Gamlar efasemdir staðfestast.

Þegar ég var í lagadeild voru ákvæðin um Landsdóm eitt af því sem við laganemarnir brutum mjög heilann yfir og okkur þótti þá, fyrir 50 árum, vera einkennilega forneskjulegt og undarlegt fyrirbrigði.

Þessi ákvæði virkuðu ekki aðeins ankannanleg í ljósi þess að þeim hafði aldrei verið beitt, heldur einnig vegna þess, að erfitt var að sjá hvernig Alþingi með öllum sínum flokkadráttum, gæti sjálft ráðið við það að fara með ákæru á hendur einhverra, sem sjálfir höfðu verið þar á fremur litlum vinnustað með öllum þeim tengslum kunningsskapar, vináttu og pólitíkur sem því fylgja.

Nú sýnist vera komið í ljós að þessar efasemdir hafi verið á rökum reistar þegar upp kemur sú staða að mikið sundurlyndi kemur í ljós í málinu eftir að það kemur upp, að ekki einasta setur Alþingi ákæru af stað samkvæmt heimild til þess, heldur getur það líka ákveðið að draga ákæruna til baka.

Það er að vísu umdeilt hvort með því teljist Alþingi grípa inn í málefni dómsvaldsins, eins og margir alþingismenn halda nú fram,  en ég get ekki séð betur en að í heimild Alþingis til málshöfðunar felist líka heimild til að draga ákæruna til baka hvenær sem er á meðan málið er rekið. 

En hinar miklu deilur og hörðu orðaskipti sem hafa orðið hafa því miður staðfest flestar þær efasemdir sem ég fleiri höfðum á sínum tíma um lagaákvæðin um Landsdóm

Niðurstaða Stjórnlagaráðs var að sleppa lögum um Landsdóm en vinna vel að því að festa í sessi skarpari reglur um vald, ábyrgð og viðurlögð opinberra embættismanna án þess að viðhalda Landsdómi, tryggja sem best valddreifingu, valdtemprun og eftirlit valþáttanna hver með öðrum.

Ég hygg að atburðarás undanfarinnar mánuða sýni að þetta sé rétt stefna. 

 


mbl.is „Hafi þau skömm fyrir um aldur og ævi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar dómsmálaráðherra landsins fer að skipta sér af dómsmáli, sem þegar er búið að dæma í að hluta,sínir hann dómgreindarleysi á mjög háu stigi, og dómsmálaráðherran verður að segja af sér, auðvitað átti hann að hafa vit á að koma ekki nálægt þessu máli.

Halldór Björn (IP-tala skráð) 21.1.2012 kl. 20:16

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Nú þegar þráttað er um orsök hrunsins er gott að hafa í huga.

Tækifærin á Íslandi voru í lok síðustu aldar ótrúleg hefðum við ekki "lent" á villigötum. Samstöðuleysið og fjarlægð kjósenda frá stjórnsýslunni er aðal veikleikinn. Við höfum alla burði til að standa okkur vel ef hinn almenni borgari fær að ráða. Fara fram úr Sviss ef það er málið. Styrkur Sviss er að þeir hafa haft fjöllinn til að halda sig frá stríðsrekstri og öfgamönnum. Treyst á skynsemi hins almenna borgara í stað einhvers bjargvætts.

Nú á að vera hægt að kjósa á netinu mánaðarlega um helstu mál þjóðarinnar. Þá hefði almenningur ekki þurft að horfa upp á Landómsmálið eins og hvern annan leikþátt. Með þessu áframhaldi verður næsta lítið úr merkum áfanga sem Stjórnlagaráð hefur mótað.

Sigurður Antonsson, 21.1.2012 kl. 20:22

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ómar, þeir sem hafa lært eitthvað í lögfræði eru nánast allir sammála um að ákæruvaldi er Alþingi og rétturinn til þess að drag ákæruna til baka er Alþingis. Þeir sem eru það ekki sýnist mér vera Samfylingartúar. Áhangendur þessara trúarbragða viðast missa ráð og rænu, og munnvik þeirra síga all verulega niðurávið, eins og sjá má á öllum myndum sem náðst hafa af æðstapresti þeirra  Jóhönnu Sigurðardóttur. Það hlýtur að vara afskaplega leiðinlegt í þessari trúarhreyfingu!

Ég ætla að óska þér til hamingju með Össur Skarphéðinsson, Kristján Möller, Árni Páll Árnason, Ásta R. Jóhannesdóttir, Kristján Möller, fyrir að greiða atkvæði gegn frávísun og þá Sigmund Erni Rúnarsson og Björgvin G. Sigurðsson fyrir að vera fjarverandi og kalla ekki inn varamenn. Hefðir þú verið á Alþingi er ég nokkuð viss um að þú hefðir greitt aktvæði á sama hátt, því þú ert maður.  

Sigurður Þorsteinsson, 21.1.2012 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband