Vantaði Gullfoss 1920?

Svo er að sjá að stór hópur Íslendinga geti varla lifað af daginn nema að biðja bænina: "Gef oss í dag vort daglegt ál." Nú sér maður á yfirlýsingu tveggja þeirra að búið sé að eyðileggja fyrir þeim síðust daga af því að þetta hafi vantað í upptalningu Jóhönnu Sigurðardóttur á Alþingi í vikunni.

Upptalningar af þessu tagi hafa forsætisráðherrar tíðkað svo lengi sem ég man eftir mér. Mér er enn í minni upptalning Steingríms Steinþórssonar 1950-53 um það þá var á dagskrá, Áburðarverksmiðja í Gufunesi, Sementsverksmiðja á Akranesi, virkjanir í Soginu og fleira. 

Í kringum 1920 var Jón Magnússon forsætisráðherra og 1922 tók Sigurður Eggerz við. Ekki er mér kunnugt um hvaða upptalningar þeir höfðu á hraðbergi en á þeim tíma voru á döfinni áform um að virkja Gullfoss og nota orkuna frá honum til að framleiða sprengiefni. 

Þeir Jón og Sigðurður gátu nefnt mörg brýn verkefni í langri upptalningu í veglausu landi með torfbæi. 

Virkjun Gullfoss var hlutfallslega margfalt stærra verkefni á þeim tíma en öll álverin til samans á okkar tímum. Samt efast ég um að þeir hafi tönnlast á Gullfossvirkjun í hverri upptalningarræðu sinni, sem var augljóslega lang "stærsta og þjóðhagslega mikilvægasta verkefnið" á þeim tíma svo notað sé orðalag áltrúarmanna nútímans. 

Einhvern veginn komst þjóðin af án virkjunar Gullfoss og nú skapar fossinn mun meiri gjaldeyristekjur óbeislaður en hann hefði gert virkjaður. 

Áltrúarmönnum virðist varla svefnsamt þessa dagana þegar þeir söngla

"Ál í hvert mál",

"Megi dagur hver álver þér færa"

og

"gef oss í dag vort daglegt ál"

og reyna að róa sig niður fyrir háttinn á kvöldin með því að söngla aftur og aftur: 

 

"Nú legg ég augun aftur

ó, ál, þinn náðarkraftur 

mín veri vörn í nótt. 

 

Æ, virst mig að þér taka. 

Mér yfir láttu vaka 

nýtt álver svo ég sofi rótt."

 

Það erfitt að skilja hvernig forsætisráðherrar Íslands fóru að því að sleppa Gullfossvirkjun úr hefðbundnum upptalningum sínum á helstu verkefnum sínum þau ár sem virkjunin var á dagskrá. 

 


mbl.is Álver vantaði í upptalninguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og nú hefur gerst slys í Japan ... og afleiðingar þess eru.

Færri orkuver í Evropu, og afleiðingar þessa eru:

  Minni iðnaður í hinum vestræna heim, og afleiðingar þessa eru.

     Minni eftirspurn eftir ál til iðnaðar í framtíðinni.

Þeim hefði farið betur, gáfnaljósunum, að þyggja kabal yfir Atlantshafið.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 18.3.2011 kl. 15:28

2 identicon

Ál er frábær málmur en hann er t.d. notaður mikið í bíla þar sem hann er léttur og minkar því eyðslu bílsins á eldsneyti sem annars væri meiri, og þar með minni útblástur líka. Flugvélar eins og t.d. TF -Frú notar mikið ál í skrokkinn þar sem það er létt og hjálpar til að koma henni í loftið. Ál hefur góða rafleiðni og því kjörin í rafmagnsstrengi, hitaleiðni sem kemur sér vel þegar maður er að hræra í pottunum og suðan kemur upp fyrr fyrir bragðið, þá sparast orka þar. Menn í erfiðisvinnu hafa oft notað níðþungann járnkall til að lifta undir ýmsa þunga hluti, en þeir eru þungir og þreytandi að burðast með þá, en nú eru komnir fisléttir, níð sterkir ál karlar til að létta undir með mönnum. Svo er mjög aðvellt að endurvinna álið án þess að það tapi eigileikum sínum. Álið er sem sagt mjög umhverfisvænn málmur þegar á allt er litið.

Álið er málið!

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.3.2011 kl. 17:24

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta snýst um hóf í hlutunum, ekki hvort fyrirbærin séu jákvæð í hóflegu magni.

Börn eru dásamleg gjöf og forsenda fyrir því að mannkynið lifi. "Verið frjósöm og uppfyllið jörðina" stendur í biblíunni. 

En það stendur hvernig í Biblíunni: "Verið frjósöm og yfirfyllið jörðina." 

Öffjölgun mannkyns er ein helsta ógn við framtíð þess þótt hvert nýfætt barn sé dásamlegt á alla lund. 

Ofsagt er um notkun áls þótt málmurinn hafi marga góða kosti. Tilraunir til að framleiða bíla á viðráðanlegu verði eingöngu úr áli hafa mistekist að minnsta kosti tvívegis. 

Þetta voru Panhard Dyna 1954 og Audi A2 um 1990. 

Koltrejfaefni ryðja nú óðum álinu burt í framleiðslu flugvéla. 

Sóun á álinu er mikil því að stærstu notendurnir, s. s. Bandaríkjamenn, henda því í stað þess að endurvinna það. Hægt væri að leggja niður nokkur risaálver ef allt ál væri endurunnið. 

Meðan álið er ekki endurunnið er  það ekki eins umhverfisvænt, vegna þess að óhemju orku þarf til að bræða það, allt að tífalt meiri orku til að bræða hvert tonn en til að bræða stál.  Orkuvinnslan er dýrkeypt, því að ýmist veldur orkuvinnslan mikill mengun eða kostar það að fórna verði miklum náttúruverðmætum. 

Ómar Ragnarsson, 18.3.2011 kl. 18:30

4 identicon

Ekki gleyma gamla Landrover.

Annars er það sorglega að mikið af því áli sem grafið er úr jörð endar einfaldlega á haugunum sem einnota umbúðir. Og það eru minkanndi líkur á því að eftirspurnin aukist að viti í flugvélar eða bíla vegna nýrra trefjaefna.

En, það er þó að koma nokkuð sterkt inn í raflögnum.

Jón Logi (IP-tala skráð) 18.3.2011 kl. 18:39

5 identicon

Ég er sammála þér með að gæta verði hófs,en það á við um flesta hluti, en þó tel ég alls ekki að það sé ofsagt með notkun áls eins og þú nefnir þarna að ofan. Bílvélar eru að mestu leiti framleiddar úr ál blöndum, flestallur dælubúnaður, rafmótorar, reiðhjól, en eitt af mínum reiðhjólum er samblanda af ál stelli og koltrefja göfflum. Taktu eftir því þegar þú dælir bensíni á bílinn þinn,dælu byssurnar eru úr áli, sem og dælubúnaðurinn.

Ég veit að þér þykir gott súpa á kóka kóla, því vil ég spyrja þig, " hvort er betra, kók í flösku eða kók í dós?"

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.3.2011 kl. 21:17

6 Smámynd: Dexter Morgan

Er ál grafið úr jörðu, spyr sá sem ekki veit ? Er þetta ekki eitthvað tilbúið/kemískt efni sem fundið var upp. Ef þetta kemur úr jörðu, er til endalaust af því ? Hvort ætli noti meiri orku; álver eða verksmiðja sem framleiðir koltrefja ?

Dexter Morgan, 18.3.2011 kl. 21:41

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég kaupi mikið af Coladrykkjum en enginn hefur nokkurn tíma séð mig kaupa eða drekka slíka drykki í dósum, heldur alltaf í flöskum.

Ómar Ragnarsson, 18.3.2011 kl. 21:41

8 identicon

Dexter Morgan: Nú er ég hissa. Ál er frumefni, og nokkuð algengt. Það er hins vegar mjög orkufrekt að ná því út úr efnasamböndum.

Trefjaefnin eru úr olíubasa að einhverju leiti, og þau hin nýrri/ódýrari nota lífrænar trefjar saman við, t.a.m. hör. Ef þú reiknar Olíuna yfir í orku til að bræða við o.s.frv. þá gæti þessi munur verið tífaldur, trefjunum í hag.

Annars er endurvinnslan eiginlega skandallinn. Mesta svínaríið er í kringum frumvinnslu álsins, en þegar málmurinn er kominn í umferð er hann næstum algerlega endurvinnanlegur fyrir brot af orkunni sem þarf í nýtt. En sú söfnun og endurvinnsla er því miður víða í tómu skralli.

Sjálfur kaupi ég dósir, - og skila þeim aftur í hringrásina.

Jón Logi (IP-tala skráð) 19.3.2011 kl. 07:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband