Fyrirboði?

Það verður stundum líta á björtu hliðar málanna og ég hef áður sagt frá skondnu atviki, sem varð þegar ég tók við kjörbréfi mínu til Stjórnlagaþings í Þjóðmenningarhúsinu.

Ég fór beint þaðan yfir í bíóhús rétt hjá til að vera viðstaddur forsýningu á sjónvarpsþætti um Reyni Pétur Yngvason og týndi kjörbréfinu mínu umsvifalaust. Í tímahrakinu fór Sigrún Stefánsdóttir að leita með mér að bréfinu þótt ég bæði hana um að eyða ekki dýrmætum tíma sínum í það, en Sigrún er nú reyndar einstaklega hjálpleg kona.

Í ljós kom að Sigrún hefði aldrei fundið bréfið, því að ég hafði týnt því á karlaklósettinu!

En nú virðist í atburðum dagsins koma í ljós að í raun var hér um fyrirboða að ræða og að ég hefði ekkert átt að leita að þessu kjörbréfi. Áleitin spurning vaknar: Var ekki hulin hönd að segja við mig: Blessaður sturtaðu þessu kjörbréfi bara niður í klósettið!

 


mbl.is Stjórnlagaþingskosning ógild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið óskaplega er ég ánægður með Hæstarétt.

Það var svo margt sem var athugunarvert við undirbúning og kosningar til stjórnlagaþings.  Kynning á frambjóðendum var fyrir neðan allar hellur, það hefði þurft að kjósa á vormánuðum, þannig að frambjóðendur gætu kynnt sín mál. Skipuleggja þætti í sjónvarpi bæði með kynningu á frambjóðendum og umræðum um málefnin sem skipta máli í sambandi við stjórnarskrá og breytingatillögur á henni.

Það má benda á það að stór hluti sjómanna átti ekki kost á að kjósa vegna hve skammur tími var fyrir utankjörfundatkvæðagreiðslu.

Það var engu líkara en stjórnvöld ættu von á að tapa völdum á útmánuðum og það yrði að hespa þessu mikilvæga máli af fyrir þann tíma.

Það á að nota netið í svona mál, kjósendur eiga að krossa við þau atriði sem þeir vilja hafa inni í stjórnarskrá.  Sú niður staða færi fyrir löggjafavaldið.

Hallgrímur Gísla (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 21:32

2 identicon

Einhvern vegin fór það fram hjá mér hvernig framkvæma ætti verkið. Þurfti ekki stjórnlagaþing að gera uppkast að stjórnarskrá sem svo þyrfti að samþykkjast.

Er annars eitthvað sem fyrirbýður þinginu að ráða þessa 25 til aðstoðarstarfa, þar sem verkefnið er að gerat.a.m. breytingartillögur og viðbótarákvæði við stjórnarskrána, sem svo fara fyrir Alþingi? Menn mega jú raða í nefndir, ráða aðstoðarmenn, og kaupa álit og sérfræðiaðstoð.

Maður bara spyr sig.

Alla vega eru mjög sterk öfl sem óttuðust þetta eins og sett var upp. En ef þetta væri sett upp sem viðbætur og breytingar fyrir þingi, þá sést e.t.v. betur hver situr hvar.

Svona heit mál eins og auðlindamálið t.d.......

Jón Logi (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband