Loksins, eftir öll þessi ár?

Frá því að ég byrjaði að fjalla um bíla og vélbúnað í Sjónvarpi og í dagblaðinu Vísi fyrir 35 árum hafa iðulega haft samband við mig menn, sem hafa viljað fá mig til að kynna uppfinningar, ýmist vélbúnað eða efni, sem þeir hafa fullyrt að minnki eyðslu um tugi prósenta, mengun jafnvel meira auk annarra stórra kosta.

Rökstuðning hefur ekki vantað og meira að segja hef ég fengið að sjá búnaðinn og vera viðstaddur mælingar á virkni hans, síðast fyrir örfáum árum, þegar ég eyddi lunganum úr degi til þess að verða vitni að kraftaverkinu. 

Í það skiptið var ég fullur efasemda frá upphafi og þótt ég hefði tekið bæði kvikmyndir og viðtöl vildi ég ekki fara með þetta í loftið, fyrr en mælingum á viðurkenndu verkstæði væri lokið. 

Efasemdir mínar byggðust á því að ég hafði ekki séð neitt um svona lausnir í þeim tæknitímaritum, sem ég les. 

Myndirnar sem ég tók og mælingarnar reyndust til einskis og þar með slapp ég við að flytja frétt, sem hefði verið hrakin auðveldlega. 

Margar af þeim hugmyndum, sem ég hef sloppið við að kynna í gegnum tíðina litu afar vel út á pappírnum og virtust hreint ekki svo galnar. En í engu þessara tilfella hingað til varð neitt úr neinu og í ljós kom að full ástæða hafði verið til að fara afar varlega í fréttamennskunni. 

Það þarf nefnilega að svara mörgum spurningum áður en farið er af stað með svona mál. 

1. Liggja fyrir vandaðar, nákvæmar og réttar mælingar á áhrifum tækninýjungarinnar? 

2. Er búið að prófa hann nógu lengi, vel og við mismunandi aðstæður til þess að útiloka allar aukaverkanir og sannreyna áhrifin á endingu vélarinnar? 

3. Er trúlegt, til dæmis í þessu tilfelli, að dregið sé úr mengun um 70% - 80%? Þetta er ekki neitt smáræði. Við erum að tala um milljarða tonna í heiminum, ef svona búnaður nær útbreiðslu og nánast lausn á útblásturvandanum, sem veldur gróðurhúsaáhrifum og hlýnandi loftslagi, bráðnun jökla, sökkvandi eyjum og stórborgum o. s. frv. 

4. Minnkun eyðslu um 30%?  Þetta er jafn mikil minnkun og helstu véla- og bílaframleiðendur hefur tekist að kreista fram með ótal tæknilegum uppfinningum í 20 ár.  Þetta samsvarar á heimsvísu meira en allri eyðslu Bandaríkjamanna. 

Nú höfum við að vísu heyrt að voldugustu bílaframleiðendur og olíufyrirtæki hafi tafið fyrir framförum með því að kaupa sjálf einkaleyfi og nota þau eða koma í veg fyrir að þau yrðu notuð og að ekki er allt sem sýnist í þeim efnum. 

Mikið óskaplega væri gaman, já aldeilis frábært, ef íslenskir tæknimenn væru að leysa 70-80% af mengunarvanda bensín- og dísilvéla fyrir ekki meiri pening. Það jaðrar við heimsbyltingu í vandanum vegna gróðurhúsalofttegunda. 

En áður en við stökkvum upp fyrir skrifstofuturninn í Borgartúni af fögnuði yfir þessu legg ég til að fyrst liggi fyrir óyggjandi sannanir fyrir þessu og útkoman á ítarlegum prófunum, ekki bara fyrir því að ávinningstölurnar séu réttar, heldur líka fyrir endingunni og öðrum þáttum.

Það væri æðislegt að flytja fréttir af þessu um heimsbyggðina, en ég minnist þess líka hvað ég var spenntur fyrir því að flytja allar fagnaðarfréttirnar af sama toga, sem aldrei voru fluttar á fréttamannferli mínum. 

En ég tek ofan fyrir þeim, sem leita lausna og hugsa hátt. Þrátt fyrir allt gildir nefnilega það sem gamla förukonan í Langadalnum sagði við mig fyrir 60 árum: " Það stekkur enginn lengra en hann hugsar."


mbl.is Minnkar bensíneyðslu um 30%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Það er hægt að finna uppskriftir að sambærilegum búnaði á YouTupe þar sem mikið er fullyrt um ágæti þessa búnaðar.  Veit þó ekki hvað veldur að ekki er búið að þróa þetta frekar, en ég er sammála þér með prófanir, það eru búin að vera alskyns efni tæki og tól í boði bara þennan stutta tíma sem ég hef átt og rekið bíl og ef að ég hafði notað þetta allt þá ætti ég að vera farin að framleiða eldsneyti á bílnum miðað við margar fullyrðingar...

Eiður Ragnarsson, 3.3.2011 kl. 11:10

2 identicon

Where would the world be without Iceland? 320,000 on a rock in the north Atlantic save the world once again     ....

Fair Play (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 11:25

3 identicon

BTW...If you got rid of all those Range Rovers you would save nuch more ..

Fair Play (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 11:27

4 Smámynd: Friðgeir Sveinsson

Ég er búinn að filgjast með vinnubrögðum Svenna í a.m.k 15 ár. Hann hefur sinnt viðgerðum fyrir mig, - Maðurinn er Snillingur!

Friðgeir Sveinsson, 3.3.2011 kl. 11:30

5 identicon

Þetta er gamalt trix sem hefur oft verið notað til að hafa fé af fólki, þetta einfaldlega virkar ekki ef vetnið er rafgreint með orku frá sömu vél og vetnið er svo notað í.

Semsagt það er hægt að sýna fram á kosti við þetta kerfi ef bíllinn er útbúinn með vetnistanki sem inniheldur vetni sem hefur verið framleitt annarstaðar en með bílvélinni.

Svo er alveg magnað að fyrirtæki fái að halda svona órökstuddri vitleysu fram á heimasíðunni sinni. Veit ekki betur en að það sé bannað. Samanber að ekki má standa á Malti að það gefi hraustlegt og gott útlit :)

Jón Jónsson (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 12:16

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jón Jónsson. Ekki rugla þessari tækni saman við fögur fyrirheit um meiri orku út heldur en orku inn eða vélar sem ganga fyrir hreinu vatni, slík kerfi standast ekki eðlisfræðilögmál. Hér er hinsvegar allt annað á ferðinni, þarna er vetnið notað sem hvati í blöndu jarðefnaeldsneytis til þess að nýta betur þá orku sem fer inn og skila hærra hlutfalli út aftur. Orkan sem kemur út er samt minni en fer inn, og þess vegna eru engin eðlisfræðilögmál brotin. Þetta er einfaldlega aðferð til að fá fleiri hestöflum út úr hverjum bensíndropa. Hversu vel það virkar verða auðvitað óháðar mælingar að skera úr um, en þarna er samt ekki nein "gullgerðarlist" á ferðinni, það er ekki verið að lofa 2+2=5.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.3.2011 kl. 12:49

7 identicon

Ef allur sá búnaður sem lofað er að spari eldsneyti væri á einni og sömu vélinni þá þyfti að tæma reglulega af tanknum. Jónas Kristjánsson kallar þá "snákaolíusölumenn" það er réttnefni.

Ingibergur (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 12:54

8 identicon

Guðmundur Ásgeirsson. Nei ég er alls ekki að blanda þessum tveimur hlutum saman. Málið er að rannsóknir sem hafa verið gerðar á blöndun vetnis eða vetnisgastegunda við jarðefnaeldsneyti sýna fram á smávægilega aukningu á nýtni vélarinnar. En í þeim rannsóknum er gengið útfrá því að gasið sé ekki framleitt af sömu vél með rafgreiningu.

Þar að auki er minnkun mengunar frá vélinni vafamál, flestar vélar minnka losun kolefnisgastegunda með þessari aðferð en auka losun niturgastegunda (NOx). Og svo er auðvitað hægt að ræða það út í óendanleikann hvort hefur verri áhrif á umhverfið og gróðurhúsaáhrifin.

Jón Jónsson (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 13:09

9 identicon

Þetta er bull. Mæli með lestri þessarar greinar:

http://www.consumeraffairs.com/news04/2008/07/water4gas.html

Ragnar (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 13:21

10 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Nýu fötin keisarans.

Sigurður Haraldsson, 3.3.2011 kl. 13:22

11 Smámynd: The Critic

þetta hljómar of gott til að vera satt, ef þetta væri svona frábært þá væri þetta nú þegar komið á markað innbyggt í vélarnar frá framleiðendum.

Skv þessari frétt á að setja hreint vatn á tankinn en það hlýtur að frjósa þegar það er frost úti?

The Critic, 3.3.2011 kl. 13:50

12 identicon

patentið af þessu er síðan 1918  bretin setti svona í skriðdreka til að spara elsneyti stríðinu  er að prufukeyra hilux 1991 mótel eyðslan á honum fór úr 14 niður í 8,5svo þetta virkar

bpm (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 14:29

13 Smámynd: The Critic

bpm: hvernig virkar þetta í frosti? Er einhverju blandað út í vatnið?

The Critic, 3.3.2011 kl. 15:45

14 identicon

Ef það er rétt að bruninn verði betri og hreinni við það að bæta örlitlu magni af vetni við loftið sem fer inn á vélina, þá væri mikið betri og ódýrari lausn að hafa lítinn áfyllanlegan vetniskút í bílnum heldur en að framleiða vetnið með orku frá bensínvélinni. En þá er maður náttúrulega ekki með svona cool neonbláar búbblur :)

Ari (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 16:01

15 identicon

Þekki enginn fjölblendirinn?

http://www.tct.is/

Svo skrítið sem það virðist hefur öll svona byltingar-nýjung átt erfitt uppdráttar. En er það þá Copyright greiðsla og svo stopp sem veldur????????????

Jón Logi (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 16:40

16 identicon

1. lögmál varmafræði  Það er orkutap við að breyta eldsneyti í hreyfiorku, það er s.s. ekki til vél sem tapar ekki hluta orkunar við bruna.  Þannig að ef það á að gera þetta tvisvar með brunanum við framleiðslu vetnis og svo við bruna þess þá fær maður á tilfinninguna að þetta virki ekki.

Bjarki Hilmarsson (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 17:08

17 Smámynd: Sigurður Árni Friðriksson

Er með þennan búnað í Harley Davidson mótorhjóli hjá mér og búinn að keyra með hann tæpa 2000 km, eyðslan minnkaði, aflið jókst og hlakkar mig til að halda áfram notkun þess þegar fer að vora.

Þeir sem fullyrða að þetta virki ekki hafa ekki hugmynd um hvað þeir eru að segja. Þróun þessa búnaðar hefur tekist einstaklega vel og tekist að leysa úr því sem hefur farið úrskeiðis á leiðinni, þetta er í stöðugri þróun. Allir sem hafa fengið þennan búnað í bíla sína og mótorhjól til þessa hafa sagt það sama. Minni eyðsla og betra afl.

Sigurður Árni Friðriksson, 3.3.2011 kl. 19:25

18 Smámynd: Alfreð K

Trúi ekki að mbl.is birti svona frétt án þess að það sé e-ð smásannleikskorn í henni. Af hverju ætti þessi kall líka að vera að eyða öllum tímanum og peningunum sínum í þetta ef þetta er svo bara e-ð „hoax“ hjá honum (sá þyrfti sko að vera með húmorinn í lagi/fullkomnlega galinn)?

Tek svo undir með Ara í #14, skynsamlegt að hægt væri að dæla smá „ódýru“ vetni sjálfur (framleitt úr ódýru innanlandsrafmagni) í bílana, þótt vitanlega sé gaman að neonbláu ljósi í vökvafylltu glasi með loftbólum. :)

Alfreð K, 3.3.2011 kl. 22:01

19 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Ég spurði nú sjálfan mig að því hvort það væri fyrsti apríl þegar ég las þessa uppskrúfuðu og kjánalega skrifuðu frétt. Þeir eru að "þróa" þetta segir á einum stað meðan á öðrum stað er þetta klárt og kostar svo og svo mikið, ísetning og sjálfur búnaðurinn. 30% og 70-80%! Allt klárt og no problems. Það sem bifreiðaverksmiðjur og mótorframleiðendur úti í heimi eru búnir að vera að vinna að í áratugi með takmörkuðum árangri hefur verið fixað á nótæm í bílskúr uppá Höfða. Hafa menn virkilega ekkert slegið af sjálfumgleðinni, gagnrýnisleysinu og flónskunni á þessum síðustu og verstu tímum?

Fyrir um tíu árum var það uppgefið af snillingum á Íslandi að nú skyldi allt knúið með vetni. Allur bílaflotinn á fáum árum og þar á eftir allur skipaflotinn. Þetta átti allt að gerast á innan við fimm árum. Hver er staðan í dag? Hvað er stór hluti af bílum og skipum knúinn með vetni í dag? Og hvar eru þeir snillingar sem báru þetta á borð þannig að þetta komst meira að segja í erlenda fjölmiðla? Þið sem gleypið þetta gagnrýnislaust; geymið þessa frétt og takið hana upp aftur eftir 1-2 ár og sjáið til hvort þið hafið ekki verið hafðir að fíflum einu sinni enn. Ég viðurkenni að ég lét hafa mig að fífli fyrir tíu árum varðandi vetnið og var meira að segja að grobba mig af snilld vorri við útlendinga en hef ákveðið að trúa þessari frétt vægast sagt varlega.

Eins og ég sagði þá finnst mér líka stíllinn og fullyrðingagleðin í þessarri frétt síður en svo til að vekja trúverðugleika.

Jón Bragi Sigurðsson, 3.3.2011 kl. 22:20

20 identicon

Er einn af þeim sem fannst þessi frétt ansi merkileg. En er ekki best að veita þessu einfaldlega jákvæða athygli, skoða betur og fella síðan dóm.  Ekki fullyrða fyrirfram að þetta sé tóm vitleysa þó að eitthvað annað hafi ekki virkað í fortíðinni (þó gott sé að læra af henni).  Hér að ofan er einmitt frásögn um að þetta hafi gefið góða raun, ekki gera lítið úr henni. Er því ekki ráð að skoða betur.  Þau rök að aðrir hafi ekki uppgötvað áður er væntanlega saga og eðli uppfinninga, enginn vissi fyrr en svo datt einhver niður á eitthvað betra, ekki afskrifa þetta strax.  Á sama tíma er ég sammála því að þetta eiginlega of gott til að geta verið satt svo að ég er ekki að fara að veðja aleigunni á dæmið.  Best að skoða yfirvegað án gassagangs en með opnum huga og fella síðan dómana.

Þorkell Logi (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 23:00

21 identicon

Menn eru búnir að vera fikta með þetta í tæp 100 ár, þessi gaur uppá höfða var ekki að finna neitt upp, hvað þá að þróa það nánar.  Ef að þetta virkar á eitthvað þá eru það gamlar vélar með mjög takmarkaðri eldsneytisstýringu og mengunarvörnum eins og td 2 Cyl Harley Davidson sem fer ekki vel með dropan miðað við önnur mótorhjól.

Gasman (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 23:21

22 identicon

Það er sífelld framþróun í henni veröld og margar tilraunir og rannsóknir hafa verið gerðar í þessa veru. Þessi lausn ef lausn skyldi kalla er afar skammsýn og aðeins plástur á núverandi mengun. Plástur með joði eins og við köllum það. Við hjá Bílaverkstæði Badda höfum hins vegar verið að hanna stökkbreytta lausn á sjálfbærri orku.

Við höfum verið að hanna svonefndan kíneindahraðal fyrir bifreiðar. Þar safnast orkan fyrir í 50 kílóa þrívíðum kúti. Bifreið nær 100 kílómetra hraða á 3 sekúndum. Þegar bifreiðin fer á ferð sogar hún loft inn í kíneindahraðalinn og blandast vatni og þriðja efninu sem ekki verður gefið hér upp. Kíneindirnar umpólast og sjá til þess að þrívíði kúturinn verður alltaf fullur af orku. Þetta er okkar uppfining og leyndarmál.

Við erum að sækja um einkaleyfi fyrir þessari uppfinningu en það er dýrt svo frjáls framlög eru vel þegin. Við fengum lán hjá einum af stóru bönkunum sem er á gjalddaga 2019. Þetta rannsóknarfé er að verða uppurið. Þess vegna þurfum við meira fé í að ljúka verkefninu. Kínverjar og Japanir hafa sýnt uppfinningunni mikin áhuga. Þar verða okkar fyrstu markaðssvæði. Áætlað er að fyrsti kíneindahraðalsbíllin verði þó kominn í reynsluakstur á Íslandi 2016.

Eina vandamálið er að við óttumst að stjórnvöld muni setja skatt á þessa sjálfbæru orku. En hvernig er það hægt og hvernig má réttlæta það?

Baddi (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 23:43

23 identicon

Get ég lagt inn pöntun á svona bíl ef ég bara borga nógu mikið?  Ég er búin að reikna mér hrikalegan sparnað ef þetta gengur upp.

Gasman (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 23:47

24 identicon

menn setja spíra í hann situr eftir  og frostver    ég er með kæli vatnið að kæla vetniskljúfin og líka að hita hann upp  tekur 5 mínútur að koma honum í fulla vinslu

er með auka alltanator sem ég hef breitt  þannig að spennan er hærri meðan vetnikljúfurinn er kaldur  og eins er miklu betri nýtni í honum 

bpm (IP-tala skráð) 4.3.2011 kl. 01:04

25 Smámynd: Sveinn Þór Hrafnsson

Sælir félagar

Og virkilega gaman að sjá hversu áhuginn fyrir svona snáka olíu er á íslandi.. 

Bara svo þið vitið þá er 30 daga skila frestur ef ekki ánægður með árangur. 

Spurningin er hvar á ég að byrja? Af hverju virkar þetta? Og af hverju ekki??

Þegar þú kveikir ljósin á bílnum þínum sem eyða um 13 amper stundir, Hversu miklu meira eldsneyti eyðir bíllinn þinn?

Við eða ég hjá TEZ erum að tala um 16-18 Amper stundir fyrir V8 vélar

Hversu miklu eyddi bíllin þinn þegar hann var nýr? Og hvað eyðir hann nú eftir að hafa verið keyrður 100þús km? 20% meira??  Afhverju??  Mótorolían svört afhverju?

Það er nefnilega málið, hlutir slitna og eru ekki eins nýtanlegir eins og þeir voru þegar þeir voru nýir..

Ég get alveg farið lengra á tæknilega hliðina, til að fá sem mesta afl úr vél þá þurfum við 13,7 á móti 1 en flestir eru keyrðir á um 14,2 á móti einum til að halda kælingu í sprengirými. 

Ef þú ætlar að lína út vél eins og það er kallað, þá bræðir þú fljótlega úr ef þú ferð niður fyrir 13,7 en með vetni eins þeir gerðu á stríðs árunum á flugvélum og skriðdrekum gátu þeir farið mun neðar með vetni, og þar létu þeir vetnið halda kælingu í brunahólfinu. Ég er ekki einu sinni byrjaður að reyna það.

En eins og ég seigi, ef búnaðurinn er ekki að gera það sem við ætlumst til, þá er bara að skila búnaðnum og fá endurgreitt. Ég er ekki hér til að svindla á neinum sorry..

Heima síðan er.. tezpower.com

Takk  Friðgeir og Siggi, heimurinn þarf fleirra fólk eins og ykkur.

Kveðja

Sveinn

Sveinn Þór Hrafnsson, 4.3.2011 kl. 04:20

26 identicon

Nú kem ég af fjöllum. Hef ekki heyrt um vetnis-innspýtingu í stríðinu seinna. Bara N og svo methanól með vatni. Gætirðu nefnt einhverjar týpur sem notuðu þetta???

Jón Logi (IP-tala skráð) 4.3.2011 kl. 11:43

27 Smámynd: Magnús Ágústsson

Samkvaemt minum skylningi a edlisfraedi get eg alveg truad tvi ad thetta se rett

Tharna er verid ad bua til vetni sem fer i innspitinguna sem gefur meira afl og hreynni bruna = minna slit = minni eidsla a eldsneiti

Jamm kvitta undir thad

Malid er ad stundum thurum vid ad hugsa utfyrir ramman ekki satt

sja hlutina fra odru sjonarhorni tha kemur ymislegt i ljos



Magnús Ágústsson, 4.3.2011 kl. 15:23

28 identicon

@25

Flestir notast ekki við 14.2:1 mixtúru, ef mixtúru mælirinn ykkar segir ykkur það þá er hann klárlega vanstilltur og það töluvert.

Bílar eru keyrðir við Lambda 1.0 til að hvarfakúturinn virki og er reynt að viðhalda þeirri mixtúru öllum stundum til að hvarfinn virki sem best, enda er hann besta tólið í bílnum til að minnka mengunina.

Einnig þá er mesta afl fundið við Lambda 0.83-0.85 að öllu jafna, enn það er breytilegt eftir hvernig innspýttingar kerfi er á vélinni(blöndungur, port innspýtting, spjaldgjafarinnspýtting, bein innspýtting í brunahólf) 

Það er töluvert af staðreyndar villum í þessum pósti frá Sveini.

Ég væri til í að heyra hina raunverulega tæknilegu hlið á þessu máli frá Sveini

og afhverju þetta er ekki búið að vera á markað síðan rafgreining var fundin upp?

Hvaða afl mælingar voru gerðar til að sýna framá að afl vélarinnar jókst í raun

þegar þessi rafgreining er sett í gang?

Þannig að auka aflið sem fæst við rafgreiningu á vetni og bruna á því ætti þá að gefa meira afl heldur enn þegar það er ekkert auka rafmagn tekið í rafgreiningu. 

 Hvað tekur rafgreiningin mikinn straum?

Gunnar Reynisson (IP-tala skráð) 4.3.2011 kl. 19:50

29 Smámynd: Sveinn Þór Hrafnsson

Fyrirgefðu ég gerði prentvillu, rétt lambda á að vera 14,7 á móti einum ekki 13,7 sorry.

Ef við skoðum kertin og þau eru ljósgrá þá erum við á nippinu að vera of lean, en mesta aflið er þar, og minnsta óbrennda eldsneytið.

Ég hef séð tölur frá framleiðendum að raunverulega Lambda er 14,2 hvort það sé bull eða ekki get ég ekki staðfest hér og nú.

v8 Vélar um 15 til 18 Amper,, Ég geri mér grein fyrir að margir lýta á þetta sem Fred Flinston tækni, en einhverstaðar verðum við að byrja.. Þú þarft bara að googla um HHO þá er að finna þvílíkar umræður um efnið, þúsundir fólks báðum megin Atlans hafsins sem hafa sýnar sögur að seigja. Bæði sem eru með eða á móti..

Sveinn Þór Hrafnsson, 4.3.2011 kl. 23:30

30 identicon

Það er engin séns að þú hafir lesið um að Lambda eigi að vera 14,2:1 

Þar sem að það myndi gefa til kynna air fuel ratio uppá 208,74:1 og það myndi engin bensín vél í heimi ganga á þeirri mixtúru.

Athugaðu hvað Lambda þýðir , og svo hvað air fuel ratio (AFR) þýðir.

99% sagnana verða á móti, einna helst frá þeim sem hafa gert mælingar á þessu.

Hvernig er afl aukningin mæld?

Og um hversu mikla afl aukningu er að ræða til að sporna við 15-18 ampera auka straum í rafgreininguna?

Hver er rúmmáls framleiðslan af vetni við þennan straum(m^3/sec) til þess að ná að framleiða umfram orkuna sem fer í rafgreininguna svo það sé eitthvað eftir til að hefja bílinn áfram?

Hvernig er eyðslu breyting mæld á vísindalegann hátt og ekki með potential placebo mælingum hjá notendum?

Geturru beint á eina report (SAE, ImechE eða Patent) þar sem varmanýtni breyting vélar er mæld með því að bæta við vetni og styður þessa vöru?

Gunnar Reynisson (IP-tala skráð) 5.3.2011 kl. 00:28

31 Smámynd: Sveinn Þór Hrafnsson

Eins og sagði þá er þetta Fred Flinston tækni, nú er það bara undir þér að prufa og sjá hvað skeður..

Þeir seigja nú á Wikipedia: stoichiometric ratio can be as low as 14.1:1).

Ég er sjálfsagt að miskilja þetta en þú ert nú fljótur að leiðrétta svona fyrir okkur

Af hverju er þetta ekki meira talað um?? Góð spurning! Af hverju heldur þú? 

Hérna er eitt af million á netinu..

http://www.youtube.com/watch?v=hMp_etrNnwQ&feature=player_embedded

Sveinn Þór Hrafnsson, 5.3.2011 kl. 00:50

32 Smámynd: Dexter Morgan

Ég er einn af þeim sem lét þetta innslaf frá mbl.is TV trufla mig. Fannst þetta stórfurðulegt, enda á ég 6 cyl bensínjeppa með carbartor og væri alveg til á að fá mér svona, ef þetta virkar.

En mér sýnist að þetta sé ekki byggt nægjanlegum rökum og vísindalegri úrvinnslu. Sbr; "prentvillu, rétt lambda á að vera 14,7 á móti einum ekki 13,7". þetta er nú ekki alveg traustvekjandi.

Dexter Morgan, 5.3.2011 kl. 01:25

33 Smámynd: Sveinn Þór Hrafnsson

Allveg rétt hjá þér félagi, ein prentvilla seigir allt..

Sveinn Þór Hrafnsson, 5.3.2011 kl. 01:31

34 Smámynd: Sveinn Þór Hrafnsson

Bara svona til að reyna að enda þetta blogg, Þá vill ég bæta við að ef einhver er ekki að fá út úr vetnis búnaðnum eins við vonumst. Þá er bara að skila og fá endurgreitt innan 30daga. Ég get ekki ábyrgst að allar vélar virka með þessari Fred Flinston tækni betur en það.  En ég er til í að endurgreiða hverjum þeim sem er ekki ánægður..

Svo það er enginn áhætta hér á ferð!

Kveðja

Sveinn

Sveinn Þór Hrafnsson, 5.3.2011 kl. 01:48

35 identicon

Og tekur þú þá ábyrgð á mögulegum skemmdum á vélinni líka?

Bjarki Hilmarsson (IP-tala skráð) 5.3.2011 kl. 02:09

36 Smámynd: Sveinn Þór Hrafnsson

Já ef það er vetnis tengt mál..

Sveinn Þór Hrafnsson, 5.3.2011 kl. 02:16

37 Smámynd: Sveinn Þór Hrafnsson

En það eru svo litlar líkur með okkar Fred Flinton tækni að eitthvað geti skemmt vélina. Þegar er hægt að keyra vélar á 100% vetni.. Þetta er eins og spyrja ef ég nota 0,10% metan gas skemmir það mótorinn. Nei ekki neitt.

Sveinn Þór Hrafnsson, 5.3.2011 kl. 02:22

38 Smámynd: Offari

Ég bíð bara eftir því að menn fari að setja segl á bílana til að nýta meðbyrinn þegar hann gefst.  Vantrú manna á þessu getur því miður hægt á tilraunum við að prófa þennan búnað. Ég er reyndar jafn vantrúaður og flestir en fari þetta að virka þannig að munurinn væri sýnilegur fæst maður eflaust til að trúa. 

Offari, 5.3.2011 kl. 14:32

39 identicon

Offari, vantrúin ætti að vera af hinu góða, þá hættu menn kannski a bulla í sama hlutnum aftur og aftur og færu að gera kröfur til tilraunaverkefnana og finna eitthvað nýtt.

Bjarki Hilmarsson (IP-tala skráð) 5.3.2011 kl. 15:07

40 identicon

Ég legg til að fólk horfi á þessa frétt: http://www.msnbc.msn.com/id/29899191/
Þarna var svipuð tækni prófuð á Honda Accord og það skilaði nákvæmlega engu. Sá sem setti þetta í "endurstillti" tækið og Hondan var mæld aftur, niðurstaðan sú sama... núll.

Arnþór Reynisson (IP-tala skráð) 5.3.2011 kl. 15:49

41 identicon

Nú eru 15 amper ekki mikið afl, bara brot úr hestafli, og enginn séns að klofið vatnið gefi meiri orku en fer í að kljúfa það. Þarna er bara verið að nálgast vetni á þægilegan hátt. Spurningin hlýtur því að snúast um það hvort að bruninn batni svona mikið við íblöndunina, og það er sannarlega víðast hvar langt því frá að bruni í sprengihreyfli sé fullkominn.

Jón Logi (IP-tala skráð) 5.3.2011 kl. 15:55

42 Smámynd: Sveinn Þór Hrafnsson

Þarna hittirðu naglan á höfuðið, þetta er einmit sem ég er að reyna að seigja fólki.

Sveinn Þór Hrafnsson, 6.3.2011 kl. 01:44

43 Smámynd: Hannes

Sveinn hversu mikið myndi búnaðurinn kosta kominn í  Subaru Legacy 98árgerð með 2000cc vél?

Ef eldsneytissparnaðurinn er eitthvað nálagt 15-30% þá er ég til í að prufa þetta sérstaklega ef það er 30daga skilaréttur ef þetta virkar ekki.

Hannes, 6.3.2011 kl. 02:20

44 Smámynd: Sveinn Þór Hrafnsson

Arnþór, ég held að það væri betra að gera rannsóknir hér á Íslandi. Við þurfum ekki að fara langt .MBL sýndi minni mengun..

Sveinn Þór Hrafnsson, 6.3.2011 kl. 02:24

45 Smámynd: Sveinn Þór Hrafnsson

Ég hef prufað Legacy boxer mótor. Hjá Taxi driver og hann seigir before 15 á hundraði og nú 9 á hundraði.. Afl aukning um 30%..  Fólk virðis fíla þetta ekkert smá...

Sveinn Þór Hrafnsson, 6.3.2011 kl. 02:37

46 identicon

#44, Já gerum það... hver á að borga?

Mengun í lausagangi er ekki það sama og þegar vélin er að erfiða. Þá þarf líka að skoða önnur efnasambönd en CO2, því dæmi eru um að CO2 lækki en annað hækki á móti. Mæla þarf bílinn í Dyno bekk til að fá raunverulega niðurstöðu.

Ég biði fram mína bifreið í prófanir sem er þýskur 5000 cm2 8cyl  bensínhákur ef ég væri ekki hræddur um að þetta skemmi mótorinn, það væri um milljónkróna tjón eða rúmlega það.

Arnþór Reynisson (IP-tala skráð) 6.3.2011 kl. 10:40

47 identicon

Fjölblendirinn svínvirkaði og var mengunarmældur á mótor. Eitt viðmiðið er hver heilsuverndarmörk eru við innöndun stutt frá útblæstri. Og þessi bætti bruni skilaði því, að bíllinn er eftir breytingu orðinn ónothæfur til að kæfa sig á.

Sama myndi líkast til eiga sér stað við vetnið. Bruni á vetni skilar nú reyndar vatni ef ég man rétt, þannig að það eru engin laus H atóm til að gera einhverja vitleysu. Eftir myndi sitja bensín sem brennur betur, og það er alltaf verið að miða að því!

Ætli þetta gengi í Imprezu? Býð mig e.t.v. fram sem tilraunadýr...

Jón Logi (IP-tala skráð) 6.3.2011 kl. 12:09

48 identicon

Sveinn @#25 ertu að halda því fram að hann hafi náð 40% eldsneytis sparnaði með þessu???  Einhvern veginn held ég að það bara standist ekki.  Greinilegt að hann hefur líka breytt aksturslagi til að þetta kæmi betur út.

Bjarki Hilmarsson (IP-tala skráð) 6.3.2011 kl. 16:04

49 identicon

Bjarki, vissir þú að orkunýting úr bensíni til hreyfiafls er eingöngu u.þ.b. 20%?

Restin fer út um pústgatið hálfbrunnin, óbrunnin, breytist í hita, og svo viðnám.

Það er því nóg eftir af %. Betri bruni= minni blanda fyrir sama afl.

Orkuver sem framleiðr rafmagn fer mun betur út úr nýtingunni en bíll á ferð, og ég hef einhversstaðar séð vísbendingar um það, að nýting jarðeldsneytis til að knýja rafbíla sé betri en hjá venjulegum bensínbíl. Það liggur m.a. í því að orkuverið nær hærri nýtingu vegna stöðugs bruna, og svo er kælingin oft notuð til húshitunar í nánd.

En, vetni sem slíkt, svo og rafmagn eru flutningsform, ekki orku-uppspretta. Og rafmagn er erfitt að geyma (stærstu batteríin eru uppistöðulón), og vetni líka (þrýstingur, eldfimi)

Þannig að, þetta er sniðug og örugg aðferð til að sækja vetni í vatnsdall jafnharðan. Nú er bara að finna út þetta með brunan. Ef kostnaður er ekki mjög mikill, þá er maður meir en til í að skoða þetta.

Jón Logi (IP-tala skráð) 7.3.2011 kl. 08:00

50 identicon

Já, Jón ég vissi það.  En vissir þú að það er ekki nóg af prósentum eftir þar sem hámarks varma-nýting bensýnvéla er töluvert undir 50%  Ekki er hægt að bera saman við rafmagnsmótóra þar sem þeir lúta öðrum lögmálum vegna þess að þeir eru ekki varmavélar.  Vetni sem slíkt er ekki rafmagn það er eldsneyti sem inniheldur orku. 

Bjarki Hilmarsson (IP-tala skráð) 7.3.2011 kl. 08:41

51 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það er margt áhugavert í þessu sem vert er að skoða nánar.

Ég er búinn að eyða um 2-3000 tímum í verkefni sem heitir TCT sem þróað er af litlu sprotafyrirtæki sem heitir Fjölblendir. Því má segja að ég hafi smá þekkingu á dæminu.

Það sem TCT gerir umfram önnur kerfi er:

1) Blandar lofti og eldsneyti betur saman en önnur kerfi

2) Blandar lofti og eldsneyti saman í réttum hlutföllum eftir hárnákvæmri kúrfu yfir allt álagssvið vélarinnar.

Það sem þessi nýja tækni gerir að auki er:

3) Myndar hvarfa (vetni) sem bætir brunann

4) Myndar sprengingu og kveikir í blöndunni eins og um súper kerti væri að ræða, en neisti á kertum hefur mjög mikið að segja um hvernig bruni blöndunar hefst.

5) Vetnið virðist ná að brenna öllu eldsneyti 100% og er því lítið um hættuleg aukaefni eins og CO...

6) Vetnið myndar svo hraðan bruna að þegar bullan er í toppstöðu, að þá myndast meiri hröðun á bullunni og þar með snarpara viðbragð og úr verður meiri hreyfiorka til að drífa bílinn áfram en ella, en því lengur sem bullan er að koma sér úr toppstöðu, því meiri hitatöp og lélegri nýtni verður í vélinni.

Fyrir um 100 árum þá var nýting á gufuvél um 10% síðan komu bensín- og díselvélin og er díselvélin með um 34% nýtingu á varmaorkunni og því er til mikils að vinna.

Því væri sniðugt að blanda saman TCT og þessari nýju tækni og þá er komið virkilega flott dæmi.

En aðal málið er að gera nákvæmar mælingar og sýna fram á að þessi tækni er í raun að spara 30%+. Eina leiðin til þess er að gera mælingar í sambærilegu "dyno"-kerfi eins og ég var að smíða á síðasta ári!!! Ef ekki er hægt að sýna fram á 100% tölulegar niðurstöður, að þá verður lítið tekið mark á því sem sagt er eins og lesa má í greininni hjá Ómari.

Það er annars merkilegt að það eru oft þrjóskir Íslendingar sem komast hvað lengst á þessu sviði og ekki voru það þeir sem fengu mestu peninganna, en háum upphæðum hefur þegar verið varið í slíkar rannsóknir á Íslandi.

Það er nóg til af góðum hugmyndum, en því miður eru fæstir sem bera þess gæfu að klára þær svo úr verði raunveruleg framleiðsluvara. Því svona þróunarstarf er ekkert annað en botnlaus vinna og enn meiri vinna... Þó svo að allt þetta basl skili ekki alltaf 100% árangri, að þá byggist upp mikill þekkingariðnaður í kringum svona þróunarstarf.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 7.3.2011 kl. 10:02

52 identicon

Ég var að lesa um vetnið á netinu, og þetta er þegar að ryðja sér til rúms. Fyrstu tölur voru oft nefndar sem 20% sparnaður eða svo, jafnvel meira. Nú eða 20% meira afl.

Það er mikið um efasemdir, og það hafa verið einhver gadget á markaði sem ekkert hafa virkað, - allt skemmir það fyrir því sem gerir það.

Að bæta vetnisinnspýtingu saman við  TCT væri ábyggilega alveg bara svaka sniðugt dæmi. Nú er maður forvitinn, - eruð þið farnir að prófa bíla eitthvað með tct eða eru þetta bara léttar vélar? Búinn að fylgjast lengi með, því ég þekki Hauk Hilmars hjá TCT. Verst hvað kapítalið er rýrt í þessu þróunarstarfi miðað við bankalaun og svoddan.

Býð fram Subaru sem tilraunadýr. Hægt að mæla mengun hjá bifreiðaskoðun, og eyðslu hjá sjálfum sér eftir akstursbók :D Ég skal þeyta honum ;)

Jón Logi (IP-tala skráð) 7.3.2011 kl. 14:34

53 identicon

@ 51.

1. Engin blöndungur er að fara blanda bensíni og lofti betur samann heldur enn direct injection þökk sé turbulence intensity inní stimpilrýminu. Eða stratisfied injection kerfi

2.  Þetta getur hvert einasta innspýttingar kerfi gert í dag, langtum betra enn blöndungur getur nokkurn tímann gert.

3. Bruni byrjar frá kerti, meira kerta bil stækkar rúmmálið þar sem brunninn hefst og brennur blandan aðeins hraðar. Það er engin sprenging að fara hefjast nema um pre-ignition ræðir, það þætti mér gull ef það væri búið að ná stýringu á því að keyra vél sem gengur á stýrðri forsprengingu. Það eru menn bíðandi með gull og græna skóga eftir svoleiðis vél.

 6.  Enginn stimpill færir sig hraðar úr topp stöðu enn annar þar sem að hraði hans er 0 við topp stöðu. Þrýstingur sem myndast eftir topp stöðu er það sem eykur aflið í sveifarás. Réttur kveikjutími sér til þess. Fullkomnasta dæmi væri bruna framleiðslu tími (ignition delay) sem hefst við 0 gráður TDC og þrýstingur myndi byrja myndast samstundis. Annars er alltaf neikvæður þrýstingur sem myndast þegar neisti er settur af stað fyrir topp stöðu, sem er auðvitað ekkert nema neikvæð vinna.

Vetnis framleiðsla í bíl til að mynda eldsneyti getur bara farið fram þegar þungi bílsins knýr vélina áfram í gír til að snúa alternatornum og á sama tíma fær vélin ekkert bensín. Vetnið er svo geymt þangað til að er stigið á gjöfina aftur.  Bílinn mun hægja á sér , t.d niður brekku enn þunginn hans framleiðir þá vetni á meðan, hreyfi orku breytt í raf orku sem er notuð í rafgreiningu til að framleiða eldsneyti.

Sama tækni er notuð í endurnýtanlega orku gjafa í framleiðslu bílum í dag.

Höfundur er Mótorsport Verkfræðingur.

Gunnar Reynisson (IP-tala skráð) 7.3.2011 kl. 23:53

54 identicon

Ég skildi nú þetta þannig að vetnið væri aðallega að virka sem brunabætir, en ekki nema að sáralitlu leyti sem eldsneyti. Sprengiorkan í því og súrefninu samanlögðu er jú ekki meiri en orkan sem fór til að kljúfa vatnið, þannig að þetta er ekki mikið magn. Þetta kemur í staðinn fyrir fyrirferðarmikinn vetnistank. (Það má sjá slíkan á youtube framan á dráttarvél). Sem sagt, handhæg aðferð til að nálgast vetnið.

Heldur skil ég ekki hvernig þungi bílsins knýr vélina áfram í gír til að snúa alternatornum. Þarf ekki að umorða þetta? Alternatorinn er nú venjulega bara á reim á sveifarás og vatnsdælan með. Ertu að meina að nota allt niðurímót til að klippa á bensínið, og láta skriðþungann halda hleðslu? Það er jú líka rafgeymir í bílum, og það eru líka brekkur uppímót!!! Og svo eru sjálfskiptir bílar algengir í dag...

En þú fengir engin ósköp niður kambana er ég hræddur um...

Jón Logi (IP-tala skráð) 8.3.2011 kl. 10:20

55 identicon

Ykkur til gleði og ánægju, hér er um að ræða búnað sem nýtir "onboard" orku til vetnissplæsingar í eldsneyti

http://www.greencarcongress.com/2005/11 ... ance.html/
http://www.greencarcongress.com/2004/06 ... or_cl.html

Segja svo að slíkt sé ekki hægt...:)

Gunnar S (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband