Neyðaráætlun í maí. Hvað segir Ingibjörg Sólrún?

Davíð Oddsson lýsti ágætlega í viðtali í kvöld hugarfarinu að baki því að streist var við út á við að láta sem ekkert væri 2008 á sama tíma sem bankarnir voru dauðanum merktir og svo illa staddir, að strax í maí 2008 var unnið að neyðaráætlun þeirra vegna.

Hann líkti bönkunum 2008 við fárveikan sjúking sem reynt væri að halda lífi í í lengstu lög meðan haldið væri í vonina um að úr rættist.

Auk orða hans um neyðaráætlunina vöktu ummæli hans mikla athygli þess efnis að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefði lagt til rétt fyrir Hrun að tekið yrði 30-40 milljarða króna lán til að bjarga þeim.

Þetta er óhemju há upphæð, jafnvirði 4500 - 6000 milljarða króna á núvirði.

Nú bíður maður spenntur eftir því að heyra Ingibjörgu Sólrúnu lýsa þessu frá sinni hlið.


mbl.is Neyðarlögin urðu til bjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Já hvað ætli ISG detti nú í hug til að réttlæta sjálfa sig ?

Gunnlaugur I., 6.3.2012 kl. 20:55

2 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Computer says:

Niðurstaða:
40000000000 Evra = 6644800000000 Íslensk króna

6.644 þúsund milljarðar íslenskra króna á núgildandi gengi :-)

Flosi Kristjánsson, 6.3.2012 kl. 22:55

3 identicon

Þess vegna er alveg óþolandi að ISG sé ekki fyrir Landsdómi núna líka. En því miður þá sáu samherjarnir í Samfylkingunni til þess að fría hana frá þessu. Vonandi verða kjósendur ekki búnir að gleyma því í næstu kosningum.

DiddiSiggi (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 22:56

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslenska fyllibyttan byrjaði ekki að drekka árið 2007 og því síður árið 2008.

En að sjálfsögðu var allur heimurinn tilbúinn að lána henni kófdrukkinni enn meiri peninga árið 2008, rétt áður en hún hrundi niður í ræsið.

Og ekki bara fyrir einni flösku, heldur stórum vínkjallara.

Í stað þess að fara í meðferð.

Þorsteinn Briem, 7.3.2012 kl. 00:41

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ingibjörg Sólrún segir á væntanlega eftir að svara af einurð, heiðarleika og sanngirni rétt eins og Davíð Oddsson.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.3.2012 kl. 02:48

7 identicon

Takk Steini Briem fyrir allar þínar góðu og gagnlegu upplýsingar.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 08:54

8 identicon

Undarleg þversögn þetta hjá Davíð, það að segjast hafa varað við að bankakerfið væri komið að fótum fram og svo hitt að halda því fram að Geir hefði í raun ekkert getað gert. Til hvers var hann þá að vara við?

Þjóðarskútan stefnir í strand með brotið stýri (eftir ógætilega siglingu Davíðs sjálfs í skerjagarðinum þegar hann var sjálfur í brúnni) en Davíð er upp í útsýniskörfunni og kallar út í sortann "Við erum að stranda, við erum að stranda" Þeir fáu sem heyra ypta bara öxlum því þeir telja sig ekkert geta gert.    

 Er þetta atburðarásin sem Davíð er að lýsa fyrir okkur?

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 10:58

9 identicon

Davíð Oddsson hlær einfaldlega að okkur íslensku þjóðinni.

Bjarni Hjartarson (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband