Leiðir hugannn að upphafinu.

Það hlýtur að verða "hnípin þjóð í vanda" sem gengur að kjörborðinu í dag um Icesave, ef hún hugur hennar verður þrúgaður af hinum stórkostlega hræðsluáróðri, sem virðist vaxa á báða bóga. 

Nú er hótað hinu versta á báða bóga, hvort sem krossað er við já eða nei og engu líkara en um yfirboð sé að ræða, "áratugir fátæktar, gjaldþrota og fólksflótta" o. s. frv.

Og  athyglisvert er að sjá ummælin um "afnám regluverks í anda nýfrjálshyggju sem leiddi til fasteignabólu og skuldavafninga" eins og alveg nýja stefnu sem ESB beiti sér nú fyrir. 

Ég sé ekki betur en að þessi lýsing, sem hampað er nú á moggavef sé nákvæmlega það sem núverandi ritstjóri beitti sér fyrir á árunum eftir 2002 og leiddi til Hrunsins.

Og ekki bara það. Hann sjálfur, sem var innsti koppur í búri þeirra sem mest hefðu átt að vita þegar Hrunið dundi yfir, jós þá hundruðum milljarða af sjóðum í eigu almennings, sem geymdir voru í Seðlabankanum, til að "borga skuldir óreiðumanna" en kom síðar næstum samtímis í sjónvarp og andmælti því harðlega því sama, að "þjóðin borgaði skuldir óreiðumanna."

Ólíkindin sem við okkur blasa eru með því stærsta sem sést hefur. Helstu aðdáendur Davíðs, Yngi Hrafn og Hallur Hallsson, hafa á undanförnum árum valið Ólafi Ragnari Grímssyni hin verstu orð, svo um hreina illmælgi hefur oft á tíðum verið að ræða.

Nú bregður svo við að kúvent er hvað þetta varðar og Hallur lýsti því fjálglega í blaðagrein, að annar "hæstu turnanna" sem risu upp úr lágkúrulegri flatneskju íslenskra stjórnmála, væri einmitt þessi sami Ólafur Ragnar Grímsson ! 


mbl.is Varar Íslendinga við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú segir sem sagt JÁ!   Rosalega er ég ánægð með þig!

Soffía (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 12:52

2 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Landsbankinn var rændur innan frá af fjárglæframönnum, þeir spranga um götur íslands frjálsir sem fuglinn og kjósa væntanlega já við Icesave nú á kjördag.

Ester Sveinbjarnardóttir, 9.4.2011 kl. 13:03

3 identicon

A sagði # um B, gerði ## við C, # fyrir sína, og sagði seinna $ og @ og !!.

Sama er mér, þessir skarfar geta velt sér upp úr sínu ryki eins og kostur er á.

Kosningin er engu að síður athyglisverð, því að hún er borin áfram af þjóðarólgu, og snýst, - í einföldu máli  e.t.v.  um mjög mikilvægt atriði í fjármagnskerfi heimsins.

M.ö.o. hvort að það sé yfirhöfuð ásættanlegt að einkafyrirtæki geti fjárkúgað pöpulinn í krafti óskýrra reglna eða yfirvofandi óreiðuástandi.

Jón Logi (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 13:33

4 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Já Ómar Davíð-isminn er það versta sem yfir þessa fallegu þjóð hefur dunið og verst að "höfðinginn" kann ekki að skammast sín.

"Já eða nei" þjóðin verður að velja sína leið uppúr öskustó Davið-ismans  meðan verið er að byggja upp nýtt og betra Alþingi. Það eru mörg mál sem bíða. 

Ólafur Örn Jónsson, 9.4.2011 kl. 13:38

5 identicon

Hérna er myndbrot um samning, og hlekkir í myndir af nokkrum samningum. Samningar eru ekki alltaf góðir, og samningamennirnir eru alla vega:

http://www.youtube.com/watch?v=vHE2wuTQyTA

Þessi átti líka að leysa mál til frambúðar:

http://en.wikipedia.org/wiki/Molotov-ribbentrop_pact

Og þessi var léttari en Icesave:

http://en.wikipedia.org/wiki/Causes_of_World_War_II#Problems_with_the_Treaty_of_Versailles

svolítið um innheimtuaðgerðir:

http://www.youtube.com/watch?v=TzAcinwTvzU&feature=related

Bretar þekkja líka það að þurfa að taka við samningum í neyð:

http://en.wikipedia.org/wiki/Lend-Lease#Historical_background

(Það kemur ekki fram hvað þeir þurftu að leggja út strax)

Jón Logi (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 14:23

6 identicon

Ég vill benda Soffíu á að Ómar gerir sjálfur grein fyrir atkvæði sínu ef honum sýnist sem svo. Það kemur hvergi fram að hann segi já eða NEI hér.

Stórt NEI hjá mér. Sú vitneskja að öll vafamál verði rekin fyrir Breskum dómstölum setur mér óhug. Núna eru t.d lögfróðir menn að halda því fram að einni grein Icesave samningsins sé lagatilvitnun sem bendi til að ekki sé öruggt að við getum varið auðlindir okkar ef allt fer á versta veg.

Það eitt er óásætanlegt ef rétt reynist.

það er nóg til að segja NEI.

Þröstur Þ. (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 14:34

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ekki er það minna lágkúrulegt að persónugera þetta mál Ómar.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.4.2011 kl. 14:46

8 identicon

Mér leið MJÖG vel með að segja NEI

doctore (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 15:16

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ólafur Ragnar hefur verið okkar helsti og langbesti málsvari á erlendum vettvangi, varðandi Icesave-málið. Að sjálfsögðu á að hrósa honum fyrir það.

En á það vilja "fyrrum" vinir hans ekki heyra á minnst. 

Aumingja Ólafur Ragnar, að hafa átt slíka vini.

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.4.2011 kl. 15:19

10 Smámynd: Þórir Kjartansson

Mér hefur fundist mjög áberandi í allri þessari umræðu hvað nei sinnar eru vanstilltir og æstir. Hef rætt þessi mál við marga og ekki enn rekist á já mann sem gengur af hjörunum við það.  Það er búið að magna upp einhverja ofsalega reiði í þessu sem virðist orðin þannig að heilbrigðri skynsemi er ýtt til hliðar í stað þess að reynt sé að átta sig á með yfirvegun og rökhugsun hvor af þessum kostum er illskárri.  Bara stórt NEI!, hnefinn í borðið og ekki orð um það meir. 

Þórir Kjartansson, 9.4.2011 kl. 15:37

11 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef áður sagt þá skoðun mína að forsetinn hafi reynst okkur drjúgur á erlendum vettvangi þegar mikið lá við og má vel heyra á það minnst.

Einkennilegt er að ekki megi "persónugera" ábyrgðina á þeirri stefnu sem þeir ráku saman Davíð og Halldór í aðdraganda Hrunsins sem svo réttilega er lýst sem "afnámi regluverks í anda nýfrjálshyggu sem leiddi af sér fasteignabólu og skuldavafninga" frá árinu 2003. 

Þessir tveir menn voru nær einráðir á Íslandi hin örlagaríku ár 2002 og 2003 þegar þeir stóðu að einkavinavæðingu bankanna, fasteignabólunni og virkjanaæði, sem leiddi til dæmalausustu þenslubólu í Íslandssögunni. 

Þegar Davíð settist við stýrið með Geir í farþegasæti og Árna Mathiesen aftur í borgaði þjóðin fyrstu greiðsluna af "skuldum óreiðumanna" með því að þjóðnýta 75% af Glitni til einskis. 

Síðan kom næsti og næsti og listi fyrirtækjanna, sem þjóðin hefur orðið að borga fyrir, er orðinn langur og reikningurinn í heild vegna þess líklegast minnst 20 sinnum stærri en nemur líklegum útgjöldum vegna Icesave-samningsins, ef hann verður samþykktur. 

Mér finnst afar langsótt að láta sig dreyma um að við munum sleppa við að borga neitt. 

Bara það eitt að lánshæfismat okkar lækkar nemur í heild mun hærri upphæð en Icesave. 

Þeir, sem vilja segja nei, eru tilbúnir til að taka áhættuna af því að enn stærri viðbótar upphæð lendi á okkur og út af fyrir sig er ekkert við því að segja. Það er mat hvers kjósanda í kjörklefanum í dag sem og mat á því hvaða álit úrslit kosninganna til eða frá hafa á álit og viðskiptavild þjóðarinnar erlendis, sem einnig má meta til mikils fjár.

Ómar Ragnarsson, 9.4.2011 kl. 17:00

12 identicon

"Landsbankinn var rændur"

Ég verð að segja að þetta hljómar afar hjákátlega, og ég held svei mér þá að menn séu ekki með á nótunum.  Hvernig dettur mönnum í hug, að þetta ævintýri gat borgað sig?  Allir voru farnir að sjá fyrir löngu, að "lánin" voru greidd, til að reyna að trekkja sjóðina upp erlendis.

Bill Clinton, átti að sínum ferli loknum, fjöður í sínum hatti sem hét biljónir bandaríkjadala á sjóði, fyrir eldri borgara landsins.  Nú er búið að eyða 3 triljónum bandaríkjadala í stríð, og hvaðan haldið þið að þessir peningar hafi komið? Plokkaðir af peningatré einhvers staðar? Svona lítið hint: Ellilífeyrisþegar um alla Evrópu, eru orðnir "fátækir" svo maður tali nú ekki um þessar biljónir í bandaríkjunum sem "gufuðu upp".

Hélt maður virkilega, að Íslendingar hefðu fundið upp einhverja galdraformúlu ...

Hvort sem sagt er JÁ eða NEI ... hvað ætla menn að gera á eftir? Hvernig ætla þeir að bjarga fjármálunum? 

Stígandi olíuverð, stígandi flutningsvefrð ... dýrari vörur.  Hagkerfi Evrópu hnignandi, minni kaup af Evrópskum vörum og aukin kaup af ódýru "kína dóti", eða "plast dóti frá hong kong" eins og það var kallað þegar ég var ungur.  Hnignandi hagkerfi, er niðurstaðan ... og ætla Íslendingar að taka þátt í þessu, að hafa einn eða tvo Kónga á Íslandi sem lifa yfir höfðunum á fátæklingunum, og njótar verndar vopnaðrar lögreglu gegn órólega líðnum í landinu.

Þetta er galdraformúlan ykkar ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 19:26

13 identicon

Ég vil leggja niður lýðræðið sem elur af sér vanhæfa embættismenn, sem grilla bara á meðan nokkrir glæpamenn stela öllu steini léttara í samfélaginu. Ég vil leggja niður lýðræðið sem afhendir nokkrum fjölskyldum auðlyndir þjóðarinnar til veðsetningar og hóar síðan í erlenda glæpamenn til að hirða það sem eftir er. Ég vil leggja niður lýðræðið sem getur ekki borgað skítnar 200.000 í lágmarkslaun fyrir fulla vinnu. Ég vil leggja niður lýðræðið sem lætur banka komast upp með það að taka í sínar vörslur sparifé nágranna- og vinaþjóða, stela því, og segjast síðan ekki bera neina ábyrgð. Ég vil NÝTT ÍSLAND.

Ómar, sjáðu til þess að við fáum nýja og betri stjórnarskrá.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 19:49

14 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Ómar voru þeir nokkuð við völd Halldór og Davíð í Grikklandi, Írlandi, Portúgal og mörgum öðrum löndum sem eiga nú í miklum erfiðleikum jafnvel mun meiri en við íslendingar.

Ragnar Gunnlaugsson, 9.4.2011 kl. 20:12

15 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er eðlilegt að "Já" fólkið sé ekki mikið að æsa sig. Það hefur ekki sannfæringu fyrir niðurstöðu sinni og greiðir atkvæði sitt tvístígandi og jafnvel með sektarkennd.

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.4.2011 kl. 20:15

16 identicon

Gunnar Th.

Aðdáun og undrun hafa

aukið hjá mér jafnt og þétt

þeir sem aldrei eru í vafa

og alltaf vita, hvað er rétt.

Kristján Ólason

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 20:23

17 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ef þú hefur aldrei haft heimild til að gera axasköft Ómar þá er ekki von til þess að Dafíð hafi slíkt leyfi, en hann þorði og ég þori en hvað með þig?

Hrólfur Þ Hraundal, 10.4.2011 kl. 03:10

18 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Fyrir gefið það átti auðvita að vera Davíð, en ekki kjánaskapur minn.

Hrólfur Þ Hraundal, 10.4.2011 kl. 03:19

19 identicon

Auðvitað er þessi virðulegi stjórnlagaráðsráðsmaður og forsöngvari JÁ-maður, enda á launum hjá 'norrænu velferðarstjórninni'. Ég klóra þér - þú klórar mér, Ómar minn.

Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 08:49

20 identicon

Ekki skrýtið að Ómar vilji skrifa undir samning þar sem Landvirkjun lendir hugsanlega í eigu Breta og Hollendinga gangi málin ekki alveg nógu vel.

Þá verður víst bara virkja enn meira til að vinna upp í "skuldina" -eða hvað?

Hvað þá að það sé skrýtið að Ómar vilji senda ábyrgð tapsins á einkagróðanum á almenning.  Honum er jú illa við Davíð!

(Einhver sem þekki dæmi um seðlabanka sem ekki hefur tapað fé á þessum síðustu og verstu..?)

jonasgeir (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 09:33

21 identicon

Svona svona allir.

Það er Sunnudagsmorgunn og rigningarspá. Ice-save frumvarpið er fallið, og móverkið heldur áfram sína leið. Málið er ekki búið, enda hefði það aldrei verið það með jáinu heldur.

Nú þurfa fjármálaöflin að ákveða sig,- vilja þau reyna að knésetja Íslendinga fyrir allra augum og auglýsa þá óskapnaðinn, eða vilja þau þegja þetta í hel (sem helst gerist með því að gera ekki neitt).

Eru Bretar ein heild, eða mun þetta sandkorn verða nýtt í skítkasti milli flokka á Bretlandi, - það var nú einu sinni Mr.Brown á sinni vakt sem straujaði Breskan ríkissjóð fyrir ósköpunum.

Eiga Íslendingar eftir að klóra Bretum með málaskaki vegna áhrifa hryðjuverkalaganna? 

Eiga aðrar þjóðir eftir að endurskoða sín mál, t.a.m. Írar, Portúgalir, Spánverjar, Grikkir, og Kýpverjar?

Þetta er æsispennandi. En eitt er þó víst. Ríkissjóður á EKKI eftir að þurfa að vippa út tugmilljörðum í þetta í þessum mánuði.

Jón Logi (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband