verði mitt bakland sem og hagsmunir og réttindi komandi kynslóða.

Það er því á hreinu af minni hálfu, að ég mun ekki láta fjarstýra mér á Stjórnlagaþinginu þótt ég fái ábendingar eða tilmæli.  

 

 


mbl.is Jón sendi stjórnlagaþingi bréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

vel svarað !!! 'Omar /Kveðja

Haraldur Haraldsson, 16.1.2011 kl. 01:42

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Flottur Ómar, þú ert og verður fulltrúi núlifandi íslendinga og afkomenda þeirra.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 16.1.2011 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband