Hvað er hvað og hver er hvurs hvurs er hvað ?

"Hvað er hvað og hver er hvurs og hvurs er hvað, / hvernig átti ég að vita það" söng Brynjólfur Jóhannesson á sínum tíma.

Þegar Björgólfur Thor Björgólfsson var spurður um það í kvikmyndinni "Guð blessi Ísland" hvar allar þessar svimandi fjárhæðir, sem um hefur verið rætt í sambandi við Hrunið væru niður komnar, svaraði hann því til að þær "hefðu horfið". 

Björgólfur hefur borið á móti því að hann beri nokkra ábyrgð á Icesave, því að hann hafi bara átt hluta af hlutafé hans. Bankastjórarnir og stjórn bankans bæri alla ábyrgð. 

Nú er sífellt að koma betur í ljós að í raun gat Björgólfur höndlað með tugi milljarða úr sjóðum bankans alveg fram á gjaldþrotsdag þótt hann segist ekki hafa haft nein áhrif á Icesave.

Gaman verður að vita hve lengi verður hægt að syngja "hvað er hvað og hver er hvurs og hvurs er hvað?"


mbl.is 32 milljarða millfærslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll við segjum því að sjáfsögðu nei þann níunda apríl!

Sigurður Haraldsson, 3.4.2011 kl. 21:09

2 identicon

Eigum við segja nei.  Eum við enn að reyna að átta okkur á því hver er hvurs og hvaða hvað??  Ég meina, við erum við enn að reyna að átta okkur á meiningu laga, eins og laga um jafnrétti?

Hvers vegna er ekki enn viðurkennt að neyðarlögin sköpuðu Icesave-klúðrið að stórum hluta.  Hægt er að benda á okkur og segja að við verndum rassgötin á íslendingum sem áttu milljónir inn á innistæðureikningum og á sama tíma virðum ekki evrópska innustæðueigendur auglits.

Það verður gaman að sjá hversu lengi við getum sungið þennan sama söng, hvaða hvað, um lögin.

Jonsi (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 09:10

3 identicon

Íslendingar eru bara eintómt, hvað er hvað og hver er hvurs og hvurs er hvað og hvernig átti ég að vita ...

Ebbi (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 09:12

4 identicon

Tja Jónsi, þegar stórt er spurt.

Var að skoða Silfrið, og þarna var drepið á þessu. Ég saknaði þó einnar spurningar sem myndi leysa þennan möguleika...hugsanlega. Og þetta er reyndar ekki al-einfalt.

Þó að íslenska ríkið verndi sína þegna að einhverju leyti (N.B. að margir töpuðu af annarskonar viðskiptum sínum við bankann þótt íslenskir væru), þá ætti það ekki að gera það skylt að gera svo við útlendinga líka. Ríkið er ekki í ábyrgð, og má alveg gera vel við sína þegna ef það vill.

En....mátti gera það úr þrotabúinu? Hvað ætli sá skerfur yrði stór, útreiknaður? 

Mig grunar reyndar mun lægri tölu en Icesave, þar sem innistæður útlendinga voru svo hrikalegar í tölum.

Svo má ekki gleyma því að Icesave stóð okkur ekki til boða sem sparnaðarleið...

Jón Logi (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband