"Ritskoðun má aldrei í lög leiða"

Ofangreint ákvæði í íslenskum lögum er ekki út í bláinn. Dæmin sýna, bæði hér á landi og erlendis, að ráðrík stjórnvöld vilja gjarna hafa sem mest um það að segja hvað birtist í fjölmiðlum og er nýlegt dæmi frá Ungverjalandi lýsandi um það.

Ekki er síður brýnt að jafnræði á fjölmiðlamarkaði sé tryggt svo að allar skoðanir fái að njóta sín á jafnréttisgrundvelli. 

Þess vegna verður að halda vökunni gagnvart því að fjölmiðlalög verði ekki íþyngjandi fyrir nauðsynlega dreifingu á upplýsingum og skoðunum. Hrunið byggðist að hluta til á því að fjölmiðlar brugðust og eflning þeirra er óhjákvæmilegur hluti þess að endurreisa það og bæta sem þá fór úrskeiðis.

Gallar á fjölmiðlalögum geta verið þess eðlis að þeir jafngildi ritskoðun, bæði beint eins og hugmyndir um sérstaka stofnun og hlutverk hennar hafa sýnt, eða óbeint þar sem mismunun hefur svipuð áhrif.

Vonandi tekst að búa þannig um hnúta í nýjum fjölmiðlalögum að þau stuðli að öflugri og fjölbreyttari fjömiðlun hér á landi. 


mbl.is Undirskriftir gegn fjölmiðlalögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lestu nýju "fjölmiðlalögin" Ómar minn.

Þar er því miður hyllt undir frekari spillingu og ritskoðun og ekki leyst úr ESA áskoruninni um auglýsingar á kostnað almennings.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband