Á réttum stað sem sandgildra.

Um allt land má sjá sandgildrur, garða út frá árbökkum, sem eiga að hafa það hlutverk að viðhalda bakkanum og láta hann færast út.

Garðarnir lliggja beint út frá bökkunum þar sem árna bera sand meðfram þeim, og við það að straumurinn skellur á görðunum, minnkar straumurinn einmitt þar og sandurinn fellur til botns meðfram bökkunum.

Í ráði er að gera svona garða fyrir neðan Vík í Mýrdal til að stöðva rofið á ströndinni og safna að henni sandi.

Ef görðum Landeyjarhafnar væri ætlað svona hlutverk eru þeir á hárréttum stað, rétt vestan við ósa  Markarfljóts, sem ber sand út í hafstrauminn sem liggur meðfram ströndinni beint að görðunum.

Þar að auki eru suðaustanáttir algengastar þarna og mestu hvassviðrin og ölduhæðin þegar þær blása.

Ef görðum Landeyjahafnar væri ætlað að vera sandgildra eru þeir á besta stað.

En því miður er þeim ekki ætlað það hlutverk heldur þveröfugt.

Garðarnir sem koma eiga við Vík og aðrir slíkir við árbakka um allt land sýna það sem blasir jafnvel við leikmönnum.  Raunar hef ég flogið með þessari strönd í hundruð ef ekki þúsundir skipta og skoðað sandgarða um allt land þannig að eitthvað örlítið þekki ég til mála.


mbl.is Landeyjahöfn á röngum stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta sást vel í fyrra úr lofti, manstu! Og ekki væri dagurinn í dag leiðinlegur til loftskoðunar ;)

Jón Logi (IP-tala skráð) 10.10.2011 kl. 10:01

2 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Já, Ómar. Það blasir við mér sem leikmanni um hafnagerð með venjulega sjón, er ég virði fyrir mér loftmyndir af höfninni í dagblöðunum teknum úr suðvestri, að aur- og sandburðurinn úr ánni fer beinustu leið í sandgildruna Landeyjarhöfn. Straumþunginn liggur þangað og í sífellu.

Miðað við æskilegar og nauðsynlegar forsendur um fyrirliggjandi óspillta heilbrigða skynsemi og nútímalega rannsóknartækni á grunni tilhlýðilegra gagna við val á hafnarstæði er með öllu óskiljanlegt að höfn skuli hafa verið valinn staður einmitt þarna. Það er grátlega fáránlegt. Þetta mannvirki er svo sannarlega byggt á sandi!

Hafi tilgangurinn hins vegar verið að styrkja rekstur dýpkunarskipaútgerða og tilheyrandi athafnasei má telja þetta fjármálalega "tæra snilld".

Kristinn Snævar Jónsson, 10.10.2011 kl. 10:18

3 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

http://www.yachtingbrokers.com/car_ferry_for_sale.html

Svona ferja sem tekur 400 farþega og 80 bíla, ristir ekki nema 2,5 metra og er breið og stöðug, gengur allt að 50 mílur, það væri sama hve grunnt yrði hún flyti alltaf inn í höfnina á flóði

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 10.10.2011 kl. 10:37

4 identicon

Hún er svolítið breið, og fyrir svona hraða drekkur hún eldsneyti eins og galin.

Svo er hún 80 metrar, sem er þarna í það mesta.

Held að skip á við Baldur væri betra, og grunar ódýrara.

Nú er það merkilegt að ekki skuli hafa verið dýpkað meðan Baldur gekk, - það var jú von á Herjólfi og vitað að það yrði of grunnt....

Jón Logi (IP-tala skráð) 10.10.2011 kl. 11:41

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Já Ómar minn, þetta eru afleiðingarnar af því að leyfa gjörspilltu stjórnkerfinu að stjórna landinu með óhæfu og ábyrðarlausu fólki.

Var kannski meiningin að safna sandi í ofaníburð á þjóðvegi suðurlands í Landeyjarhöfn?

Var þetta ekki örugglega atvinnuskapandi fyrir suma um ótal ókomin ár, en dýrasta mögulega leiðin til þess, hjá sprenglærðum landkrabba-sérfræðingum, sem aldrei hafa séð annað en veggi skólanna og embættismanna-klíku-drauma-veröldina sína? 

Það er lífsnauðsynlegt að skipta þessum draumsýna-klíkum út, fyrir eðlilega hugsandi heiðarlegt fólk, eins og t.d. verkamenn, flugmenn, sjómenn og fleiri með reynslu af raunverulegu veröldinni fyrir utan drauma-bíó-skjaldborgina.

Er það ekki rétt munað hjá mér að bíóhúsið á Patró heitir Skjaldborg?

Ætli þau ætli að troða öllum sviknum íslendingum inn í bíóhúsið á Patró og láta Ásgerði Jónu í Fjölskylduhjálpinni sinna eldamennsku og innkaupum fyrir flóttamannabúðirnar? Ekki eru hinir háu herrar alla vega með rúmfræðina og útreikningana á hreinu í stjórnsýslu-skjaldborginni, frekar en nokkuð annað!!!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.10.2011 kl. 12:18

6 identicon

Mér var bent á þessa ferju sem virðist talsvert hentugri:

http://www.maritimesales.com/HAU11.htm

 Mér finnst grunsamlegt að það virðist aldrei vera í umræðunni að fá notaða ferju.

Áætlaður kostnaður við þessa ferju er um 400 milljónir (kaup og viðgerð), einn tíundi af nýrri ferju, hvernig sem það verð var fundið út.

Ragnar (IP-tala skráð) 10.10.2011 kl. 13:30

7 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Flottur!

Aðalsteinn Agnarsson, 10.10.2011 kl. 14:01

8 identicon

það þarf líka að athuga.  Það  var alltaf vitað í gegnum allt hönnunarferlið að Herjólfur Hentaði alls ekki fyrir þessa höfn. það var hluti af pakkanum að fá nýa ferju sem hentaði aðstæðum. Það er athyglisvert að í fyrravetur þegar ekkert var siglt þangað og ekkert hægt að dæla,  bættist ekkert sandinn í hafnarmynninu. sennilega ''passandi'' skip getað siglt þangað flest alla daga, spurning um veður,  Þessu virðast fjölmiðlar hafa gleymt., sennilega að beiðni núverandi stjórnvalda sem virðast  vilja búa til klúður og drama í kringum þessa  aðgerð, sem hefur þó ekki kostað meira en eins og eins árs ESB viðræður. Við að  kaupa notað skip þarf margt að ath. t. d. uppfyllir Baldur ekki lög og reglur til siglinga á þessari  leið (hefur verið á undanþágu) allir muna eftir Sæfara klúðrinu en Sæfari uppfyllir t.d. reglur um siglingu á þessari leið. Þessar leiðir eru úthafsleiðir en leið Baldurs um Breiðafjörð er innfjarðarleið

Samúel Guðmundur Sigurjónsson (IP-tala skráð) 10.10.2011 kl. 15:29

9 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll ég sem leikmaður sá að þessi höfn var ekki á réttum stað!

Sigurður Haraldsson, 10.10.2011 kl. 23:26

10 Smámynd: Steini Bjarna

Talandi um stjórnsýsluklúður þá er rétt að halda því til haga að Landeyjahöfn var samþykkt á Alþingi í júní 2008 með 48 atkvæðum, enginn á móti.  Málið hafði hinsvegar verið sett á dagskrá mun fyrr af Einkavæðingarstjórninni og fyrir fordild örlaganna varð hún ein af síðustu verkum Hrunstjórnarinnar, kannski við hæfi.

Steini Bjarna, 10.10.2011 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband