Fornsagnahetja á 21. öld.

Thor Vilhjálmsson skipar svipaðan sess í huga mér og að hann hafi verið fornsagnahetja á 21. öld.

Ég kynntist honum fyrst fyrir 20 árum og hann kom mér mjög á óvart því að myndin sem ég hafði haft af honum fram að því reyndist kolröng eins og oft vill verða þegar um er að ræða persónu, sem maður þekkir ekkert nema af afspurn. 

Frá þessum fyrstu kynnum hefur sú útgeislun og jákvæðu áhrif, sem Thor hefur haft á mig og áreiðanlega fleiri, verið mikil uppörvun fyrir mig, eins og sólargeisli í hvert sinn. 

Einkum hefur sú aðferð, sem hann hefur notað í glímunni við Elli kerlingu hin síðari ár, að þjálfa líkama sinn og hug eins og unnt hefur verið, verið eins og sólargeisli í hvert sinn sem við höfum hist og rætt saman.

Þegar ég hitti hann fyrir skömmu var ekki að heyra á honum neitt uppgjafarhljóð hvað varðaði íþrótt hans, júdóglímuna.  Ó, nei, hann var enn að og engan bilbug á honum að finna.

Sjálfur Þór glímdi við Elli kerlingu og varð að lúta í lægra haldi. Thor lét sig ekki muna um að takast á við hana líka á glæsilegri hátt en flestum er unnt, eins og þær hetjur í fornsögum sem gengu á hólm við eldspúandi dreka óhræddir og stórhuga. 

"Sjá, hvlík brotnar bárumergð  / 

á byrðing einum traustum  /

ef skipið aðeins fer í ferð  /

en fúnar ekki í naustum"...

orti Hannes Hafstein í ljóðinu sem byrjar á setningunni: "Já, láttu gamminn geysa fram..."

Nú hefur Thor orðið að beygja sig fyrir því sem allir dauðlegir menn þurfa að gera, en fallið með meiri sæmd en flestir aðrir sem glíma við aldurinn og ég vil þakka honum fyrir ógleymanleg kynni og vináttu og votta Margréti, konu hans, og öðrum aðstandenndum samúð mína. 


mbl.is Thor Vilhjálmsson látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Þetta er falleg minning hjá þér um höfðingjann góða Thor Vilhjálmsson,skáld.

Ekki þekkti ég hann persónulega en minnist hans sem ungs manns kringum 1953 ,en þá var ég sendill hjá Eimskip og eitt af stöfunum var að fara með skipafréttir upp á útvarp sem þá var  á Klapparstíg 26.

Þá mætti ég oft ungum hjónum . Hann var hár og grannur með rautt hár og skegg en hún lægri og með hrafnsvart slétt hár-glæsileg. En þetta voru þau Thor Vilhjálmsson og Margrét Indriðadóttir sem þá var fréttamaður á útvarpinu.

 Og á aðalskrifstofu Eimskips var gott fyrir ungan pilt að vera ekki fjarri föður hans Guðmundi Vilhjálmssyni,forstjóra.

 Það er síðan mörgum áratugum síðar að sonur minn er að skrifa lokaritgerð í sagnfræði. Ritgerðin fjallaði um kvikmyndasögu Hafnarfjarðar.

Thor Vilhjálmsson hafði verið einskonar "Prímus mótor" þeirra kvikmyndahúsmanna í Hafnarfirði á gullaldarárunum um og eftir 1960.

 Sonum minn þurfti því að fá viðtal hjá honum vegna sinnar ritgerðar . Það var auðsótt.

Hann lýsir þessum kynnum af Thor Vilhjálmssyni með svipuðum hætti og þú-hann varð heillaður af þessum frábæra karakter. Og hann reyndist syni mínum afar vel við verkefni sitt. 

 Aðstandendum er vottuð samúð við fráfall Thors Vilhjálmssonar

Sævar Helgason, 2.3.2011 kl. 20:46

2 Smámynd: Þórdís Bachmann

Glæsileg og skáldleg lýsing - eins og Thor sæmir.

Þórdís Bachmann, 2.3.2011 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband