"Follow the money!" "Follow the water!"

Þrátt fyrir allt talið um gagnsæi og veitingu nauðsynlegra upplýsinga úir og grúir af dæmum um hið gagnstæða, að tregðast er við það eins og lengi og unnt er.

Þegar um fjármál hefur verið að ræða, hefur í Bandaríkjunum verið notað heilræðið sem notadrýgst er: "follow the money", þ. e. rektu feril peninganna.

Undanfarna daga hef ég einmitt kynnst slíku varðandi eðli háhitavirkjana og affall frá þeim og nýjasta málið er það hvernig eina leiðin til þess að fá réttar upplýsingar um myndun nýrra tjarna við Heillisheiðarvirkjun var að nota hliðstætt orðtak: "Follow the water", þ. e. að rekja feril vatnsins. P1013837

Einnig gilti það sama um rennsli mengaðs vatns í Grjótagjá. Ég greindi frá því í fyrra að vatnið í henni, sem var kristaltært, væri nú orðið mengað og fékk strax athugasemdir þar sem þrætt var fyrir þetta og þó sérstaklega það að vatnið gæti verið komið úr borholum eða affallsvatni í Bjarnarflagi.

Hið fyrra, mengun vatnsins, hefur nú verið staðfest með mörgum vitnisburðum.

Meðfylgjandi loftmynd af því hvernig vatnið rennur í átt að Grjótagjá frá Bjarnarflagi hefur hins vegar ekki slegið á viðleitni til að þræta fyrir það að vatnið hafi komist ofan í óþétt hraunið og mengað Grjótagjá, sem þar með hefur misst þann gæðastimpil að vera ómengað, heldur verður nú að bíða fram á haust eftir niðurstöðum rannsókna á þessu. IMG_3514

Öðru máli gegnir um Hellisheiðarvirkjun og hér er sagan af því máli, sem gæti haft heitið: "Follow the water!"

Mun nú setja inn viðeigandi myndir í áföngum, en hægt hefur verið að fylgjast með gangi málsins fyrstu dagana á vef Framtíðarlandsins og var síðasta færslan sett þar inn s.l. föstudag.  

Hér á dögunum birti ég meðfylgjandi loftmynd af tveimur tjörnum fyrir norðvestan Hellisheiðarvirkjun sem ég hafði ekki séð áður. Hluti af annarri þeirra, Draugatjörn,  hafði að vísu verið þarna, en var nú orðin miklu stærri og ný tjörn komin við hlið hennar.

Ég dró þá ályktun af þessu að þrátt fyrir að það hefði verið skilyrði fyrir starfsleyfi virkjunarinnar að dæla öllu affallsvatni niður, gengi það ekki betur en þetta.  

Þessi bloggpistill og umfjöllunin á vef Framtíðarlandsins vöktu athygli og Jóhann Bjarni Kolbeinsson, fréttamaður Sjónvarpsins, skrifaði frétt um þetta á ruv.is þar sem þeir, sem urðu fyrir svörum hjá Hellisheiðarvirkjun, útskýrðu þetta þannig, að tjarnirnar hefðu orðið til vegna vorleysinga.

Þá var eftir að útskýra af hverju vatnið væri volgt og kom þá sú skýring að það væri vegna rennslis heits vatns úr hverum í Húsmúla og Sleggjubeinsdal.

Undanfarnar vikur hefur verið einstaklega þurrt og kalt á svæðinu og einhverjar sérstaklega miklar vorleysingar voru því ekki lengur í umræðunni.

Þetta varð til þess að ég flaug yfir svæðið í fyrradag og tók myndir sem sýna að engir hverir eru í Húsmúla eða Sleggjubeinsdal, sem vatn kemur úr, og dalurinn fyrir ofan virkjunina raunar alveg skraufþurr.

Hins vegar sást greinlega á þessum loftmyndum að vatnið kom frá virkjunarsvæðinu sjálfu og lét ég vita af því að ég ætlaði að birta þessar myndir og kanna málið nánar.

Ég fór því í gær uppeftir og fylgdi heilræðinu: "Follow the water". Neðst í Sleggjubeinsdal sést hvernig mengað og volgt vatnið úr dalnum mætir tæru og köldu vatni úr lækjarsprænu. IMG_3609

Úr þessu volga vatni falla brúnleitar og gulleitar úrfellingar sem sjást greinilega við lækjamótin. Tæra lækjarsprænan ofan úr Húsmúla er til vinstri, vatnið úr virkjuninni til hægri.IMG_3593

Ofar er farvegur mengaða vatnsins brattari en þarna minnkar straumhraðinn og efnin í vatninu falla til botns og mynda úrfellingarnar. IMG_3596

Nú skilst manni að nýjustu skýringarnar á þessu séu þær að þetta greinilega mengaða vatn með sínar miklu úrfellingar sé ekki skilgreint sem "affallsvatn" sem tengist starfsleyfinu. Ekki sem vatn sem "falli af" virkjuninni.

Þó er viðurkennt að það komi að stórum hluta úr borholu virkjunarinnar! Og vatnið, sem kemur úr rörinu á myndinni hér að ofan og sameinast því sem kemur úr borholunni á leið okkar uppeftir, er heldur ekki skilgreint sem  "affallsvatn" þótt það komi beint út úr virkjunarmannvirkjununum þar fyrir ofan! 

Vaáá! Bravó! Málið dautt!  Málið er leyst með því að nefna vatn, sem fellur af háhitavirkjunum, ekki affallsvatn nema þegar það hentar. Dásamlegt.  

Efstu upptök þessa volga vatns er síðan við borplan, sem merkt er E 5, en þar er blásandi borhola.IMG_3605

Ég fór um allt svæðið fyrir ofan og bar saman við loftmyndir frá því á mánudag og niðurstaðan var skýr: Ekkert vatn rann niður dalinn fyrir ofan virkjanamannvirkin nema örlítil sytra frá leifum af bráðnandi sköflum eins og sést á loftmyndinni. Enga hveri eða laugar að sjá.IMG_3524 

Niðurstaða mín er því óhögguð frá því í fyrradag: Yfirgnæfandi meirihluti vatnsins, sem rennur í tjarnirnar tvær kemur frá Hellisheiðarvirkjun, þrátt fyrir að þrætt hafi verið fyrir það.  

Jóhann Bjarni átti við mig viðtal á staðnum í dag og fór síðan að ræða á ný við talsmann virkjunarinnar.

Umhugsunarefni og spurningar:

Hvers vegna er upplýsingatregðan svona mikil?

Hvers vegna eru þær takmörkuðu upplýsingar sem veittar eru, rangar eða misvísandi?
 

Hvar er niðurdælingin?  Hve mikil er hún?  Hvernig er vatninu dælt niður?  Hvenær er vatninu dælt nður? Alltaf?  Eða bara þá daga, sem þarna koma manngerðir skjálftar af völdum hennar?  Af hverju voru ekki veittar upplýsingar um það fyrirfram að þarna kynnu að verða manngerðir skjálftar eins og t. d. við niðurdælingu í Basel í Sviss? IMG_3609


mbl.is Neitar að gefa upp nöfn bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

http://www.ruv.is/sarpurinn/kvoldfrettir/23052012/mengun-i-grjotagja-hefur-ahrif-a-imynd

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 21:46

2 Smámynd: Skúli Guðbjarnarson

Ekki að það skipti miklu máli, en þessi mengun sem þú talar um, ertu ekki að meina efni sem eru í bergvatninu, eins og málmar oþh. Þeir falla oft út við snertingu við súrefni, eins falla steinefni út við eðlisbreytingar, eins og á hita- og sýrustigi.

Mér finnst þetta samt mjög góðar ábendingar hjá þér Ómar.

Skúli Guðbjarnarson, 23.5.2012 kl. 22:34

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 23.5.2012 kl. 22:42

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

23.5.2012 (í dag):

Spillir ímynd Mývatns

Þorsteinn Briem, 23.5.2012 kl. 23:01

5 identicon

Verstur finnst mér sá orku sóðaskapur sem verður við svona raforkuvirkjanir. Ég á bágt með að trúa því að þetta muni ekki koma niður á hitanum til framtíðar og að komandi kynslóðir muni ekki líta okkur hornauga fyrir að nýta aðeins 8-13% orkunnar.

Elvar Eyvindsson (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 10:27

6 identicon

Rétt, Elvar. 8-13%. Primitive!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 13:08

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Franski heimspekingurinn og rithöfundurinn Voltair sagði: Ef þú sérð bankamann stökkva út um gluggan, stökktu þá strax á eftir honum því hann er á höttunum eftir fúlgu fjár!

Ætli óheftur virkjanaáhugi sumra landsmanna hafi ekki farið eftir þessu háði Voltairs? Menn virðast vera svo brattir að stökkva á hvað sem er, við bíðum hvort einhver fari ekki að stökkva úr gluggum háhýsanna teljandi sér trú um e-ð sem ekki er til?

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 24.5.2012 kl. 13:32

8 identicon

Hvernig væri að elta slóð blásandi holu og virkjunar á Hellisheiðinni yfir í slys vegna hálku á Heiðinni. Hversu mikið fellur á kopar og silfur í Reykjavík. Bilanir og lágur endingartími rafbúnaðar á höfuðborgarsvæðinu. Lungnasjúkdóma, öndunarerfiðleikar þeirra sem eru með veik lungu. Notkun á asmalyfjum. Innlagnir á lungnadeild A 6 á Borgarspítala og dauðsföll. Í þetta vantar góðann rannsóknarfréttamann sem er á eftirlaunum og getur þessvegna spurt. Kveðjur og takk fyrir vatnið. Þorgeir

Þorgeir (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 14:46

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Rannsóknarfréttamaður á eftirlaunum" er á svo lélegum eftirlaunum að hann hefur ekki sömu aðstöðu og rannsóknarfréttamaður hjá alvöru fjölmiðli sem hefur fjárhagslega burði og getu til að standa að því nauðsynlegasta í nútímaþjóðfélagi; að kafa ofan í flókin stórmál.

Því miður var það eitt af því sem hrundi í Hruninu.  

Ómar Ragnarsson, 24.5.2012 kl. 17:33

10 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hvað þá fyrrum forstöðumanns bókasafns Iðnskólans í Reykjavík sem enn er að leita að vetrarstarfi eftir bankahrunið. Enga vinnu er að fá fyrir „gamlingja“. Yngra fólkið er yfirleitt ráðið því það er ódýrari starfskraftur og er flinkari á tölvur. Við þessir „gamalreyndu“ verðum því að dunda okkur í blogginu og þar er af nægu að taka að svar einhverjum skætingi gagnvart ríkisstjórninni sem hefur þó staðið sig nokkuð vel þrátt fyrir allt.

Ætli það séu ekki gamlar íhaldssálir sem áður drottnuðu landi og þjóð með ísköldu augnaráði en eru nú valdalitlir en sakna þess að verma ekki stólana í Stjórnarráðinu. Þeir geta ekki einu sinni rekið þann fjölmiðil nokkurn veginn skuldlausan sem einu sinni naut mikils trausts meðal landsmanna fyrir skoðanafrelsi og að þar mátti hafa skoðanir á nánast öllu.

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 24.5.2012 kl. 21:16

11 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það furðulega við mat á vinnuafli er að vilja ekki sjá það, að hjón sem eru komin um fimmtugt er öruggasti vinnukraftur, sem völ er á. Engin hætta á barneignarfríum á þeim bæjum.

Ómar Ragnarsson, 24.5.2012 kl. 23:23

12 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Sýnir hve langt hagsmunaaðilar ganga til að fela umhverfissóðaskap sinn.

Sama á sér stað um erfðabreytt Bygg frá ORF-líftækni sem og erfðabreyttar matjurtir risanna eins og Monsanto. Milljarða hagsmunir reka þá til að segja og gera hvað sem er — en þegar almenningur kemur og spyr spurninga og tjáir efasmdir hrópa þeir upp af hneykslun og láta sem almenningur — sem engra hagsmuna á að gæta nema heilsu sinnar og Jarðar — sé rekinn áfram af annarlegum hvötum — en ekki þeir.

Helgi Jóhann Hauksson, 25.5.2012 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband