Draumatæki.

Þyrla er draumatæki. Þegar Robinson R22 þyrlan kom á markað á níunda áratugnum var það ódýrasta og einfaldasta þyrlan sem fáanleg var. Ég notaði tækifærið þegar ég var að skemmta í Los Angeles og fékk að fara í reynsluferð með einni af þyrlunum.

Síðan hefur mig alltaf dreymt um svona tæki. Það er dýr draumur að kaupa þyrlu ef hann er látinn rætast en það kostar ekkert að láta sig dreyma ef draumurinn einn er látinn nægja.

Í stað þyrlu fékk ég mér 120 kílóa eins manns opið flygildi sem ég nefndi "Skaftið" og flaug því í áratug um allt land á sumri sem vetri. Hægt var að notast við nokkurra tuga metra langa lendingarstaði og Skaftið komst meira að segja í Íslandsþátt Top gear þegar ég tók bensín á það við Litlu kaffistofuna.

Hreyfillinn bilaði árið 1999 og ekki var peningur til að gera við hann. Síðan hefur Skaftið hangið uppi í loftinu á samgöngusafninu á Skógum og ég læt sælar minningarnar um ferðirnar á því nægja.

Það er gleðiefni að góð farþegaþyrla sé keypt til landsins í viðbót við aðrar þyrlur sem hér eru.

Ef nokkur draumatæki eru til eru það svona farkostir.  

  


mbl.is Festu kaup á sjö manna lúxusþyrlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband