Fordæmið frá 1851.

1851, þegar íslendingar bjuggu í torfkofum í vegalausu landi og voru bláfátækir, var ákveðið að halda kosningar til stjórnlagaþings, sem fjalla skyldi um stjórnskipan landsins.

Það hlaut nafnið Þjóðfundur.

Á þeim tíma sat hér Alþingi sem hefði allt eins getað tekið þetta verkefni að sér en talið var rétt að halda sérstakt þing með sérstöku umboði.

Vel má hugsa sér að einhverjum hafi fundist að betra væri að verja því fé, sem fór í kosningar til þingsins í brýn verkefni og að láta Alþingi, sem þá sat, sjá um að fjalla um stjórnskipunina. 

Aldrei var talað um það að þingið væri umboðslaust af því að aðeins 5% þjóðarinnar hefði kosningarétt og aðeins þriðjungur kosningabærra manna hefðu kosið. 

Aldrei var talað um það að 98% þjóðarinnar hefði ekki kosið til þingsins og að af þeim sökum væri það "umboðslaus" samkoma.

Þegar þinginu var fyrirvaralaust slitið !"af fulltrúa ríkisvaldsins danska urðu fleyg orð Jóns forseta og annarra þingmanna: "Vér mótmælum allir!"

Var hann "umboðslaus" til að mæla þau orð?  Var þetta þing ekki "tóm vitleysa" af því að það lauk aldrei störfum og ekkert kom út úr því á pappírnum?

Ég hygg að um þessar mundir sé okkur hollt að íhuga þetta. 

67 ár eru liðin frá því að landsfeðurnir, sem stofnuðu lýðveldi, gáfu það út að endurskoða þyrfti stjórnarskrána í heild og var skipuð sérstök nefnd í því skyni.

Ef heykst verður á því nú að ganga í þetta verk og klára það munu hugsanlega ýmsir telja það eðlilegt að þetta dragist í 67 ár í viðbót.

Það liðu jú 67 ár frá hinum "misheppnaða" Þjóðfundi 1951 þangað til Ísland varð frjálst og fullvalda ríki. 


mbl.is Stjórnlagaþing verið þrætuepli flokkanna frá upphafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég græt ekki þetta atvik en ég græt að landráð eru látin afskipt og það er ekki farið eftir núverandi stjórnarskrá.

Ef þú nennir og vilt líttu á hve mörg l-g voru brotin í kring um ESB fals umsóknina 16 Júní 2009.  http://skolli.blog.is/blog/skolli/entry/1126470/ 

Það er mjög áberandi hve þú forðast að tala um þessi Landráð og eins og Jón forseti hefði kannski  sagt þá spyr ég: Hvor megin ert þú í ESB málum ef það kæmi til persónukosninga til alþingis.  Ég myndi vilja hafa þig á alþingi því þú hefir mikla lífsins reynslu en það fer eftir þessu. 

Valdimar Samúelsson, 26.1.2011 kl. 12:32

2 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Hver er boðskapurinn Ómar? viltu gefa skít í úrskurð Hæstaréttar? Mín skoðun er að hvorki þú, né Þorvaldur Gylfason né Inga Lind séuð betur til þess fallin að endurskoða stjórnarskrána en hver annar Íslendingur. Það eina sem þið hafið fram yfir meðal Jóninn er að þið eruð þekkt úr fjölmiðlum, þó það sé ekki endilega fyrir lögspeki eða réttlæti.  Því tel ég að réttast væri að velja úr þjóðskrá með slembiúrtaki nokkra Íslendinga til að færa óskir Þjóðfundarins í þann búning að Alþingi geti breytt stjórnarskránni.

Það er alveg út í hött að henda í þetta aftur 3 - 500 milljónum bara til að geta afsalað valdi yfir þjóðinni til Brussel og ennþá meir er það út í hött að vaða yfir úrskurð æðsta dómsvalds þjóðarinnar.  Það hlýtur að vera markmið ykkar að m.a. koma á skarpari skilum milli máttarstólpa lýðræðisins, þ.e. löggjafarvalds, framkvæmdavalds og dómsvalds. 

Kjartan Sigurgeirsson, 26.1.2011 kl. 13:31

3 identicon

Voru þau ekki valin af meðaljónunum?

Annars er athyglisverð þverstæða í ESB-dæminu annars vegar, og Auðlindadæminu hins vegar. Ef þessi ný-vinsæla lína, "Auðlindir skulu allar vera í eigu Íslendinga" á að standast, þá er eiginlega ESB út af kortinu.

Og svo, - þar mætti spara mikið fé ;)

Jón Logi (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 14:14

4 Smámynd: Pétur Harðarson

Það er búið að eyðileggja þetta stjórnlagaþing og það var í raun ónýtt frá upphafi. Jóhanna Sigurðardóttir hefur klætt sig í þetta stjórnlagaþing til að skreyta sjálfa og talað mikið um að þetta hafi átt að vera eitthvað sem var ráðist í vegna þess að þjóðin hafi beðið um það. Jóhanna hefur hins vegar sýnt það í verki að stjórnarskráin er ónýtt plagg sem hana varðar ekkert um. Hún hefur troðið á núverandi stjórnarskrá á skítugum skónum. Því miður hefur þetta verið skrípaleikur frá upphafi. Þetta var ekki hugsað sem "vopn þjóðarinnar" heldur skjöldur deyjandi ríkisstjórnar. Tökum betri tíma í þetta, finnum betri leiðir og tryggjum að fingraför þrýstihópa verði ekki á nýrri, betri stjórnarskrá.

Pétur Harðarson, 26.1.2011 kl. 14:28

5 Smámynd: Hjalti Tómasson

Ég tek undir með Pétri hér að ofan. Í svo viðamiklar breytingar á ekki að ráðast nema að tryggja frá upphafi að stjórnmálamenn eða hagsmunahópar komist ekki í þann hóp sem kosin yrði á stjórnlagaþing. Til þess þurfa reglur um kjörgengi að vera skýrar og í samræmi við tilgang endurskoðunarinnar. Því miður var það svo að þessi annars góða hugmynd var eyðilögð strax í upphafi þar sem greinilegt var að fjórflokkurinn treysti þjóðinni ekki til að fara með þetta vald eftirlitslaust. Eins og nú má sjá þá var alvaran bak við stjórnlagaþingið ekki meiri en svo að kastað var til höndum nánast á öllum sviðum undirbúnings, tíminn lítill, reglur óskýrar og framkvæmd í skötulíki.

Ég er á því að þetta þurfi að hugsa upp á nýtt og þá í friði frá pólitískum fulltrúum okkar og handbendum hagsmunaaðila.

Hugmyndin er góð og gefur von um bjartari framtíð en þá þarf hún líka að vera í takt við vilja almennings. Ef ekki þá er betra heima setið en af stað farið.

Hjalti Tómasson, 26.1.2011 kl. 14:51

6 identicon

Í þetta skipti Ómar, er verið að sitja hjá og láta stjórnendur landsins fremja sömu vitleysuna og gerð var á Sturlungaöld.  Á þeim tíma töldu bændur best væri þannig farið, þar væri öryggið ... en ef þeir hefðu vitað að leggja öll ráð sín, og öll egg sín í körfu annarrar þjóðar hefðu í för með sér 700 verbúð, hefðu þeir valið annað.

Jón Sigurðsson og félagar voru að vinna að því að landið yrði lýðfrjálst og ekki undir aðrar þjóðir komnar.  Nú er verið að stinga Jón Sigurðsson í bakið, með því að gera allt sem hægt er til að koma landinu í arma Evrópubandalagsins ... öryggisins vegna.

Hverjir sögðu "Þeir sem fórna frelsinu fyrir öryggið, öðlast hvorki öryggi né frelsi".  îslendingar, með Íslendingasögur ættu að vita þetta öðrum betur.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 21:05

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í pistli mínum minnist ég ekki orði á dóm Hæstaréttar og sé bara ekki hvernig menn geta tengt bloggfærsluna við dóminn.

Ég hef undanfarnar vikur sagt að ég teldi að dómurinn gæti farið á hvorn veginn sem væri eða klofnað og að ég væri viðbúinn því.

Ég fjalla um hin vegar um það hvernig stjórnlagaþingið 1851 var tilkomið og hvers eðlis það mál var. 

Hvergi sér þess stað að ég sé að "gefa skít í dóm Hæstaréttar. 

Ég er ekki vanur að taka afstöðu til samninga sem ekki hafa verið gerðir, en á því stigi er ESB málið núna. 

 Norðmenn höfnuðu slíkum samningum í tvígang  sem í því stappi stóðu. þegar fyrir lá, hvernig þeir væru, og aldrei sá ég talað um að dæma ætti einhverja fyrir landráð sem í því stappi stóðu.

Ómar Ragnarsson, 26.1.2011 kl. 21:19

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Afsakið, - tölvan er að stríða mér, enda farin að þreytast og verða lúin.

Síðasta setningin í athugasemdinni hér að ofan á að vera svona: 

Norðmenn höfnuðu slíkum samningum í tvígang, þegar fyrir lá, hvernig þeir voru, og aldrei sá ég talað um að dæma ætti einhverja af þeim fyrir landráð, sem í því stappi stóðu.

Ómar Ragnarsson, 26.1.2011 kl. 21:25

9 Smámynd: Valdimar Samúelsson

kannski eru hegningalög og stjórnarskrá Normanna ekki eins og hjá okkur en það er bókstaflega allt í þessari grein sem er brotið. Sjá.:   86. gr hegningarlaga Kafla X. Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt. Það voru ofbeldi, hótanir, svik gerð til að koma þessari fals umsókn sem var stjórnarerindi sem forseti Íslands átti að skrifa undir. Ómar það væri gaman að fá þig með okkur hinum en þetta atriði en agalegt og skömm að stjórnin hafi svikið þjóð á þennan hátt. Grátlegt......

Valdimar Samúelsson, 27.1.2011 kl. 00:14

10 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mér finnst umræðan vera komin út um víðan völl.

Þakka þér velritaðan pistil Ómar!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 27.1.2011 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband