Ýjað að dauðasök.

Rétt er að gera sér grein fyrir því sem Snorri Óskarsson setur fram í skrifum sínum sem er mun alvarlega en það að samkynhneigð sé synd.

Hann lætur ekki staðar numið við það að skilgreina samkynhneigð sem synd heldur líka að hún beri í sér dauðann sjálfan, sem ég get ekki skilið öðruvísi en svo að hann skilgreini hana sem dauðasynd.

Og þá er stutt yfir í það að réttlætanlegt sé að láta liggja dauðarefsingu við samkynhneigð eins og gerst hefur í sumum fjarlægum löndum, því að Snorri tekur líkingu við bankaræningja, sem fái þungan dóm og telur að samkynhneigðir skuli teljast glæpamenn og eigi þá væntanlega skilið að fá hliðstæða dóma og verða settir í fangelsi fyrir hegðun sem skilgreina megi sem dauðasök.

Snorri hefur að vísu frelsi til að hafa þessar skoðanir, en engu að síður er sjaldgæft að sjá svona róttækar hugmyndir, sem fara í bága við grundvallaratriði þeirra gilda sem eru undirstaða mennta- og menningarkerfis okkar.

Ég hef áður lýst því hvernig einn af drengjunum í Stórholtinu í Reykjavík, þar sem ég ólst upp, sýndi þegar 3ja til 4ra ára gamall af sér "afbrigðilega hegðun" að því leyti að hann vildi frekar leika sér á sama hátt og stelpur heldur en vera í strákaleikjunum.

Þetta eina tilfelli, þar sem ég þekki best allan æviferil samkynhneigðs manns, nægir mér til að álykta, að það sé ekki réttlátt að líkja hans meðfædda eðli við glæp og þaðan af síður synd, sem sé dauðasök.

Raunar hefur þessi samkynhneigði maður fyrir löngu tekið út þá refsingu að líf hans var eyðilagt vegna þeirrar andúðar og skilningsleysis sem hann varð að þola þegar hann oft á tíðum gekk í gegnum helvíti á jörðu.

Snorri Óskarsson er ekki einn á ferð í grunnskólanum, sem hann kennir við. Á hverjum degi má búast við að hann hitti nemendur sem eru samkynhneigðir, því að hlutfall þeirra er það hátt.

Þessir nemendur verða þá að sætta sig við það að horfast í augu við mann, sem telur þá vera ótínda glæpamenn af verstu sort, sem hafi gerst sekir um hegðun sem er dauðasök.


mbl.is Óttast uppsögn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

...því að Snorri tekur líkingu við bankaræningja, sem fái þungan dóm og telur að samkynhneigðir skuli teljast glæpamenn...

Hvar sagði Snorri að samkynhneigð ætti að vera glæpur?  

Hjalti Rúnar Ómarsson, 11.2.2012 kl. 14:44

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

233. gr. a. Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum."

Almenn hegningarlög nr. 19/1940

Þorsteinn Briem, 11.2.2012 kl. 14:54

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þeir eru alveg ótrúlegir þessir bókstafstrúarmenn. Meiriháttar rugludallar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.2.2012 kl. 15:16

4 identicon

Páll postuli skilgreinir líka samkynhneigð sem dauðasynd.

Birgir Baldursson (IP-tala skráð) 11.2.2012 kl. 15:49

5 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

„Kjarninn í sjónarmiði evangelískra er sá að samkynhneigðin telst vera synd. Syndin er ekki Guðs ríkið og því óæskileg. Laun syndarinnar er dauði og því grafalvarleg.“

Ég les það úr þessum orðum að syndararnir eigi ekki tryggðan aðgang að eilífum hörpuslætti eins og hinir. Snorri heldur því einnig fram að synd sé synd - sama hver hún sé - og þar er komin tengingin við bankaræningjana.

Nú ætla ég að taka það fram að mér er verulega í nöp við málflutning Snorra en staðreyndin er samt sú að hann byggir á bókstafstúlkun trúarrits sem hefur mikla útbreiðslu hér á landi.

Það sem mér finnst skipta meginmáli er hvort maðurinn er góður kennari eða ekki.

Haraldur Rafn Ingvason, 11.2.2012 kl. 15:51

6 identicon

Mér verður alltaf betur og betur ljóst hvað margir innbyggjarar líkjast vonlausum ídíótum vestan hafs, í US. Bæði hvað varðar póiltík og trú.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.2.2012 kl. 15:51

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Tek undir með Hauki.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.2.2012 kl. 15:58

8 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Ágæt umræða um þetta á vantru.is Gaman að því að Snorri skuli sækja stuðning í þær raðir - og örugglega óvænt.

http://www.vantru.is/2012/02/09/15.00/

Vonandi verður þetta til að menn hugi betur að því að aðskilja trúarbrögð og skólastarf. Í því ljósi er sérstaklega vert að huga að þessari málsgrein í lögum um grunnskóla:

"Starfshættir grunnskóla skulu mótast af umburðarlyndi og kærleika, kristinni arfleifð íslenskrar menningar, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi." (er ekki eitthvað ósamræmi í þessu???)

http://www.althingi.is/lagas/140a/2008091.html

Það er sjálfsagt að veita menntun um trúarbrögð og frekar til þess fallið að minnka núning milli þeirra en það kerfi sem lengst af hefur verið við lýði. En að tengja skólastarf beint við kristni er úrelt!

Haraldur Rafn Ingvason, 11.2.2012 kl. 16:21

9 identicon

Snorri er einfaldlega í vitna í sömu heimild og þjóðkirkjan sækir sinn innblástur. Þjóðkirkjan er reyndar á fjárlögum og reynir að dansa í takt við tíðarandann svo ekki tapist fjárstuðningurinn. Þjóðkirkjan forðast því að láta steyta á helstu mannréttindamálum en dregur þó lappirnar á flestum sviðum. Mér finnst meiru skipta að úthýsa kirkjunni úr skólastarfinu frekar en Snorra. Á ég þó börn í Brekkuskóla.

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 11.2.2012 kl. 16:28

10 identicon

Eins og mætur maður sagði- Merkilegt hvað margir verða idiot af því að lesa Biblíuna.

Mín skoðun er sú að þetta fólk er idiot fyrir og það kemur trúarbrögðum ekkert við.

Því miður eru milljónir svona idiot í öllum heiminum og þá ekki bara í kristindóminum.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 11.2.2012 kl. 16:35

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sko, málið er þannig að iblía var auðvitað skráð á sínum tíma. Fyrir þúsundum ára. það er eitt.

Nú, hitt er annað að með samkynhneigð, að þá erum við að tala um hneigð - sem var barasta ekki til, má segja, á Íslandi fyrr en fyrir eitthvað 20-30 árum. þarna um 1930 - þá bara fóru menn beint í djeilið fyrir slíkt á Íslandi. Sbr. glímukappann íslenska á Ólympíuleikunum. Hann játaði samræði - beint í djeilið. Danski kóngur gaf honum síðan uppreist æru, minnir mig.

En, EN, við erum líka að tala um fordóma og að þetta var ,,ekki til" í nágrannalöndum. þar á meðal Danmörku.

Samkynhneigð var flokkuð sem andleg truflun á Vesturlöndum þar til bara í gær, má segja.

þessvegna, þ.e. hve stutt er síðan að allt annað viðhorf var, þá er að mínu mati einhver jarðvegur fyrir slíkt bókstafstrúarkjaftæði álíka Snorri og fleirri beita. þ.e.a.s. að fólk pakkar fordómum sínum inní Bíflíuna. Og ekki undarlegt að hann sé að þvæla við þá hjá Vantrú - enda eru þeir bókstafstrúarmenn sem hafa ekkert vit á trúmálum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.2.2012 kl. 17:08

12 identicon

Menn eins og Snorri dæma frekar sjálfa sig en aðra, með sínum fordómum.

Björn Jóhann Guðjohnsen (IP-tala skráð) 12.2.2012 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband