Glæsilegt andsvar við steinsteypubáknunum.

Fyrir 40 árum var stefnan varðandi byggingar í miðborg Reykjavíkur skýr:  Ryðja skyldi burtu "fúaspýtukofum" á borð við Bernhöftstorfuna og reisa í staðinn glæsilegar steinsteypuhallir, nýtt Stjórnarráðshús í stað Bernhöftstorfunnar og verslunar- og skrifstofuhallir eða íbúðablokkir, hvar sem því yrði við komið. 

Við vesturenda Austurstrætis reis tákn steinsteypuáráttunnar, Morgunblaðshúsið, og elsta kvikmyndahúsi Norðurlanda, Fjalakötturinn, var rifinn. 

Fróðlegt gæti verið að nota tölvutækni til að sýna, hvernig útsýnið væri til vesturs eftir Austurstræti, ef Morgunblaðshöllin væri þar ekki, heldur blasti allt Grjótaþorpið við  í endurreistu formi með Fjalaköttinn sem eitt merkasta húsið. 

Sömuleiðis blasti þá betur við en fyrr í heilu lagi miðhluti Innréttinganna og húsin á bak við hann í samhengi.

Raunar finnst mér það ekki fjarstæð framtíðarsýn að þegar Morgunblaðshúsið sé orðið nógu gamalt og lúið verði það jafnað við jörðu og húsin, sem þar stóðu áður endurreist, verði þetta fyrsta hjarta Reykjavíkur loksins farið að líkjast því sem það hefði alltaf átt að vera. 

Svona steinsteypubákn hafa víða erlendis verið brotin niður og eldri húsagerðir reistar í staðinn, ekk i aðeins vegna sögulegra sjónarmiða, heldur hefur reynslan sýnt að það borgar sig peningalega að búa til aðlaðandi og manneskjulegt umhverfi. 

Húsin, sem voru endurreist á horni Austurstrætis og Lækjargötu eru glæsilegt andsvar við steinsteypubáknatrúnni, sem enn má sjá í fullum blóma í formi niðurníddra húsa, sem menn hafa keypt að þvi er virðist til þess að láta þau eyðilegggjst svo að hægt verði að reisa í staðinn steinsteypubákn. 

Ekki var svo lítill slagurinn sem stóð um húsin tvæ vestast við Laugaveginn og kyrjaður söngurinn um "ónýtar fúaspýtur" og "öfgafulla varðveislustefnu".

Sem betur tókst Ólafi F. Magnússyni og fleiri góðu fólki að bjarga þessum húsum og ekki má gleyma stórgóðu framlagi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þegar hann kynnti samsvarandi málefni frá stórum og smáum borgum í Evrópu og sýndi fram á tvöfalt gildi varðveislustefnunnar, hið menningarsögulega gildi og hið efnahagslega og þjóðfélagslega gildi. 


mbl.is Ný götumynd blasir við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Finnst þetta vera svona að sjá, ekta íslenskst skipulags og útlitsslysa kaos þar sem sem flestum mismunandi byggingarstílum er troðið niður á einn og sama reitinn sem er ekki mikið stærri en einbýlishúsgarður að sjá. Þessi reitur mundi líta mun betur út ef að þessi steinsteypta rúmgaflsbyggingin þarna ásamt steinflísalagða kassanum hefðu ekki verið reystar. Og fallega timburhúsið hefði notið sín betur þarna ef að það væri ekki þarna með þennan steinflýsalagðakassa njörvaðan við enda þess og ekki með nýjabíó hangandi yfir sér með þessum fáranlega rauðalit á framhlið þess í contrasti við bera steinsteypuna, þó að byggingarstíll nýjabíós sé mjög flottur að þá er þessi rauðilitur á framhlið þess og ber steinsteypan sem gerir það ljótt.  

Vonandi á maður eftir að upplifa það að sjá gamla Morgunblaðshúsið rifið burt og sjá Grjótaþorpið blasa við í stað þess.

Bjarni Rúnar Hallsson (IP-tala skráð) 23.6.2011 kl. 14:39

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

hvenær verðum við friðaðir Ómar/Kveðja

Haraldur Haraldsson, 24.6.2011 kl. 00:45

3 identicon

Èg er sammála með moogaflykkið en mèr svíður ennþá undan kostnaðinum við Laugavegskaupinu. Jú lítur vel út í dag en verðið var of hátt miðað við annað. Held að borgin værri glöð í dag að eiga þetta fè í sjóð.

Hannes (IP-tala skráð) 24.6.2011 kl. 09:36

4 identicon

Sælir,

Ég hef lengi gengið með þá ,,hugmynd" í maganum að stofna sjóð til að kaupa moggahöllina eingöngu til að rífa hana niður, auk þess má einnig rífa hallveigastaði í sínum ógeðslega 1967-kassastíl. Þessi hús eiga heima í verksmiðjuúthverfum, en ekki í hjarta evrópskrar höfuðborgar.

Kv,
Jóhann Grétar

Jóhann Grétar Kröyer Gizurarson (IP-tala skráð) 25.6.2011 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband