Hitalægð yfir litla Íslandi í Grímsvötnum.

Ég hef aldrei áður farið í jöklaferð með fjórum heiðskírum og kyrrum dögum. IMG_4251

Kom heim til mín í nótt og ætla nú að byrja að fara að drita út myndum og frásögnum að ferðalaginu sem ég fór á "Gamla græna" í tengslum við árlega rannsóknarferð Jöklarannsóknarfélags Íslands og kvikmyndagerð mína. IMG_4215

Af því að Einar Sveinbjörnsson birtir gervitunglamynd af Íslandi upphituðu og björtu með skýjabakka allt um kring set ég hérna inn mynd af eyju á botni gígsins í Grímsvötnum, þar sem jörð og vatn eru enn volg og heit og gufur stíga upp.

Í stillunni á sunnudag myndaðist lítil hitalægð á eyjunni og loftið steig þar upp. Við það leitaði gufuloftið (skýjaloft botnsins) inn á eyjuna, en vegna áhrifa af snúningi jarðar fór loftið að fara í hring andsælis umhverfis eyjuna og leggjast að ströndum hennar.

Þarna mátti sjá smækkaðar útgáfur af "Austfjarðaþoku", "Húnaflóaþoku og "þoku í hafgolunni á Faxaflóa".

Þetta verður kannski sýnt síðar í kvikmynd í fréttum Sjónvarpsins. Minni á að hægt er að stækka myndina og skoða þetta betur með því að smella á hana í tveimur áföngum.


mbl.is Oslóarbúar kvarta undan kulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Ef ekki væri fyrir menn eins og Ómar Ragnarsson, vissu sennilega fæstir Íslendingar nema rétt um það bil ekki nokkurn skapaðan hlut um hálendi Íslands.

Takk fyrir daglega pistla. ( Bloggið)

Þín snilldarsýn á landið þitt, hefur vissulega gert mörgum "flatmaganum" meira en gott og att okkur í frekari skoðunarferðir. Myndirnar þínar og einstök nálgun við viðfangsefni þín......

TAKK.

Halldór Egill Guðnason, 6.6.2012 kl. 03:39

2 identicon

Sæll Ómar og takk fyrir samfylgdina,

Hér er vefslóð á veðurstöð og vefmyndavél sem við settum upp í Kverkfjöllum. 

http://vedur2.mogt.is/harbor/?action=Stations&harborid=13

Björn (IP-tala skráð) 6.6.2012 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband